Vikan - 23.07.1998, Blaðsíða 22
upplýsist her^neð að bak
v f Jvið gervi Rizzo nevnist^ung
kona, Jóhanna Vigms/Sm-
ardóttir, nemandi . í LeiklistarskÖla
íslands. Jóhanna Vigdís er dóttir
hæstaréttarlögmannanna Guörúnar
Krlendsdóttur BB Arnar Clapen.
„ÞaðJcom aldrei til að ég fetajji í fót-
spor þeirrajfannst nóg að systir mín,
Guðrún Sésseíia gerðiá það; Fyrst
ætlaði ég mer aö'verða pfanóleikari,
síðan ákvað ég að verða söngkona,
en farin mig loks í leiklistinni.”
Það var niikið spáð og
spekúlerað í hléiiui áfrnm-
sýningu Grease í Borgar-
leikhúsinu liver hún vœri
eiginlega, dökkluera stutt-
klippta konan sein leikur
Rizzo, hörkutólið í þröngu
fötunum. Öllum kom saman
um að þarfœri frábœr leik-
og söngkona.
Jóhanna Vigdís segir það ómetan-
legt tækifæri fyrir unga verðandi
leikkonu að fá að spreyta sig á hlut-
verki Rizzo. „Hún er algjör frekja,
meira að segja strákarnir eru dauð-
hræddir við hana, en hún er ljúf og
góð inn við beinið. Mér finnst ég
þurfa að kafa djúpt og setja mig í
stellingar til að ná fram þessum
karakter, en mörgum vinum mínum
og skólafélögum finnst við ekki ólík-
ar. Það finnst mér ekki gott til af-
spurnar,” segir Jóhanna Vígdís hlæj-
andi.
Hér sýnir Jóhanna Vigdís okkur
hina hliðina á sér. Hún gæti ekki ver-
ið ólíkari hörkugellunni Rizzo þegar
hún er búin að taka ofan svörta hár-
kolluna og komin í rómantísk og
mjúk föt frá Lauru Ashley. Við vor-
um svo heppin að hún var stödd á ís-
landi hún Þórdís, bróðurdóttir Jó-
hönnu Vigdísar. Hún var svo góð að
gerast fyrirsæta með stóru frænku
sinni. Þórdís býr í London, ásamt
foreldrum sínum, Ólafi Arnarsyni
og Sólveigu Hreiðarsdóttur. Það er
aldrei að vita nema hún verði næsta
leikkonan í fjölskyldunni, alla vega
sýndi hún, svo ekki var um villst, að
hæfileikarnir eru til staðar.
$á<F- M
Köflóttar buxur kr. 5.800,- peysa kr.
4.980, klútur kr. 1.480, skór 1.950,-.
Gula pilsið hennar Þórdísar kostar kr.
Z.250,-, blússan kostar kr. 2.400,-.
V
22