Vikan


Vikan - 23.07.1998, Blaðsíða 18

Vikan - 23.07.1998, Blaðsíða 18
m og þótt við stæðum við þjóð- veginn í heilan dag stoppaði ekki einn einasti bíll fyrir okk- ur. Við sváfum úti um nóttina og tókum til við fyrri iðju dag- inn eftir. Þá höfðum við held- ur ekki erindi sem erfiði og um kvöldið vorum við orðnir svo þreyttir, slæptir og svangir að við ákváðum að taka fyrstu vél heirn aftur. Parísarstúdent- arnir misstu því af góðum liðs- auka en við urðum reynslunni ríkari og ásáttari en áður að láta Evrópubúana leysa sjálfa úr sínum málum. Þótt flughafnir séu ekki að- laðandi og ég reyni jafnan að dvelja þar sem styst var ég að þessu sinni feginn þeirri þjón- ustu sem boðið var upp á. Ég byrjaði á því að kaupa mér litla ferðatösku og stakk síðan í hana sokkum, skyrtum, tíma- ritunr og ferðadóti sem ég þurfti á að halda. Það síðasta sem ég keypti mér var raf- magnsrakvél. Síðan fór ég inn á snyrtingu og rakaði mig og greiddi. Þegar ég leit í spegil- inn tókst mér að kreista fram fyrsta bros dagsins. Ég rnund- aði rakvélina. “Heill þér Emerson,” sagði ég stundarhátt. “Ha?” sagði maðurinn sem stóð við hliðina á mér. “Ekkert,” sagði ég og I skammaðist mín svolítið fyrir að láta standa mig að því að j vera að tala við sjálfan mig. Sem betur fer hafði ritarinn keypt farseðil fyrir mig á fyrsta farrými. Mig minnir að flugfélagið hafi kallað það “Saga-class” og það rifjaðist upp fyrir mér að einhvers staðar hafði ég lesið að íslend- ; ingar væru stoltir af sögu sinni; því að eiga elsta þing í heimi og fyrsta kvenforsetann sem kosinn hefði verið í lýðræð- ; islegum kosningum. Lengra náði ! kunnátta mín um þetta fjarlæga ; land ekki, enda kom mér það : lítið við. Enn hafði Skandin- avíuskrifstofan ekki haft fyrir því að leita fanga fyrir okkur á Islandi, en mér datt það í hug um leið og ég kom mér fyrir í sætinu og festi sætisbeltið að rétt væri að muna eftir því að nefna það í Kaupmannahöfn, ef samningar tækjust, hvort ekki væri rétt að kanna mark- aðinn á íslandi. Það var svo skrýtið að um leið og ég var búinn að raka mig varð ég sáttari við lífið og tilveruna en ég hafði verið all- an daginn. Viðmót fólksins sem mætti mér þegar ég kom um borð í vélina var gott og sætið virtist rúmgott og þægi- legt. Ég vonaði að enginn væri í sætinu við hliðina á mér þannig að ég gæti lagt mig og sofnað eitthvað á leiðinni og verið sæmilega úthvfldur og hress þegar ég mætti á skrif- stofuna í Kaupmannahöfn upp úr hádegi daginn eftir. Élugfreyjan tók jakkann ; minn og bauð mér síðan upp á kampavín eða ávaxtasafa. Mér virtist ætla að verða að ósk minni. Öll sæti í vélinni voru skipuð, nema sætið við hliðina á mér. Það var ekki fyrr en flugfreyjurnar voru að undirbúa sig að loka flugvélar- hurðinni að inn snaraðist ung kona. Hún gekk rakleiðis að sætinu við hliðina á mér, rétt eins og hún væri svo hagvön í flugvélum að hún vissi ná- kvæmlega hvar hún ætti að vera. Hún snaraði lítilli tösku sem hún var með upp í farang- ursgeymsluna fyrir ofan sætin, rétti flugfreyjunni jakkann sinn og settist síðan við hliðina á mér. Ég hafði aðeins séð svip hennar í óljósri mynd þegar hún kom upp í vélina og var að koma sér fyrir en jafn- skjótt og hún hafði sest snéri hún sér að mér, brá hönd upp að dökkum gleraugum sem hún var með, færði þau fram á nefið og brosti til mín. Ég er fullorðinn, lífsreyndur maður. Ég á konu og tvö börn og hef frá fyrstu tíð verið ánægður í hjónabandi mínu og frá því að ég gifti mig hef ég aldrei litið á aðrar konur. Ég fór í gegnum erfitt háskóla- nám og ég hef fetað mig til frama í starfi. Ég tel mig því vera mann með lífsreynslu og þroska. Búinn að yfirvinna til- finningasveiflur ungs manns og slökkva bál sem kvikna stundum í brjóstum þeirra sem