Vikan


Vikan - 23.07.1998, Blaðsíða 19

Vikan - 23.07.1998, Blaðsíða 19
másaga sem ég hef brennandi áhuga á. Að þessu sinni fann ég ekkert í blaðinu sem ég gat fest hug- ann við. Næsta blað sem ég dró fram var nýjasta tölublað Playboy. Tímarit sem ég laum- ast stundum til að kaupa þeg- ar ég er á ferðalögum en voga mér aldrei að koma með heim þar sem ég veit að konan mín hefur andúð á því og vill alls ekki að börnin okkar komist í það; kallar það klámrit og seg- ir að þeir sem skoði og lesi “svona” blöð hljóti að vera öf- uguggar. Það þýddi ekki einu sinni að verja sig með því að segja að viðtölin í þessu blaði væru meðal þeirra merkileg- ustu sem skrifuð væri í tímarit og að heimsþekktar stjörnur létu sig hafa það að fara í slík viðtöl. Ég var ekki búinn að fletta blaðinu lengi þegar ég rakst á myndskreytta grein um konur á Islandi. Annars hugar glugg- aði ég í greinina og þótt stúlk- urnar sem myndirnar væru af væru hver annarri fegurri fannst mér samt ekki mikið til þeirra koma. Fyrir augum mér dansaði sama mynd og áður. Sessunautur minn hafði breitt yfir sig blátt teppi og ég hélt að hún svæfi. Þótt ég væri að skoða blaðið skynjaði ég allt í einu að hún var að horfa á mig og þegar ég leit upp til hennar rétti hún úr sér, brá hendi upp að sólgleraugunum, dró þau fram á nefið og brosti til mín. Ég varð eins og smákrakki sem staðinn er að óknyttum og í fáti skellti ég blaðinu aft- ur. Þessi viðbrögð mín kölluðu á enn breiðara bros. Og þá ávarpaði hún mig loksins: “ Finnst þér þetta sennilegt? Trúir þú þessu?” “Þessu hverju?” stundi ég upp. “Að íslenskar konur séu eins og þeim er lýst í blaðinu!” Ég var ekki Súinn að lesa greinina og vissi ekki hvað hún var að tala um. Það eina sem komst að hjá mér var að nú væri ísinn brotinn. Ég spurði hana hvað hún ætti við en eina svarið sem ég fékk var enn breiðara bros en áður. Ég reyndi að halda samræðunum áfram, var óðamála og sagði henni að það væri svo sem lík- legt að ekki væri allt satt og rétt sem stæði í greininni. Spurði hvort hún væri sam- mála? Hvað hún hefði um málið að segja? En ég fékk ekkert svar. Aft- ur dró hún teppið upp undir höku, hallaði sér aftur og ann- að hvort svaf, eða þóttist sofa. En viðbrögð hennar urðu til þess að mynd af brosandi and- liti festist enn meira í huga mínum. Ég gekk enn lengra inn í bjargið. Til þess að reyna að vekja umræður aftur opn- aði ég tímaritið aftur og leyndi því nú ekkert að ég var að skoða myndirnar og lesa text- ann. Það sem þar stóð um ís- lenskar konur var svipað því sem ég hafði áður lesið um konur í blaðinu. Okkur miðaði áfram. Út um glugga vélarinnar sá ég að við vorum að fljúga inn í nýjan dag. Hann birtist fyrst sem lít- ið, rautt strik í næturmyrkinu. Rautt strik sem smátt og smátt stækkaði í myndarlegan ár- roða og loks í skínandi dags- birtu. Það var fyrst þegar til- kynnt var um að við værum að nálgast lendingu á Keflavíkur- flugvelli að ég uppgötvaði að þau áform mín að sofa og hvfl- ast á leiðinni höfðu farið al- gjörlega út um þúfur. En ég fann ekki fyrir þreytu. Ég fann heldur ekki fyrir neinum óþægindum þegar vélin fór að gefa frá sér aukahljóðin vegna lendingarinnar. Út um glugg- ann blasti við ótrúlega eyði- legt landslag og lítil þorp sem kúrðu niður við sjávarströnd- ina. Úti á sjónum voru skip á siglingu og það var eins og þau drægju hvítan slóða á eftir sér. Flugmaðurinn lenti vélinni mjúklega og henni var síðan ekið upp að flugstöðvarbygg- ingunni. Við vorum boðin vel- komin til íslands og lesnar upp upplýsingar til þeirra sem ætluðu að halda áfram. Flug- freyjan kom með