Vikan


Vikan - 23.07.1998, Blaðsíða 47

Vikan - 23.07.1998, Blaðsíða 47
Hvevju svarar læknirinn?ip§j Æ - Spurningar má senda til ^ ^ ^ “Hverju svarar læknirinn?” Yikan, Seljavegi 2,101 Reykjavík. Farið er með öll bréf sem trúnaðarmál. Yinsamlegast látið nafn og heimilisfang fylgja með en bréf eru birt undir dulnefnum. Kæri læknir Við vorum að koma saman úr sumarfrú á Mallorca, ég og fjórar vinkonur niínar. Það var mjög heitt og við pössuðum okkur vel á að drekka mikinn vökva en í fyrsta skipti í svona sólar- landaferð lentu þrjár okkar í því að það safnaðist svo mik- ill bjúgur á fæturna á okkur að við gátum varla komist í skó. Hvað er það sem veldur svona bjúgsöfnun? Við get- um ekki kennt vökvaleysi um eða því að við færum aldrei á klósettið, því það gekk bara fyrir sig eins og hérna heima! Eru til einhver ráð til að hindra að svona endurtaki sig, því þetta skemmdi óneitanlega fyrir okkur góðar stundir. Með þakklæti fyrir svarið, Brún kona í Grafarvogi. Kœra brúna kona Þegar við erum í miklum hita þurfum við að drekka mikinn vökva en við þurfum líka salt. Misvægi skapast milli vökvainntöku og út- skilnaðar líkamans á vökva, sem eykst og skolar út með sér sölt. Þannig að þegar þið gættuð þess að drekka vel skoluðið þið söltin út sem aftur leiddi til þess að bjúgur hefur safnast fyrir í líkaman- um. Passið ykkur bara næst. Þorsteinn Sæll Þorsteinn læknir Það er nú ekki eins og ég hafi ekki aðgang að heimilis- lækninum mínum, en ég vil sjá þetta bréf og svarið frá þér á prenti svo ég geti sýnt frúnni það. Þannig er að konan er nokkuð þétt. Hún kvartar yfír því að hún þurfí sífellt stærri númer í fatnaði, en neitar því að hún borði fítandi mat. Hún hefur oft sósur með matnum, bæði heitar og kaldar og oft er majónes í salatsósunni henn- ar. Hún fullyrðir að hún hafi heyrt af manni sem missti fleiri, fleiri kfló við það eitt að sleppa því að borða kart- öflur, pasta og þvflíkt, en hafí borðað feitt kjöt, majónes, rjóma og annað feitmeti og það hafí engin áhrif haft á þyngdina. Þvert á móti segir hún að það sé kolvetnisríkt fæði sem fíti fólk. Hvort er rétt? Er það fitumagnið í matvælum sem gerir okkur feit eða kolvetnið? Og er virkilega til einhver megrun- arkúr sem byggir á því að maður sleppi kolvetni en lifi á fitu? Yona að þú getir gefið mér einhver svör, því frúin er alls ekki ánægð með sig með þessi aukakíló, þótt hún láti sem þetta sé allt i Iagi. Bestu kveðjur og gangi þér vel, Jóhannes Kœri Jóhannes Það sem skiptir máli fyrir okkur er fjöldi hitaeininga sem við tökum inn. Við þurf- um visst lágmark til að lifa og halda við líkamanum, en þegar við förum langt fram yfir þarfir líkamans þá fitn- um við. Auðvitað geta verið aðrar skýringar á því að við fitnum, eins og erfðir og ýmsir sjúkdómar s.s efna- skiptasjúkdómar. Kári í ís- lenskri Erfðagreiningu ætlar að sjálfsögðu að hjálpa okk- ur að skilja þetta með erfð- irnar og bíðum við, veit ég öll spennt, eftir því. Offita er gjarnan nefnd velmegunar- sjúkdómur Vesturlanda, en algengasta ástæða hennar er of mikil