Vikan


Vikan - 23.07.1998, Blaðsíða 28

Vikan - 23.07.1998, Blaðsíða 28
heimili -haughúsið að vinnustofu Með breyttum búskaparháttum í sveitum landsins fá byggingar nýtt hlutverk. Á bænum Haga I í Aðaldal hafa til dæmis haughúsið, sem byggt er við bæinn, og fjósið, sem er undir íbúðarhúsinu, fengið hlutverk vinnustofu og svefnherbergis. Þegar litið er inn í þessar vist- arverur er ekki nokkur leið að ímynda sér 2ghvað þar var fyrir daga breytinganna. / IHaga reka hjónin Bergljót Hallgrímsdóttir og Jón Fornason bændagistingu á sumrin og eru með fjögur tveggja manna herbergi auk sumarbústaðar. Jón er fæddur og uppalinn í Haga og man þá tíð vel þegar kýr voru í fjósinu undir íbúðarhúsinu. Með breytt- um búskaparháttum hvarf þörf- in fyrir fjósið svo ákveðið var að finna því nýtt hlutverk. En þá var einnig kominn tími til að finna haughúsinu, sem er áfast við fjósið, og er í daglegu tali oft nefnt Forin, annað og betra hlut- verk en það hafði haft. Fjósið breyttist í ágætis svefnherbergi og haughúsið varð að vinnuher- bergi Jóns, sem er mikill út- skurðarmaður og sker út mikið af fallegum munum. Það fer nú ágætlega um fjölskylduna í þessu nýfundna húsrými á meðan sum- argestirnir njóta þess að gista í íbúðarhúsinu sjálfu. Haughúsið er um 16 fermetrar að flatarmáli og vegghæðin er 2 metrar og 38 sentímetrar. Ofan á veggi haughússins voru settir gluggar og við hlið þess var smíðuð eins konar forstofa. Á efra palli, sem gengur yfir hálft haughúsið, hefur sonurinn á heimilinu sína svefnaðstöðu sem er nánast eins og nokkurs konar lokrekkja. Á gólffleti haughúss- ins er svo vinnustofa Jóns bónda og þar verða útskurðargripir hans til. TEXTI: FRÍÐA BJÖRNSDÓTTIR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.