Vikan - 23.07.1998, Blaðsíða 52
STJ 4RNUAFMÆLI
),Kl•úttlegasta,, af-
mælisbarnið verður þó að telj-
ast drottningarmóðirin, Elísa-
bet sem verður 98 ára þann 4.
ágúst. Hvernig ferðu að því
að halda þér svona?!!!
*★
★
Gat nú verið! Haldið þið ekki að stjörn-
urnar úr Ráðgátum (X-Files) séu í sama stjörnu-
merkinu! Ekki nóg með það, heldur eru bara tveir
dagar milli afmælisdaga þeirra. David Duchovny
er eldri, fæddur 7. ágúst árið 1960, en Gillian
Anderson er fædd 9. ágúst árið 1968 og verður
því þrítug núna. Gillian gerði í því á unglingsaldri
að ganga fram af íbúum bæjarins sem hún bjó í
með því að lita á sér hárið í ýmsum litum og
ganga um í sérkennilegum fatnaði. Hún var alin
upp í London frá tveggja ára aldri en á unglings-
árunum flutti hún með fjölskyldu sinni til Michi-
gan í Bandaríkjunum. Þar var henni strítt á enska
framburðinum og þar gerði hún uppreisn. Hún
kynntist furðulegum náunga og gerðist bakradda-
söngkona hjá honum í pönk hljómsveit. Hún var
handtekin nokkrum dögum fyrir útskrift úr skóla
fyrir að líma aftur dyr skólahússins. Límið hafði
vart náð að þorna þegar Gillian ákvað að hætta
að vera í uppreisn. Hún skellti sér í leiklistarnám
og vart þarf að segja meira...
Dustin Hoffman
verður 61 árs 8. ágúst. Hann
fæddist í stjörnuborginni Los
Angeles, lauk leiklistar- og tón-
listarnámi og á einn bróður
sem heitir Ronald og er lög-
fræðingur
Þeir eru synir Lillian, sem var
áhugaleikkona, og rússneska
gyðingsins Harry, sem seldi
húsgögn. Dustin Hoffman er
tvígiftur. Fyrri kona hans
var Anne Byrne, ballett-
dansmær og leikkona, en
núverandi kona hans er
Lisa Gottsegen, lögmað-
ur. Dustin Hoffman fór
ólíkt öðrum leið sína að
leiklistinni: meðan aðrir
fluttu til Los Angeles
til að læra þar, flutti
hann frá borginni og
til New York...