Vikan


Vikan - 23.07.1998, Blaðsíða 8

Vikan - 23.07.1998, Blaðsíða 8
Kynslóðabil ekki til: Hulda Bára Eysteinsdóttir, sú yngsta í Kvennakór Hafn- arfjarðar, Lára Guðmundsdóttir, sem er elst í kórnum, og Elísabet Siemsen, fulltrúi meðalaldursins! urnar mæta á æfingar dag- lega, minnst klukkustund á dag. Aðbúnaðurinn er góð- ur, enda hefur Armando hóteleigandi keypt píanó sérstaklega fyrir þessar æf- ingar. Starfsfólk hótelsins kallar Margréti aldrei annað en „Grande Margarita” og „Bella Margarita” og oftar en ekki gleymir það vinnu sinni, lygnir aftur augunum og hlýðir á söng íslensku kvennanna. Þær segjast læra heilmikið af dvölinni, enda gefst þeim ekki færi á að fá þjálfun á hverjum degi heima. Þar hefur vinna, barnauppeldi og heimili forgang: „Ég er búin að sjá að ég verð aldrei of gömul til að syngja!”, segir Þóra Sigurðardóttir grunnskólakennari, sem syngur með Gospelsystrum. Hún er rúmlega fertug, en það er meðalaldur í báðum kórum. Lára Guðmundsdóttir er elst í Kvennakór Hafnarfjarðar, er að verða 69 ára og geislar af gleði: „Ég get ekki lýst því hvað söngur- inn gefur mér mikið,” segir hún. Margrét fékk fregnir af veikindum Guðrúnar Katrínar og för forsetahjónanna til Banda- ríkjanna. Hér kveikir hún á kerti fyrir for- setafrúna í kaþólskri kirkju í bænum Monte- rosse, enda Guðrún Katrín líklega á sömu stundu að leggjast inn á sjúkrahús. SEKTARKENND GERIR VART VIÐ SIG Það er strax á öðrum degi sem hægt er að sjá að mörgum þeirra reynist ekki auðvelt að „fara að heiman”, fljúga til Italíu og gleyma því sem heima bíður. Við síma- klefana myndast biðraðir. Ein er með tárin í augunum og segist ekkert skilja í sér að hafa farið: „Barnabarnið mitt er svo veikt heima,” seg- ir hún. „Ég hefði átt að verða eftir”. Önnur hringir til að fá fregnir úr jarðarför frænda síns: „Nú líður mér svo illa að hafa ekki fylgt honum,” og sú þriðja hefur áhyggjur af börnunum „þótt þau eigi að heita uppkom- in!” Þegar myrkrið leggst yfir kemur sektarkenndin upp. Eftir tvo daga í viðbót hafa þær uppgötvað að þær verðskulda sjö daga dvöl á Italíu: „Maðurinn minn er alltaf í ferðum til útlanda. Aldrei spyr hann hvernig standi á fyrir heimilinu; hann bara fer þegar hann þarf. Þetta er í fyrsta skipti sem ég fer frá öllu!” Önnur kona bendir á að það sé ekki bara hollt fyrir konur að gera eitt- hvað fyrir sjálfar sig; þetta geri líka heilmikið fyrir heimilisfólkið og bendir á hvað sagt var við hana í sím- ann: „Nú allt í einu sáu þau ýmsa hluti sem „mamma hafði alltaf gert” og enginn tók eftir fyrr en núna, þegar mamma er á Italíu að syngja!”. SÖNGUR ER GÓÐUR FYRIR SÁLINA Konurnar sem rætt er við segja að mestu skipti hversu mikla orku og lífsfyllingu söng- urinn færi þeim og allar eru þær sammála um að hversu þreyttar sem þær mæti á æf- ingar, komi þær endurnærð- ar og hvfldar af æfingunni: „Maður fær kraft við það að syngja,” segir Elísabet Siem- sen, 43 ára framhaldsskóla- kennari, sem söng áður með Háskólakórnum en lagði sönginn á hilluna í næstum 15 ár: „Barnauppeldið hafði forgang!” segir hún. „Þótt maður hafi mikið að gera með stórt heimili og börn þá gerir söngurinn það að verk- um að maður gleymir áhyggjum hversdagsins. Það að fara í svona kórferð til út- landa kennir okkur að virða betur hver aðra og við sjáum vel hér að við erum hluti af kór en ekki einhverjar prímadonnur. Þetta er gott fyrir sálina”. Ingibjörg Þorvaldsdóttir grunnskólakennari segir að ferð af þessu tagi skipti máli, sérstaklega þegar um svo ungan kór er að ræða, eins og Gospelsystur: „Við kynnt- umst vel; þetta eru yndisleg- ar konur sem gaman var að kynnast og ég reikna með að hópurinn verði samstilltari þegar við byrjum að æfa í haust”. Klukkan er sjö að morgni. Margrét Pálmadóttir kór- stjóri stekkur fram úr rúm- inu eftir 5 klukkustunda svefn, hellir upp á sterkt espresso kaffi og lítur yfir áætlun dagsins: „Við skoðum Flórens í dag og æfum í kvöld,” segir hún. Það er ótrúlegt að fylgjast með henni. Hún er strangur kórstjóri og gefur konunum ekkert eftir á æfingunum; stundum finnst manni meira að segja nóg um þegar hún stöðvar þær hvað eftir annað eftir fyrstu laglínuna: „Stelp- ur! Standið ekki svona hokn- ar!!! Stopp! Hvar er lífið í ykkur?!” Utan æfinganna er hún hins vegar vinkona þeirra, kát og glöð, leiðbein- ir um allt sem hugsast getur, enda er þetta heimur sem hún þekkir vel. í Flórens höfum við vart sest, eftir skemmtilega og fróðlega gönguferð í fylgd Christian Carrara leiðsögu- manns, þegar lófatak glymur við á torginu. „NÚ er verið að klappa fyrir ykkur!” - Nei, ekki var það heldur svo í þetta skiptið. „Sáuð þið 8
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.