hitaeininganeysla og þá sérstaklega fitu. Fita er hreinlega bara hitaeiningar svo ég skil ekki alveg for- sendur þessa megrunarkúrs sem konan þín beitir. Segðu henni frá mér að leita nær- ingaráðgjafa (símaskráin) eða náttúrulæknanna okkar Kolbrúnar Björnsdóttur og Arnbjargar Lindu Jóhannes- dóttur. Gangi ykkur vel Þorsteinn Kæri Þorsteinn læknir Eg er 17 ára stúlka sem hef unun af söng. Mig langar mikið í söngnám en mitt vandamál er það að ég er astmaveik og fæ auk þess mjög oft raddbandabólgu. Eg hef því ekki þorað að gaula neitt að ráði frammi fyrir þeim sem hafa vit á söng en langar mikið til að láta einhvern hlusta á mig, sem getur ráðlagt mér um framtíð mína. Er það rétt að ef maður borðar rauð epli, þá mýki þau raddböndin? Eru til önnur úrræði til að vera með mjúka og fallega rödd, þótt ekki sé nema í nokkrar klukkustundir í senn, meðan maður þarf á því að halda að röddin njóti sín? Vinkona mín segist oft hakka í sig hráan hvítlauk og það hrífi. Er eitthvað hæft í því? Eg reyki ekki og er aldrei innan um fólk sem reykir. Með þakklæti fyrir svarið, Operuaðdáandinn. Kœri Óperuaðdáandi Eg er sammála þér, það er unun að hlusta á fallegan söng. Raddþjálfun sem hægt er að fá hjá talmeinafræðingi er líkast til það sem þú þarft. Astmi á ekki að þurfa að há þér við söngnámið en vissu- lega er ekkert algilt og það sem þú þarft að gera er að prófa hvað þú getur gert. Byrjaðu nú! Eg hef ekki heyrt þetta með rauðu eplin, en hrár hvítlaukur er talinn vera gagnlegur við fjölda kvilla sem hrjá okkur, sérstaklega til að lækka kólesteról og draga úr hættu á blóðtappa. Hvítlaukur er náttúrulegt sýkladrepandi lyf og líkast til gagnast sá eiginleiki hvít- lauksins vinkonu þinni mest. Ég mæli með því nota meira af hvítlauk við matargerð. Þorsteinn Blessaður Þorsteinn Þú manst kannski eftir mér, við vorum saman í skóla úti á Nesi. Jæja, en mitt vandamál er það að ég vil endilega taka inn lýsi, af vissum ástæðum, en upp á síðkastið get ég eng- an veginn haldið því niðri. Eg kasta alltaf upp svona 10 mínútum eftir að ég kyngi Iýsinu. Get ég tekið inn töfl- ur, sem gera sama gagn og þorskalýsi? Blessaður vinur, Halldór J. Kœri Halldór Það var nú í þá daga á Nes- inu, þá hét þetta víst Seltjarn- arneshreppur og var minna í sniðum en í dag. En Halldór minn það geta verið ýmsar ástæður fyrir því að þú getur ekki tekið lýsið. Þetta getur verið vísbending um gall- vandamál, og algengt er að mínu mati að sumir geta hreinlega ekki tekið lýsi. Oft- ast finnur viðkomandi fyrir lýsisbragði í munninum allan daginn; sjaldnar að hann kasti upp. í Ayurvedískum lækningum, sem stundaðar eru af fjölmörgum vestræn- um læknum þó þær séu upp- runnar í Indlandi fyrir mörg þúsund árum, er svona óþol tengt vissum manngerðum, s.k. Kafa-manngerðum sem eru feitlagnar, frekar hægar og þurfa hreinlega ekki á þessu lýsi að halda, sem gerir þær jafnvel enn værukærari. Ég held að þú ættir bara að hlusta á líkama þinn og sleppa lýsinu. Ertu enn svo- lítið þéttur? 47 Þorsteinn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.