Vikan


Vikan - 23.07.1998, Blaðsíða 51

Vikan - 23.07.1998, Blaðsíða 51
aði á að selja ritföng og pappír en færði fljótlega út kvíarnar og bætti skartgrip- um við vöruúrvalið. 1850 var útibúið fræga, sem Audrey heimsótti um morgunverðar- tíma, opnað í París. Sonur Charles Louis Comfort kaus að fara aðrar leiðir en hann var listmálari. Árið 1875 byrjaði hann tilraunir með að vinna nytjahluti úr gleri og hóf rekstur eigin gler- verksmiðju þremur árum síðar. Þar voru framleiddir hinir frægu Tiffany's lampar og skálar sem njóta mikilla vinsælda í dag og seljast eins og heitar lummur í antíkverslunum í Reykjavík. Verslanir, sem verða til vegna verka eins hönnuðar, selja líka og enn þann dag í dag vörur merktar stofnand- anum þótt aðrir hönnuðir hafi fyrir löngu tekið við. Dorothy Perkins er ein slíkra. Laura Ashley er önn- ur og búðir sem selja vöru- merki þeirra hafa sprottið upp út um allan heim. Body Shop byggir á ákveð- inni hugmyndafræði um um- hverfis- og dýravernd en sér- hannaðar umbúðir og yfir- bragð allra verslananna gera þær auðþekkjanlegar. Anne stofnaði og veitir verslunar- keðjunni enn forstöðu þótt sérstakir umboðsmenn fari með reksturinn í hverju landi fyrir sig. í flestum stórborgum úti í heimi eru verslunargötur sem algjör nauðsyn er að ganga eftir. Oftast nær hefur hefðin skapað þeim sess. Byggð hefur hafist við ákveðinn kjarna og síðan þanist út frá honum en kjarninn áfram hýst stærstu og elstu verslanirnar. Ox- fordstræti, Princes Street og Fifth Avenue eru götuheiti sem nánast hvert mannsbarn kannast við. Ef stunda á menningarlegt búðaráp af einhverri alvöru hér á Islandi er miðbærinn staðurinn. Upphaf verslunar í Reykjavík var við Strand- götu sem seinna var nefnd Hafnarstræti. Síðar tók Austurstræti, eða Langa- stétt, við hlutverki aðalversl- unargötunnar. Laugavegur- inn var upphaflega hugsaður sem aðalgatan út úr bænum og til að auðvelda fólki leið- ina að Þvottalaugunum í Laugardal en fljótlega fóru húsin við götuna að rísa og þá jafnframt verslanir að spretta upp. Laugavegur 1 var byggður árið 1848 og hefur verslunin Vísir verið þar til húsa síðan. Hattabúð Reykjavíkur og Hattabúðin Hadda eru nán- ast leiðarmerki í borginni, jafnlengi og þær hafa starf- að. Hattabúðin Hadda var stofnuð árið 1928 af Halldóru Pétursdóttur og var fyrst til húsa að Skóla- vörðustíg 2. I árdaga búðarinnar var hatta- saumur blómleg iðn- grein og voru reknar átta hattabúðir í Reykjavík. Tengdar þeim öllum voru saumastofur og þar höfðu íslenskar hatta- gerðarkonur vinnu. Hattasaumur var kenndur við Iðnskól- ann og nýjasta hattat- ískan var sótt til London og Parísar einu sinni á ári. Þá þótti kona varla klædd almennilega nema hún væri búin að setja upp hatt og enginn mætti til jarð- arfarar án þess að hafa höfuðfat. í Veltusundi 3 er úraverslun Hermanns Jónssonar en úrsmið- ur hefur verið til húsa í þessu verslunarplássi allt frá 1887 að Magn- ús Benjamínsson stofnaði verslunina og byggði húsið. íslenskir úra- og F , gullsmiðir reka gjarn- k)æða an verslanir sínar undir eigin nafni. Gullsmíðaverslun Jóns Sigmundssonar var t.d. stofnuð 1930, Jón og Óskar, Frank Michaelsen og ótal fleiri dýrgripaverslanir er að finna á Laugaveginum. Sum- ar þessara verslana eru fjöl- skyldufyrirtæki og önnur kynslóð að taka við. Dver- hagir listamenn, Hjálmar Torfason og sonur hans Torfi, reka orðið saman gull- smíðaverkstæði sem Hjálm- ar stofnaði. Annað stórt fjöl- skyldufyrirtæki við Lauga- veginn er Hans Petersen sem er stórveldi í íslensku við- skiptalífi. Annars einkennir Lauga- veginn öðru fremur fjöl- breytnin. Verslanir og veit- ingastaðir koma og fara. Að henda reiður á breytingum og vöruvali hlýtur að vera mikil vinna. Oft hefur verið dáðst að því hversu mikið og vel íslendingar nostra við heimili sín. Þegar mynduð eru híbýli sumra kemur stöðugt á óvart hversu margt fallegra rnuna er þar að finna og oft óskiljanlegt að hægt hafi verið að safna saman svo mörgum sérstökum hlut- um á ekki lengri tíma en sem nemur hluta úr mannsævi. Almennur áhugi á búðarápi og góð ástundun þeirrar tómstundaiðju er sennilega hluti af skýringunni. Kringluna er að verða eins og kirkjuferðir voru sig upp og koma tii að sýna sig og sjá aðra. gamla daga. Menn 51
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.