Vikan


Vikan - 23.07.1998, Blaðsíða 9

Vikan - 23.07.1998, Blaðsíða 9
 **< ekki hver þetta var?” spyr Christian. „Þetta var tísku- kóngurinn Giorgio Armani í fylgd tveggja lífvarða.” Sem- sagt: við sáurn næstum því Armani sjálfan. Það munaði ekkí miklu, en það sem skiptir kannski meira máli er að hann sá íslenskar kvenna- kórskonur! STJÓRNAR 70 KONUM! Æfingunni um kvöldið er aflýst en ákveðið að hafa raddæfingu fyrir alt-raddir. Konurnar eru úrvinda eftir ferðina til Flórens og hitinn er mikill. Margrét bendir þeim á að sofa vel um nótt- ina, því nú séu aðeins tveir æfingadagar eftir fram að messunni og tónleikunum. A föstudagskvöldið sækjum við tónleika Kvennakórs Hafn- arfjarðar í Hertogahöllinni í Massa. Umhverfið er ótrú- legt og þær eru glæsilegar, Hafnarfjarðarkonurnar, í rauðu og hvítu kyrtlunum sínum: „Þetta er mjög þrosk- andi fyrir konurnar,” segir Guðjón Halldór Óskarsson, organisti og stjórnandi Kvennakórs Hafnarfjarðar. „Þetta er fyrsti kvennakór- inn sem ég fer með í tón- leikaferð og óneitanlega finnst mér skemmtilegt að fá að stjórna næstum 70 konum hér! Slíkt tækifæri fá ekki allir karlmenn!” „Það er ekki bara gaman að sjá Ítalíu, heldur er félags- skapurinn líka góður og það er gott fyrir fólk að kynnast því aðhaldi sem fylgir því að vera í kór, “ segir Margrét Óskarsdóttir, sem starfar í heildverslun. Yngsti kór- félaginn í Kvennakór Hafn- arfjarðar er Hulda Bára Ey- steinsdóttir, 17 ára, og hún segist eiga margar mömmur í hópnum: „Það er passað vel upp á mig!” segir hún. „Eg hafði áður sungið í skólakór- um, en þegar námi lýkur er ekki um svo margt að velja. Ég er ánægð með að hafa valið Kvennakór Hafnar- fjarðar og það skiptir okkur máli að fá tækifæri til að syngja hér á Ítalíu; það er alltaf gott að koma sér á framfæri.” KYNSLÓÐABIL EKKI TIL Laugardagur rennur upp. í dag er lagt blátt bann við áfengisneyslu af nokkru tagi. Stíf- ar æfingar taka við hjá Gospel- systrum, fyrsti hópurinn mætir klukkan níu á æfingu. Áfram er haldið fram á kvöld með stuttu matarhléi á bflastæð- inu við húsið sem Margrét Pálmadóttir leigir íbúð í. Hún kaupir pizzur handa hópnum og býður upp á melónu og vatn: „Það er gott fyrir konurnar að losa sig við allt stress að heiman, geta gleymt sér í því að æfa, læra texta og stefna að tónleik- um,” segir hún. Sumar hafa setið með textabækurnar sínar úti á svölum fram eftir nóttu. Þær segjast hvorki þora né vilja bregðast stjórnandanum: „Margrét Pálmadóttir opn- aði nýjan heim á íslandi,” segir Anna Tryggvadóttir, 63 ára hótelrekandi í Reykja- vík. „Þegar ég flutti frá Bandaríkjunum eftir 34 ára dvöl sá ég Island í nýju ljósi. í gegnum Margréti hef ég kynnst skemmtilegum kon- um sem ég hefði sjálfsagt aldrei haft tækifæri til að kynnast á ævinni.” I sama streng tekur Selma Hannes- dóttir, ein Gospelsystra, 65 ára: „Þetta er heimur út af fyrir sig,” segir hún. „Hér er kynslóðabil ekki til.” Svanfríður Gísladóttir þroskaþjálfi segist hafa geng- ið í gegnum erfiðleika í lífinu en fundið hamingjuna aftur í gegnum sönginn: „Það hefur gefið mér svo mikinn sálar- styrk að kynnast og vinna með Margréti að ég væri ekki það sem ég er í dag án Æft í miklum hita! Kvennakór Hafn' arfjarðar æfði úti í garði og Mar- grét Pálmadóttir kenndi sínum konum réttu hreyfingarnar. Margt var sér til gamans gert í _ ferðinni. Hér les einsöngvarinn Ólöf de Bont Ólafsdóttir í lófa. hennar. Hún kennir okkur ekki aðeins að syngja heldur kennir hún okkur líka hvað lífsgildið er mikils virði.” Sú yngsta í Gospelsystrum er Ástrós Elísdóttir, 16 ára. Hún syngur líka í Stúlkna- kórnum og segist hafa lært mikið af dvölinni á Ítalíu: „Það er frábært að fá tæki- færi til að æfa daglega,” segir hún og þegar hún er spurð um Margréti er ekkert hik: „Belissimo senjorina! - Hún er frábær manneskja og frá- bær kórstjórnandi.” ÍSLENSKAR RADDIR í KAÞÓLSKRI MESSU Þrír kaþólskir prestar í full- um skrúða ganga inn að alt- arinu, sveiflandi reykelsi. Blómin sem prýða altarið skipta hundruðum. En það er ekki fegurðin innandyra
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.