Vikan


Vikan - 23.07.1998, Blaðsíða 21

Vikan - 23.07.1998, Blaðsíða 21
ÍM U N U M EFTIR ÖRYGGI BARNANNA OKKAR Öll getum viö veriö sammála því að börnin okkar séu það dýrmætasta sem viö eigum. Þegar það er haft í huga er undarlegt að enn séu til foreldr- ar sem láta sér detta í hug að setjast upp í fjölskyldubílinn, spenna sjálfir beltin, en trassa að ganga þannig frá börnunum sínum að þau séu örugg í baksætinu. Margir hugsa sem svo: „Þetta er nú svo stuttur spotti, það tekur því ekki að spenna barnið niður í stólinn.” En staðreyndirnar sýna að dauðaslysin þurfa ekki á löng- um vegarspotta að halda. Kann- anirhafa leitt í ljós að þeim for- eldrum fer fjölgandi sem eru meðvitaðir um nauðsyn þess að tryggja öryggi barna í bílnum. Slysavarnarfélag Islands og Umferðarráð gerðu könnun við leikskóla í 31 sveitarfélagi víðs- vegar um landið vikuna 16.-20. febrúar sl. Könnunin var gerð að tilhlutan „Betri borgar fyrir börn” og framkvæmd af félög- um í deildum Slysavarnarfélags íslands ásamt leikskólakennara- nemum. í ljós kom að af 2.763 börnum notuðu 83% þeirra einhvern öryggis- búnað í bfl en 17% þeirra voru án alls öryggisbúnað- ar. I hliðstæðri könnun sem gerð var árið áður reyndust 68% barna nota öryggisbúnað en 32% voru án hans. Þannig að eitt- hvað er ástandið að batna, en víða um land þarf fólk að taka sig á. Ragna Gústafsdóttir, að- stoðardeildarstjóri á Slysa- og bráðamóttökudeild Sjúkrahúss Reykjavíkur, segir að alltaf komi eitt og eitt barn á deildina til þeirra sem hefur slasast illa vegna þess að öryggisbúnaður í bflnum hafi ekki verið nógu góður. En þeim tilfellum fari fækkandi. Fólk sé orðið meðvit- aðra um nauðsyn góðra barna- bflstóla. „Foreldrar eru miður sín og fullir sjálfsásökunar þegar þeir koma með slösuð börn og stundum heyrum við þá tala um að það væri undantekningartil- felli að barnið hafi ekki verið fest í stólinn.” Ragna segist einnig vilja benda á að fólk at- hugi oft ekki að það getur verið hættulegt að hafa lausa muni í bflunum. „Við árekstur flýgur allt lauslegt og það getur oft haft alvarlegar afleiðingar í för með sér.” Ragna minnir for- eldra einnig á annan nauðsyn- legan öryggisbúnað fyrir börn, þ.e.a.s. hjálma. „Það vantar töluvert upp á það að öll börn noti hjálma á höfuðið þegar þau fara út að hjóla.” Að lokum skorar hún á alla bflstjóra að sýna meiri aðgát. „Það er fullt af fólki í umferð- inni sem ætti alls ekki að vera með bflpróf. Fólk treystir of mikið á aðra bflstjóra. Við verð- um að draga úr hraðanum og treysta meira á okkur sjálf. / "S,/ -S- /1 í'z::;,!;: /1 ia' r*n / " •PPélii’ I Tilbúnar á meðan að þú leggur á borðiðt 'fetrJg.vAarn Ýsusteikur með laxamousse / frá Islensku-Frönsku Eldhúsi á grillið, pönnuna eða í örbvlgjuofninn. Að hætti kokkanna
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.