jakkann minn og þegar ég var að koma mér í hann í þrengslunum reyndi ég að sæta lagi og snerta konuna, sessunaut minn. En það var eins og hún finndi á sér hver áform mín voru og vék sér frá mér. Hún leit ekki einu sinni til mín, hvað þá að ég fengi bros að skilnaði. Við röltum inn langan gang og inn í flugstöðvarbygging- una. Þar skildu leiðir mínar og huldukonunnar sem hafði leitt mig í bergið. Útundan mér sá ég að hún fór í gegnum vega- bréfskoðunina og hvarf síðan sjónum mínum. Ég fékk mér sæti í biðsalnum sem ætlaður var farþegum sem ætluðu í áframhaldandi flug. Viðdvölin átti að vera stutt. Þótt ég hefði verið sæmilega með sjálfum mér síðustu stundir flugsins helltist yfir mig undarlegur órói um leið og ég fékk mér sæti í biðsaln- um. Ég leit í kringum mig en allstaðar mætti mér sama sjón- in. Fallegt andlit, brún augu og bros. Úti fyrir blasti við undar- leg kúla með strýtulaga nefi í miðjunni. Jafnvel hún breyttist í konuandlit þegar ég festi á hana augu. “Flugleiðir tilkynna brottför til Kaupmannahafnar.” Málm- kennd hátalararödd. Hún nægði ekki til þess að vekja mig af dvalanum. Mínúturnar liðu. Ég bara sat þarna, hélt um skjalatöskuna mína og horfði út í loftið. “Þetta er lokaútkall á flugi til Kaupmannahafnar. Vin- samlegast gangið um borð um hlið númer þrjú.” Ég sat. Horfði og sá brún augu. Skyndilega var sem ég vakn- aði af dvalanum. Ég veit ekk- ert hvað stjórnaði gjörðum mínum. Ég gekk röskum skrefum að afgreiðsluborðinu, nefndi nafn mitt, sagði að ég hefði ætlað til Kaupmanna- hafnar, en nú hefði orðið breyting á ferðaáætlun minni. Ég þyrfti nauðsynlega að koma við á íslandi. Hvort unnt væri að breyta farseðlin- um? Ég hlustaði ekki á það sem afgreiðslukonan sagði. Ég tók undir mig stökk. Þaut niður stiga í afgreiðslunni og tróð mér fram hjá röð fólks sem var að bíða eftir tollafgreiðslu við útidyrnar. Það var slíkur asi á mér að ég sá að tollþjón- arnir veittu mér athygli en þeir létu mig afskiptalausan. Það var eins og ég gengi á ís- kaldan vegg þegar ég kom út. En jafnvel kuldinn skipti mig engu máli. Ég fann hann varla. Á flugstöðvarhlaðinu skimaði ég í kringum mig. Var hún far- in og ef svo var þá hvert? Beint fyrir framan útidyrnar var stórt bflastæði. Þangað skimaði ég. Og þar sá ég hana. Þangað hljóp ég við fót og var nærri orðinn fyrir rútu sem ók framhjá. Um leið og ég nálg- aðist hana sá ég að hún var ekki ein. Við hlið hennar stóð stór, luralegur, rauðbirkinn maður og hann var að koma töskunum hennar inn í jeppa. Ég áttaði mig ekki á þessu fyrr en ég var alveg kominn að þeim. Ráðþrota snarstansaði ég- Og þá leit hún á mig. Enn bar hún hönd upp að dökkum gleraugunum og dró þau fram á nefið og djúp, dökkbrún augu hennar horfðu beint á mig. Síðan færðist bros yfir andlit hennar. Hún horfði stöðugt á mig meðan hún opn- aði hurðina á jeppanum. Úm leið og hún steig inn í bílinn hætti hún að brosa og síðan kallaði hún nánast til mín: “ Finnst þér þetta sennilegt? Trúir þú þessu?” SMASAGNASA MKEPPNI VIKUNNAR Um tvöhundruð sögur bárust í smásagnasamkeppni Vikunnar og er dómnefnd nú að störfum. Hana skipa: Ingibjörg Haraldsdóttir, rithöfundur, Þórarinn Eldjárn, rithöfundur, og Sigríður Arnardóltir, rit- sljóri Vikunnar. í næstu Viku verður tilkynnt hver hreppir verðlaunin; tveggja vikna sólarlandaferð fyrir tvo til Portúgal með ferðaskrifstofunni Úrval-Útsýn. Vikan mun einnig verðlauna 5 góðar smásögur lil viðbótar og birtir þær í sumar. Misstu ekki af næslu Viku og sjáðu hver verður sigurvegarinn í smásagna- samkeppni Vikunnar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.