Vikan


Vikan - 23.07.1998, Blaðsíða 33

Vikan - 23.07.1998, Blaðsíða 33
Uppskrift Vikunnar fenguni við að þessu sinnifrá Margréti Hall- gríms, Ijósmóð- ur, sem gengur œvinlega undir nafninu „Magga í Hvammi.” Þessir snúðar eru hentugir við hvaða tilefni sem er, ekki síst í bamaafmœlum þar sem krökkum finnst gott að hafa eitthvað í höndunum sem ekki er of sœtt! Þessa snúða er mjög auðvelt að baka. Nói-Síríus sendir Margréti stóran konfektkassa í þakkarskyni. MÖGGUSNÚÐAR Ca. 48 snúðar: 50 g ger 150 g smjör eða smjörlíki 5 dl mjólk 1/2 tsk. salt 1-1/4 dl sykur 1 tsk. kardimommudropar Ca. 1 1/2 l hveiti Bræðið smjörið og hellið mjólkinni saman við og hitið að 37°. Setjið svo gerið sam- an við. Blandið saman salti, sykri, kardimommudropun- um og meirihlutanum af hveitinu og hellið vökvanum yfir. Þetta er svo hnoðað létt og restin af hveitinu sett saman við. Síðan er deigið sett í skál, viskustykki breitt yfir og látið hefast í 30-40 mínútur. Þá er deigið aftur hnoðað létt, það sett á hveitistráð borð og því skipt í tvo hluta. Það er látið standa í nokkrar mínútur meðan fyllingin er búin til. Fylling: 75 g smjör eða smjörlíki (ekki úr kœli) 3/4 dl strásykur ca. 1 msk. kanill Deigið er flatt út og gert af- langt. Smjörinu er smurt á deigið, sykri og kanil bland- að saman og stráð yfir deig- ið. Deiginu er rúllað þétt saman og það skorið í tveggja cm breiða bita. Snúðunum er raðað á smurða plötu og látnir hefast í ca. 30 mín. undir visku- stykki. Hitið ofninn í ca. 250°. Penslið snúðana með eggi og stráið skrautsykri yfir. Bakist í 5-7 mínútur. Hvernig væri að gauka gómsætri uppskrift að okkur á Vikunni og við sendum glaðning frá Nóa Síríus um hæl, sem þakklætisvott fyrir þær uppskriftir sem birtast. Best væri ef mynd af réttinum fylgdi með og nafnið á þeim sem á að fá glaðninginn. „Get ég fengið uppskriftina? Vikan, Seljavegi 2,101 Reykjavík“. NÓI SÍRÍUS
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.