Vikan - 23.07.1998, Blaðsíða 26
Það er liðin tíð að það þurfi að leita út fyrir landsteinana til að finna fjölbreytt úrval fallegra og/eða nýstár-
legra muna. Úrvalið í verslunum er með ólíkindum og vandinn sá helstur að þurfa að velja á milli, þegar velja
á gjöf sem gleður, nú eða til að kæta eigin lund eða auga.
Á meðfylgjandi myndum má sjá ýmsa muni sem eru ýmist nýir eða sniðugir, nema hvort tveggja sé.
UMSJÓN: HELGA MÖLLER
MYNDIR: GÍSLI EGILL HRAFNSSON
Það er alltaf skemmtilegt að eiga falleg sólgler-
augu. Þessi tvenn geta vart talist til þeirra hefð-
bundnari, en þau eru frá franska fyrirtækinu IDC
og fást í AUGANU í Kringlunni. Þau með rósunum
hlutu einmitt silfurverðlaun á Silmo-sýningunni í
París en það er ein stærsta gleraugnasýning í
Evrópu. Gleraugnaum-
gjarðir frá sama fyrirtæki
hlutu gullverðlaun sýning-
arinnar, hvort tveggja í
kjölfar þess að tveir ungir
hönnuðir réðust til
starfa hjá IDC.
Gleraugun með rósun-
um kosta kr. 10.540,-
en þau stjörnulaga kr.
9.380,-
Það er hentugt að geta
skipt um ól á úrinu sfnu og
breyta þannig um liti í stíl við
fatnað eða skap. ( MEBA í Kringlunni
fæst þetta fallega armbandsúr frá CITIZEN. Því fylgir
svört, blá, græn og rauð ól. Aðeins þarf að eiga lítið
skrúfjárn til að geta losað eina ól og fest á aðra og
úrið er sem nýtt. Verðið er kr. 11.800,-.
Litlu úrin sem bera skal á fingri eins og hring eru
skemmtileg og hvað vinsælust meðal ungra stúlkna.
Þau fást bæði silfur- og gulllituð og kosta kr. 2.900,-
Belti úr málmi
eru aftur
komin í
tísku. Þau liggja laust
utan um mjaðmirnar og
gefa t.d. einföldum, einlitum kjólum
fallegan svip. Þessi belti eru ítölsk, nánar til
tekið frá borginni Como, sem reyndar er þekktari
fyrir silki. Renato Balestra-silkislæðurnar, sem hér sjást, eru einmitt þaðan. Önnur
eru löng og mjó og kostar kr. 3.100,- en hin er löng en breið og kostar kr.
3.800,- Beltið með skúfnum kostar kr. 6.700,- en það sem er með mélunu
kostar kr. 4.990,- Allt þetta fæst í EVITU í Suð-
ur-Kringlunni.
Sterk-bleikur litur,
Barbf-bleikur, eins og
sumir kalla hann, er
að ryðja sér til rúms (
ýmsum tískuvörum í
sumar. Þessar
skemmtilegu töskur
eru fallegar og munu
fara vel við daufari sum-
arliti á fatnaði, svo sem hvítt
eða Ijósbleikt. Sú sem stendur kostar
kr. 2.899,- en sú sem liggur kr. 1.799,- Hattar
njóta einnig vaxandi vinsælda hér á landi. Hvíti hatt-
urinn er bæði sumarlegur og látlaus, en hann má
skreyta með því að binda fallega slæðu um hann. Við stillt-
um að vísu nýstárlegum fjaðrapennum á hann en þeir, eins og töskurnar og
hatturinn, fást í ACCESSORIZE í Kringlunni og kosta kr. 290,-. Hatturinn kostar
kr. 1.799,- ( versluninni má finna margar gerðir af höttum, klútum og töskum í
mörgum fallegum litum.
26