Vikan


Vikan - 23.07.1998, Blaðsíða 40

Vikan - 23.07.1998, Blaðsíða 40
Viðtal og myndir: Þröstur Haraldsson / Fólk tárfellir þegar þaó sér nafn afa og ömmu - Vigdís Esradóttir upplýsingafulltrúi Vesturfarasetursins á Hofsósi fékk tíu þúsund gesti í fyrrasumar Hann skein við sólu Skaga- fjörðurinn þegar blaðamað- ur Vikunnar var þar á ferð fyrir skömmu. Erindið var að hitta konu sem uppvaxin er í Kópavoginum en búin að koma sér fyrir á Hofsósi og er farin að upplýsa gesti og gangandi um vesturferðir ís- lendinga. Vigdís Esradóttir heitir konan og ber starfs- heitið upplýsingafulltrúi Vesturfarasetursins. En hvernig bar það til að hún Dísa eins og heimurinn kall- ar hana lenti á Hofsósi? "Það er nú dálítið skondin saga. Þannig var að ég fór norður í Fljót í silungsveiði með Einari manninum mín- um þar sem við dvöldum í góðu yfirlæti í tvo daga. A leiðinni suður spurði Einar hvort ég hefði komið á Hofs- ós. Nei, það hafði ég ekki gert og hann vildi því endi- lega sýna mér staðinn, það væri svo fallegt þar. Það þarf ekkert að orðlengja það að ég heillaðist af staðnum. Þetta var bjartur og fagur ágústdagur og sólstafir yfir Skagafirði. Ég er ekki vön að finna neitt á mér en þarna fékk ég allt í einu á tilfinn- inguna að ég ætti eftir að kynnast þessum stað töluvert náið. Og við skunduðum í kaupfélagið til að taka púls- inn því þar slær stundum hjartað í þorpunum á lands- byggðinni. I kaupfélaginu hittum við Valgeir Þorvaldsson á Vatni sem er smiður og ferðaþjón- ustubóndi og maðurinn á bak við Vesturfarasetrið. Ég fer strax að dásama fegurð staðarins og spyr í hálfkær- ingi hvort hann hafi ekki eitthvað handa mér að gera. Hann hélt það nú, nýbúinn að útbúa auglýsingu í Morg- unblaðið þar sem óskað er eftir upplýsingafulltrúa fyrir Vesturfarasetrið. Ég skelli auðvitað upp úr og slæ mál- inu upp í grín. Svo kveð ég Valgeir og við Einar höldum suður á bóginn. Á miðri Holtavörðuheiði rennur það upp fyrir okkur að við höfum ekki sagt eitt aukatekið orð frá því að við yfirgáfum Hofsós. Við skotr- um augunum hvort á annað og Einar segir: Ert þú að hugsa það sem ég er að hugsa? Ætli það ekki bara, segi ég, þetta er kannski tækifæri til að flytja aftur út á land. Við bjuggum norður á Ströndum þegar börnin okk- ar voru lítil og kenndum þar í Klúkuskóla í þrjú ár. Við höfum alltaf saknað þessa tíma því það blundar í okkur báðum talsverð sveitaróm- antík. Eftir að hafa hugsað málið í nokkra daga hringdi ég í Val- geir og hann bauð mér strax að koma norður til að máta upplýsingafulltrúastólinn. Ég sló til og sé ekki eftir því. ” Aö leita rótanna Og hvað felst í því að vera upplýsingafulltrúi? "Það er nú ýmislegt. Ég þarf að veita ættfræðiþjón- ustu og gefa afkomendum Vestur-íslendinganna sem haldbestar upplýsingar um ættir þeirra og uppruna og hvar þeir geti helst leitað rót- anna hér á landi. Ég hjálpa þeim að finna núlifandi ætt- ingja til að heimsækja, en auk þess veiti ég almennar upplýsingar um sögu vestur- ferða og annað sem tengist því efni. Við erum að byggja upp bókasafn hér í setrinu þar sem almenningur og fræðimenn geta haft sem greiðastan aðgang að hvers konar efni tengdu vestur- ferðum og vesturförum. Fólk á að geta komið á Hofsós, dvalið hér í nokkra daga og grúskað." Vigdís er menntaður kennari og lauk prófi sem tónmenntakennari fyrir nokkrum árum. "Ég flutti til Ameríku og bjó þar í eitt ár og eftir þá dvöl öðlaðist ég loksins kjark sem mig skorti þegar ég var yngri til að taka inntökupróf
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.