Vikan


Vikan - 23.07.1998, Blaðsíða 17

Vikan - 23.07.1998, Blaðsíða 17
m ásaga að koma á samböndum og setja upp skrifstofuna í Kaup- mannahöfn og þekkti per- sónulega þá sem þar réðu ríkj- um. Það var því eðlilegt að Emerson fæli mér að fara þangað. Ferðalag til Kaup- mannahafnar var hins vegar ekkert sem ég sóttist eftir. Mér fannst sú borg heldur leiðinleg og ekki síður leiðinlegt að hlusta á innfædda tala saman á máli sem mér fannst vera eins og þeir væru alltaf að velta heitri karöflu upp í sér. Emerson setti mig inn í mál- ið. Við ræddum fram og aftur hvernig unnt væri að bregðast við þessari óvæntu og ósann- gjörnu samkeppni. Hvaða leiðir væri hægt að fara til þess að snúa málinu okkur í hag. Okkur voru ekki margir vegir færir en allt sem Emerson hafði þegar ráðgert, virtist mér skynsamlegt. Við komum okkur saman um hvernig ég ætti að setja spilin upp í erm- ina og draga þau síðan þaðan eitt af öðru ef nauðsyn krefði. Þegar ég hafði orð á því að ég þyrfti að punkta þetta hjá mér sagði Emerson það óþarfa. Hann væri þegar búinn að skrifa helstu atriðin niður og ritarinn hans væri núna að hreinrita þau. “Og vel á minnst. Ég bað hana líka að verða þér úti um farseðil og panta fyrir þig hót- el. Þú þarft að fara strax. Við megum ekki gefa þeim gulu nein tækifæri til þess að um- snúa hinum ljóshærðu.” Ég hafði ekki búist við því þegar ég hélt að heiman um morguninn að þurfa að fara til annarrar heimsálfu þann dag- inn. En ég var sammála Emer- son. Málið þoldi enga bið. Ef vel gengi þyrfti ég heldur ekki að vera að heiman nema í tvo eða þrjá daga. Ég ákvað með sjálfum mér að kaupa það sem þyrfti til slíks skyndiferðalags á flugvellinum. En kálið var ekki sopið þótt í ausuna væri komið. Vand- ræðum þessa dags voru engin takmörk sett. Ég var rétt bú- inn að hringja í konuna mína og segja henni frá því að ég kæmi ekki í kvöldmat - rnyndi væntanlega borða hann hinum megin hafsins - og yrði fjarver- andi í nokkra daga, þegar rit- arinn hans Emersons hrinti upp hurðinni hjá mér öðru sinni, þennan morgun og tilkynnti mér að hún væri búin að útvega mér far til Kaup- mannahafn- ar. Sá galli væri á gjöf Njarðar að eina flugfé- lagið sem hefði átt laus sæti væri ís- lenskt flugfé- lag og ég þyrfi að hafa við- komu á ís- landi á leið- inni yfir hafið. Nú fannst mér steininn taka úr. Ég hreytti ein- hverjum ónot- um í vesalings konuna, sagði eitthvað á þá leið að það væri ekki von á góðu þegar hún ætti að sjá um málin. Svo vel var ég að mér í landafræði að ég vissi að það var langur krókur að fljúga til íslands og auk þess kostaði það milli- lendingu með viðeigandi tíma- töf. Það var þó ekki það versta. Þótt ég sé kannski ekki beint flughræddur þá er mér aldrei sama í lendingum. Alls- konar aukahljóð í vélunum og hristing í skýjahulum, þegar flug er lækkað, vekja hjá mér kvíða. Þess vegna hef ég alltaf reynt að komast beinustu leið þegar ég þarf að fljúga. f fyrstu svaraði konan engu. Sjálfsagt sá hún eða fann að ég var í slæmu skapi og vafalaust hefur henni fundist það ósann- gjarnt að ég lét það bitna á henni. Hún ítrekaði að þetta hefði verið eina leiðin og Em- erson hefði lagt á það áherslu að ég færi strax um kvöldið. “Hann sagði mér líka að ég ætti að fara út í búð á horninu og kaupa rakvél fyrir þig,” sagði hún svo. “Hvort viltu að ég kaupi blaðrakvél eða raf- magnsrakvél?” Ég sagði henni að ég myndi sjá um mín rakvélarkaup sjálf- ur og með það fór hún. Það var ekki fyrr en upp úr miðj- um degi, þegar ég var búinn að raða pappírunum, sem ég ætlaði að fara með, í skjala- töskuna mína, að ég fór að sjá eftir hvað ég hafði verið ónotalegur við konuna. Ég gerði mér því ferð fram í gler- búrið til hennar til að biðja hana afsökunar. En það varð að bíða betri tíma. Hún var farin eitthvað. Var að sinna er- indum fyrir Emerson, sagði stúlkan á símaborðinu. íslenskt flugfélag. Ekki nema það þó. Ég hafði einu sinni ferðast með flugfélagi frá þessu fjarlæga landi. Það var á sokkabandsárum mínum þeg- ar ég og félagar mínir í háskól- anum fengum skyndilega þá hugdettu að bregða okkur til Evrópu og hjálpa frönskum stúdentum til þess að umbylta þjóðskipulaginu í heimalandi sínu, og raunar í allri Evrópu. Og við létum verða af þessari fáránlegu hugmynd okkar. Tókum allt sparifé okkar og keyptum farseðla hjá því flug- félagi sem bauð ódýrustu far- gjöldin. Það var íslenskt flug- félag. Ég reyndi að rifja þessa makalausu ferð upp þegar ég var á leið út á flugvöll í leigu- bíl. Það eina sem ég mundi úr flugferðinni var vélin sem við ferðuðumst í var einhver risa- vaxin rella sem var svo löng að við höfðum það á orði, þegar hún var að hefja sig til flugs, að framendinn væri kominn í 10 þúsund fet meðan rassinn væri enn á jörðu. Ég taldi mig muna það rétt að ferðin hefði tekið óratíma. Ég rifjaði það líka upp að þótt ferðin hefði verið með fyrirheiti þá var það líka það eina sem um hana var að segja. Við lentum í Lux- emburg sem virtist á korti vera steinsnar frá París og það hafði verið ætlun okkar að húkka okkur bflfar þangað. En á þessum árum virtust Evr- ópubúar telja sig geta verið án bandarískra hugsjónaunglinga 17
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.