Vikan


Vikan - 23.07.1998, Blaðsíða 30

Vikan - 23.07.1998, Blaðsíða 30
Til að ná sem mestum safa úr sítrónum, er gott að láta þær liggja fyrst í heitu vatni í nokkrar sekúndur... Gott ráð til að losna við að rúsínur klístrist er að frysta þær. Þá er auðvelt að ná þeim í sundur með höndunum án þess að þær klístrist... Hart hunang er gott að lina með því að láta krukkuna standa í potti með heitu vatni þar til hunangið hefur mýkst. Hrærið svo í því... Ef grænmeti hef- ur verið saltað of mikið við suðu, er gott ráð að setja hráa kart- öflu ofan í pott- inn í smá stund. Kartöflurnar drekka saltið í sig... Fljótlegasta leið- in til að mylja hnetur er að setja þær inn í hand- klæði eða kodda- ver og slá á þær með kjöthamri... Áttu þér eftirlæt- is kaffitegund sem þú hefur ekki efni á að kaupa oft? Ef svo er þá er ágætt að blanda eftirlætis tegundinni saman við „venjulegt”, ódýrara kaffi. Bragðið nær í gegn og þú sparar peninga... Nýmalað kafti á að geyma í ísskáp. Þannig helst það lengur ferskt og bragðmikið... Sumum finnst ljótt að sjá flesksneiðar (bacon) sem rúll- ast upp á endunum við steikingu. Klippið örlítið af endunum, þá verður það þráðbeint á pönnunni! Auðvelt er að skera sveppi jafnt með því að setja þá í eggja- skerara. Varist að leggja sveppi í vatn þar sem þeir drekka vatnið í sig. Skolið þá bara örlítið með köldu vatni... Ef þið óttist að pöddur komist í hveitið ykkar er ágætt ráð að koma hveitinu fyrir í ísskápnum... Eggjahvítur má frysta. Þannig geymast þær í upp undir eitt ár og ef þið affrystið of margar þeirra er óhætt að frysta þær aft- ur... Nuddið sítrónusafa á skurðarbretti, sem fiskur hefur verið skorinn á. Fiskilyktin festist þá ekki í brettinu... • ið tilnefnum í hverri Viku einhvern, sem á skilið / að fá Rós Vikunnar, að mati almennings eða ein- hvers sem þekkir viðkomandi. Tillögur berast til okkar úr öllum áttum og oft er vandi að velja úr hver verð- skuldar Rós Vikunnar hverju sinni. í þetta sinn bárust ábendingar um Rögnu Guðrúnu Benediktsdóttur, sem hef- ur búið á Sólvangi í Hafnarfirði í 40 ár. Ragna Guðrún kom sem ung kona til Hafnarfjarðar en veikindi gerðu það að verkum að hún ílentist á Sólvangi. Ragna Guðrún tekur hlutskipti sínu vel, er æðrulaus og sátt við lífið. Hún er því vel að rósunum komin en það eru ís- lenskir blómaframleiðendur sem senda Rögnu Guðrúnu tuttugu „First Lady” rósir. f/ÍÓtS Ragna Guðrún Benediktsdóttir Sólvangi Hörðuvöllum 220 Hafnarfirði Rós Vikunnar Þekkir þú einhvern sem á skilið að fá rós Vikunnar? Ef svo er, hafðu þá samband við „Rós Vikunnar, Seljavegi 2,101 Reykja- vík“ og segðu okkur hvers vegna. Einhver heppinn verður fyrir valinu og fær sendan glæsilegan rósavönd frá Blómamiðstöðinni Holl húsráð:
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.