Vikan - 23.07.1998, Blaðsíða 28
heimili
-haughúsið að vinnustofu
Með breyttum búskaparháttum í sveitum
landsins fá byggingar nýtt hlutverk. Á bænum
Haga I í Aðaldal hafa til dæmis haughúsið, sem
byggt er við bæinn, og fjósið, sem er undir
íbúðarhúsinu, fengið hlutverk vinnustofu og
svefnherbergis. Þegar litið er inn í þessar vist-
arverur er ekki nokkur leið að ímynda sér
2ghvað þar var fyrir daga breytinganna.
/
IHaga reka hjónin Bergljót
Hallgrímsdóttir og Jón
Fornason bændagistingu á
sumrin og eru með fjögur
tveggja manna herbergi auk
sumarbústaðar. Jón er fæddur
og uppalinn í Haga og man þá
tíð vel þegar kýr voru í fjósinu
undir íbúðarhúsinu. Með breytt-
um búskaparháttum hvarf þörf-
in fyrir fjósið svo ákveðið var að
finna því nýtt hlutverk. En þá
var einnig kominn tími til að
finna haughúsinu, sem er áfast
við fjósið, og er í daglegu tali oft
nefnt Forin, annað og betra hlut-
verk en það hafði haft. Fjósið
breyttist í ágætis svefnherbergi
og haughúsið varð að vinnuher-
bergi Jóns, sem er mikill út-
skurðarmaður og sker út mikið
af fallegum munum. Það fer nú
ágætlega um fjölskylduna í þessu
nýfundna húsrými á meðan sum-
argestirnir njóta þess að gista í
íbúðarhúsinu sjálfu.
Haughúsið er um 16 fermetrar
að flatarmáli og vegghæðin er 2
metrar og 38 sentímetrar. Ofan á
veggi haughússins voru settir
gluggar og við hlið þess var
smíðuð eins konar forstofa. Á
efra palli, sem gengur yfir hálft
haughúsið, hefur sonurinn á
heimilinu sína svefnaðstöðu sem
er nánast eins og nokkurs konar
lokrekkja. Á gólffleti haughúss-
ins er svo vinnustofa Jóns bónda
og þar verða útskurðargripir
hans til.
TEXTI: FRÍÐA BJÖRNSDÓTTIR