yngri eru og hafa ekki öðlast yfirsýn á lífið, lífsgildi og tilveruna. En um leið og þessi kona snéri sér að mér og brosti þannig að það skein í mjallhvítar og fagurskapaðar tennur hennar og jafnskjótt og ég leit í dökkbrún augu henn- ar var sem tilvera mín snérist við. Hefði ég á þessari stundu verið spurður að því hvað ég héti hefði ég ekki getað svarað því. Ef eitthvað er til sem heitir að verða bergnuminn, þá varð ég það. Ég skynjaði það eitt að konan hélt áfram að horfa á mig og brosa og að ég sökk dýpra og dýpra í einhverja óraunverulega veröld, þar sem hún var það eina sem skipti máli. Leiftursnöggt og í fáti strauk ég hönd um höku og vör til þess að kanna hvort ég væri nógu vel rakaður og hversu ómerkilegt sem það var leið mér betur þegar ég fann fyrir nauðrakaðri hök- unni. Það var ekki fyrr en konan leit af mér að ég komst til vit- undar á ný. Hvorki ég né hún höfðum sagt aukatekið orð. Ekki skipst á kveðjum eins og sessunautar í flugvélum gera gjarnan. Kannski var það eins gott að hún ávarpaði mig ekki því engu hefði ég getað svar- að. Þegar öryggisatriði um borð voru kynnt á sjónvarps- skjá fannst mér hann vera í órafjarlægð og heyrði ekki hvað sagt var og ég varð þess varla var þegar flugvélin fór í loftið með viðeigandi hávaða og hristingi. Þau óþægindi sem ég fann alltaf fyrir við slíkar aðstæður voru óra- óra fjarri. Ég forðaðist að líta á kon- una. Samt var ég meðvitaður um hverja hreyfingu hennar. Eftir að við vorum komin í loftið kom flugfreyjan til hennar og ég heyrði að þær töluðu glaðhlakkalega saman á einhverju undarlegu tungu- máli. Vel gat verið að þær væru gamlar vinkonur. Ég tók tímarit upp úr vasanum á sæt- inu fyrir framan mig og reyndi að skoða það. Myndir af lura- legum, litlum hestum sem litu út eins og kornsáta og af furðulega hvítum fossum. Þetta var víst ísland. Ég reyndi að lesa textann en var svo annars hugar að ég var bú- inn að gleyma fyrstu setning- unni þegar kom að þeirri næstu. Eina myndin sem var í huga mínum voru stór, brún augu, mjallhvítar tennur. Bros. Það var ekki fyrr en matur- inn var borinn fram að ég komst til sjálfs mín. Fór að hugsa mitt ráð. Hugsunin snérist um það eitt að komast í samband við þessa konu. Komast að því hvað hún héti og hver hún væri. En þótt allt gull veraldarinnar hefði verið í boði hafði ég ekki uppurð í mér til þess að snúa mér að henni og ávarpa hana. Ég, sem þótti manna harðastur í samn- ingum og hafði marga hildi háð við útsmogna viðskipta- jöfra. Ég sem hafði haft orð á mér á sínum tíma fyrir að láta mér ekki allt fyrir brjósti brenna í kvennamálum og vera pilsaveiðari. Nú var ég eins og feimnasti skólastrákur sem lætur sér það nægja að hugsa og dreyma en hefur ekki dug til að framkvæma. Mér datt meira að segja í hug að fara á salernið og reyna að skiptast á orðum við flugfreyjuna sem hafði verið að tala við konuna. Spyrja hvort hún þekkti hana og hver hún væri. Ég ákvað að bíða með það um stund, réttan hálftíma í viðbót og þegar sá hálftími var liðinn gaf ég sjálf- um mér frest fyrst í tíu mínút- ur, síðan í tíu mínútur í viðbót og þegar þær voru liðnar var ég orðinn sannfærður um að þessi aðferð myndi ekki ganga. Ef flugfreyjan þekkti konuna væri líklegast að hún myndi annað hvort benda á hana meðan ég væri að spyrja eða þá segja konunni að ég hefði verið að hnýsast um hana. Það var ótrúlegt hve úr- ræðalaus ég var og hversu sterk löngun mín var til þess að komast í samband við þessa dularfullu manneskju sem sat svo nærri mér að ég fann jafnvel ylinn frá henni. Ég fór í töskuna mína, tók fram tímaritin sem ég hafði keypt í flughöfninni og fór að fletta þeim. Byrjaði á tímariti um bandaríska körfuboltann 18
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.