Vikan


Vikan - 23.07.1998, Blaðsíða 42

Vikan - 23.07.1998, Blaðsíða 42
Öll þekkjum við hjónin sem eru eins og dagur og nótt. Hann er fullur bjartsýni, hún sér heiminn gegnum dökk sólgleraugu (eða öfugt). Við veltum fýrir okkur hvernig tveir svo gjörólíkir einstaklingar hafi það af að eyða ævidögunum saman, hvort líf þeirra sé ekki ein stór málamiðlun. Kona nokkur sem lifði í slíku hjónabandi segir að ólík skap- gerð þeirra hjóna hafi að lokum leitt til skilnaðar. „Ég hélt því nú oft fram að við værum svona ólík vegna þess að ég er fædd í krabbamerk- inu, hann er hin dæmigerða meyja, haldinn algjörri full- komnunaráráttu. Við höfð- um ákaflega ólíkar skoðanir á umgengni á heimilinu. Við unnum bæði mjög mikið, en yfirleitt kom ég heim á und- an honum. Eftir að hafa ver- ið á fullu allan daginn í anna- sömu starfi fannst mér það lífsnauðsynlegt að geta sest niður, hitað mér kaffi, teygt úr tánum og lesið dagblaðið. Ég gat alveg gleymt öllu í kringum mig á þessari helgi- stundu minni. En ég man alltaf hnútinn sem ég fékk í magann um leið og ég heyrði manninn minn stinga lyklin- um í skáargatið. Vissi að mín biði mæðusvipurinn á andliti hans þegar hann sá að ég hafði ekki drifið í að búa um rúmin síðan um morguninn, e.t.v. var blautt handklæði á baðgólfinu og ég ekki búin að sitja og grufla í því hvað ætti að vera í kvöldmatinn. 42 Það sem hann kallaði drasl var í mínum augum merki um heimilishlýju, vitnaði um það að lifandi fólk byggi í húsinu. Allra mest fór í taug- arnar á mér þegar hann tal- aði til mín eins og ég væri óþekkur krakki. í stað þess að heilsa jákvæður og glað- legur heilsaði hann gjarnan með: „Hvað er þessi skór að gera hér, ég var næstum dottinn um hann í gangin- um.” Hann gat ómögulega séð nokkuð fyndið við það þegar ég sagðist ekki hafa hugmynd um það, hann yrði að spyrja skóinn að því. Oft langaði mig að spyrja hann hvort hann vildi ekki bara drífa sig aftur í vinnuna.” Önnur kona segist alltaf kvíða fyrir helgunum. „Það er nú einu sinni þannig að ég er frekar löt og heimakær að eðlisfari. Ég starfa á mjög fjölmennum vinnustað, þar sem ég tala við og hitti ara- grúa af fólki alla daga. Þegar kemur að helgunum á ég ekki heitari ósk en þá að geta haft það rólegt og náð- ugt með fjölskyldunni. En ó nei! Maðurinn minn er á allt annarri skoðun. Um leið og fjölskyldan vaknar á laugar- dagsmorgnum er hann byrj- aður að gera áætlanir fyrir helgina. Dagurinn er full- bókaður í alls kyns uppá- komur; sund, göngutúra, bíltúra, bíóferðir, heimsókn- ir á listsýningar o.s.frv„ o.s.frv. Auðvitað hef ég gam- an af öllu þessu, en eitt í einu finnst mér hið besta mál. Ég er eiginlega orðin úrvinda af þreytu áður en líður að há- degi á laugardegi, bara við tilhugsunina eina að eiga þetta allt saman í vændum í stað þess að kúra í sófanum mínum með bókina sem ég er alltaf að reyna að byrja á.” Sumir hafa þá skoðun að hjón eigi að vera ólík í skapi og hugsunum. Maður nokk- ur segist vera alsæll með sitt hjónaband þótt þau hjónin séu eins ólík og hugsast get- ur. „Ég er haldinn algjörri fullkomnunaráráttu og er giftur konu sem er alveg ótrúlega kærulaus. Ég er ákaflega jarðbundinn, konan mín segir að þegar ég fæddist hafi verið grafin hola í jörð- ina, mér tyllt niður í hana standandi í báðar fætur og hún síðan fyllt með stein- steypu. Hún svífur hins veg- ar á bleiku skýji, hátt yfir höfðum okkar hinna. Ég er alveg viss um það að við þessir tveir gjörólíku ein- staklingar myndum saman alfullkominn einstakling, hæfilega kærulausan og hæfi- lega jarðbundinn.” Líklega er það nú svo að við erum hvert og eitt blanda af bjart- sýnis- og svartsýnismönnum. Og þá er ósköp notalegt að makinn sé í bjartsýniskasti þegar maður sjálfur er eitt- hvað niðurdreginn. Makinn verður þó að fara varlega í bjartsýnina. Það getur verið ömurlegt fyrir þann sem vaknar þungur á morgnana og hugsar sem svo að enn einn vinnudagurinn sé runn- inn upp, að vakna upp við að makinn stekkur fram úr rúminu, brosandi og raulandi léttan lagstúf. „Ég fer ósjálfrátt í Pollýönnu hlutverkið þegar maðurinn minn er svartsýnn,” segir kona nokkur sem viðurkenn- ir að oft gangi leikurinn út í öfgar. „Það hlýtur oft að vera ennþá meira niðurdrep- andi fyrir hann þegar ég elti hann á röndum og bendi á alla góðu hlutina undir ýkt- um formerkjum.” Þarna kemur hann einu sinni enn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.