Vikan


Vikan - 23.07.1998, Qupperneq 33

Vikan - 23.07.1998, Qupperneq 33
Uppskrift Vikunnar fenguni við að þessu sinnifrá Margréti Hall- gríms, Ijósmóð- ur, sem gengur œvinlega undir nafninu „Magga í Hvammi.” Þessir snúðar eru hentugir við hvaða tilefni sem er, ekki síst í bamaafmœlum þar sem krökkum finnst gott að hafa eitthvað í höndunum sem ekki er of sœtt! Þessa snúða er mjög auðvelt að baka. Nói-Síríus sendir Margréti stóran konfektkassa í þakkarskyni. MÖGGUSNÚÐAR Ca. 48 snúðar: 50 g ger 150 g smjör eða smjörlíki 5 dl mjólk 1/2 tsk. salt 1-1/4 dl sykur 1 tsk. kardimommudropar Ca. 1 1/2 l hveiti Bræðið smjörið og hellið mjólkinni saman við og hitið að 37°. Setjið svo gerið sam- an við. Blandið saman salti, sykri, kardimommudropun- um og meirihlutanum af hveitinu og hellið vökvanum yfir. Þetta er svo hnoðað létt og restin af hveitinu sett saman við. Síðan er deigið sett í skál, viskustykki breitt yfir og látið hefast í 30-40 mínútur. Þá er deigið aftur hnoðað létt, það sett á hveitistráð borð og því skipt í tvo hluta. Það er látið standa í nokkrar mínútur meðan fyllingin er búin til. Fylling: 75 g smjör eða smjörlíki (ekki úr kœli) 3/4 dl strásykur ca. 1 msk. kanill Deigið er flatt út og gert af- langt. Smjörinu er smurt á deigið, sykri og kanil bland- að saman og stráð yfir deig- ið. Deiginu er rúllað þétt saman og það skorið í tveggja cm breiða bita. Snúðunum er raðað á smurða plötu og látnir hefast í ca. 30 mín. undir visku- stykki. Hitið ofninn í ca. 250°. Penslið snúðana með eggi og stráið skrautsykri yfir. Bakist í 5-7 mínútur. Hvernig væri að gauka gómsætri uppskrift að okkur á Vikunni og við sendum glaðning frá Nóa Síríus um hæl, sem þakklætisvott fyrir þær uppskriftir sem birtast. Best væri ef mynd af réttinum fylgdi með og nafnið á þeim sem á að fá glaðninginn. „Get ég fengið uppskriftina? Vikan, Seljavegi 2,101 Reykjavík“. NÓI SÍRÍUS

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.