Vikan


Vikan - 23.07.1998, Blaðsíða 20

Vikan - 23.07.1998, Blaðsíða 20
VIKAN OG VÆNT FRÍÐA BJÖRNSDÓTTIR Fríða Björnsdóttir blaðamaður skrifar um blóm, bæði innan dyra og utan, og ýmislegt sem fer vel með hvers konar gróðri. Sendið okkur ábendingar, hugmyndir og myndir af plöntum sem eru ykkur og ræktun ykkar til sóma. Skrifið til; „Grænt og vænt", Vikan, Seljavegi 2, 101 Reykjavík. Æskilegt er að nafn og símanúmer fylgi bréfinu og ekki væri verra að láta Ijósmynd af blóm- um eða jurtum sem spurt er um, fylgja með. Litadýrðin í garðinum er mikil á góðu sumri. Snjallir garðyrkjumenn ieggja sig fram við að velja saman liti á blómum og huga að blómgunartímanum þegar þeir eru að gróðursetja svo alltaf verði eitthvað til að dást að í garðinum, sumarlangt. Tvœr plöntur, ólíkar að lit og lögun, eru bóndarósin og riddarasporinn sem við gefum ykkur tœkifœri til að dást að í dag. Reyndar er rétt að taka fram að bœði riddaraspori og bóndarós eru til í öðrum litum en hér sjást þótt blá bóndarós sé ekki til. óndarós Bóndarós Bóndarósin er sögð hafa verið uppá- halds blóm grísku guð anna ber hún nafn Paeons, sem var þeirra og læri- sveinn Asklepiosar, guðs læknislistarinnar í grísku goðafræðinni. Asklepios varð ævareiður yfir því hversu vel Paeon gekk að lækna guðina með hjálp bóndarósarrótanna og reyndi því að drepa læri- sveininn. Pluto, guð undir- heimanna, kom honum til hjálpar og breytti honum í bóndarós. Guðirnir elskuðu bóndarósina og aðdáendum hennar hefur fjölgað eftir því sem aldirnar hafa liðið. Bóndarósin er upprunnin í Kína og hefur verið ræktuð þar í yfir þúsund ár, ekki að- eins sem skrautjurt heldur líka vegna lækningamáttar- ins sem hún býr yfir. Fyrrum voru ræturnar notaðar við höfuðverk, lifrarsjúk- dómum og geðveiki. Bóndarós fer best þar sem rúmt er um hana og aðrar plöntur skyggja ekki á fegurð hennar. Hún þarf góð- an jarðveg svo hún dafni vel og gjarnan má blanda hann með húsdýraáburði. Aburðargjöf gerir plöntunum líka gott og sólríkur vaxtar- staður er einnig æski- legur þótt bóndarósir komist af annars stað- ar. Varhugavert er að færa bóndarósirnar úr stað því ekki er hægt að búast við að þær blómstri fyrst eftir flutninginn. Blóm bóndarósanna eta bæði ver- ið ofkrýnd og einföld þótt hér þekkjum við aðallega of- rýndar óndarósir. Það má þurrka bóndarósina Ef þið eigið bóndarós í garðinum, sem blómstrar ríkulega, væri ekki úr vegi að leyfa sér að klippa af henni eitt blómið og setja það í vasa. Eitt blóm nægir full- komlega þegar svona fallegt blóm er annars vegar. Svo mun vera hægt að þurrka bóndarósina en henni hættir þó til að rotna svo hún verð- ur að vera á loftgóðum stað. Þetta ráð okkar getið þið þó líklega ekki notað fyrr en að ári því bóndarósin blómstrar snemmsumars en hafið það í huga næsta vor. Riddarasporinn þarf stuðning Riddarasporinn er gjörólík- ur bóndarósinni. Hann er há- vaxinn, iðulega einn til tveir metrar á hæð og fer vel í miðju stórs blómabeðs, þar sem hægt er að njóta blómanna frá öllum hliðum, eða aftast í beði og með lægri plöntum. Riddarasporinn er til blár, hvítur og jafnvel rauður. Vegna hæðarinnar er honum hætt við áföllum þeg- ar hvessir svo bráðnauðsyn- legt er að sjá honum fyrir stuðningi. Sumir láta nægja að binda hann við stangir eða prik. í garðinum mínum hefur reynst best að setja háa girðingu í kringum plöntuna strax í upphafi sumars. Plast- húðaðar girðingar, sem fást bæði í metratali og í rúllum, henta ágætlega. Þær eru til í dökkgrænum lit, sem hverfur fljótt inn í grænan lit plantn- anna, hvort sem um er að ræða riddaraspora eða aðrar hávaxnar plöntur. Ljósmyndir Bragi Þór Jósefsson 20
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.