Vikan


Vikan - 23.07.1998, Blaðsíða 14

Vikan - 23.07.1998, Blaðsíða 14
Lífsreynsb^a ga eðvitað þunglyndi |í þjóðfélaginu; áberandi per- rgir hrífast af. lur og opinn og þekktur fyrir ið setjumst niður til að ræða iem varð á lífi hans á síðasta Itt „gamli persónuleikinn" sé ftur, þá er hann breyttur. Hann í rúmt ár og segist enn eiga iitt ár eftir á lyfjum. Án þeirra lið. ”p: g hef alltaf haft það orð á mér að vera lífs- 1 glaður og iðulega ver- ið spurður að því hvort ég sé alllaf í góðu skapi. Það er sagt að það hafi einkennt mig hversu jákvæður ég sé í garð lífsins og til hugmynda um nýja hluti; alltaf til í að prófa eitthvað nýtt. í fyrra breyttist ýmislegt hjá mér. Ég fór að verða andvaka. Ég vinn mik- ið og hreyfi mig mikið og oft var ég úrvinda þegar ég komst upp í rúm, en það var sama hvað ég reyndi, ég gat ekki sofnað. Ég hélt kannski að ég væri of orkuríkur til að ná svefni, en svo fór ég að finna fyrir óþægindum með andvökunni. Ég svitnaði heil ósköp og það sem verra var, það fór að búa um sig kvíða- hnútur í maganum á mér. Ég gat ekki fundið neina ástæðu fyrir þessu. Fjárhagur og hjónaband var í góðu lagi, ekki hafði ég áhyggjur af börnunum og ég var í skemmtilegri vinnu sem veitti mér mikla gleði. Að auki átti ég góða og nána vini. Þetta ágerðist þar til svo var komið að ég, sem alltaf hafði átt auðvelt með að umgang- ast fólk og tala við það, var farinn að forðast að hitta fólk. Ég var orðinn mannafæla. Ég var hættur að geta horft fram- an í fólk og gat engan veginn tjáð mig. Þegar síminn hringdi heima á kvöldin fékk ég sting í magann og gerði allt til að losna við að svara í sím- ann. Þegar dyrabjöllunni var hringt „panikeraði” ég og ef ég sá einhvern sem ég þekkti niðri í bæ þá forðaði ég mér inn í næstu verslun til að þurfa ekki að tala við viðkomandi. Ef nágrannar mínir voru að koma heim á sama tíma og ég ók ég hring um hverfið og beið færis á að komast inn á auðan sjó; að þurfa ekki að ræða við neinn. Þetta hljóm- ar fáránlega en svona var þetta. Orkulaus og áhugalaus Ég gerði mér enga grein fyrir af hverju ég lét svona. Mér fannst ekkert vera að, þannig lagað séð. Ég var bara áhuga- laus um allt og alla og rakaði mig í mesta lagi einu sinni í viku - ef ég hafði þá orku til þess. Bíllinn minn, sem alltaf hefur verið stolt mitt, drabb- aðist niður. Konan mín vissi ekki hvað var að gerast. Hún hélt helst að ég væri yfir- keyrður af vinnu og það mætti kenna ofþreytu um þessa breytingu. Hlutir eins og þeir að þvo upp uxu mér í augum og fjölskyld- an skildi ekkert í áhugaleysi mínu í garð þeirra og heimil- isins. Þetta var andlegur doði. Ég þurfti að taka mér tak til að komast fram úr á morgn- ana og þá skildi ég vel þegar fólk lagðist í kör í gamla daga! Ef ég hefði ekki verið svona ábyrgðarfullur gagnvart starfinu hefði ég hreinlega ekki farið á fætur oftar... ísinn brotinn ísinn brotnaði þegar vinur minn, sem hafði þjáðst af þunglyndi, hringdi til mín og bauð okkur hjónunum með börnin í sumarbústað. Um nóttina, þegar allir voru sofn- aðir nema við tveir, spurði hann mig hvað væri að. Hann sagðist sjá hjá mér mjög mik- il hættumerki; þau sömu og hann hafði gengið í gegnurn áður en hann fékk hjálp. Þessa nótt horfðist ég í augu við það að ég þyrfti að leita mér hjálpar. Ég fór til heimilislæknisins míns og lagði spilin á borðið. Hann hlustaði þögull á mig lýsa síðustu mánuðunum í lífi mínu og sagði svo: „Gerirðu þér grein fyrir að þú ert að lýsa fyrir mér þunglyndi á háu stigi?” Hann skrifaði upp á lyf handa mér og þegar ég rétti fram lyfseðilinn í apó- tekinu, lyfseðil sem hljóðaði upp á geðdeyfðarlyf, fannst mér ég vera með blý í báðum fótum. Nú var það „opinbert” að ég væri þunglyndissjúk- lingur. Þegar ég kom heim með lyfin settist ég niður og grét. Það voru fyrstu tárin sem ég felldi. Get ekki án lyfjanna ver- ið Nú hef ég tekið lyfin í eitt ár - að undanskildum nokkrum dögum í vor. Þá fannst mér ég vera orðinn albata, var orð- inn eins og spói að hoppa í heiði. Sólin skein, mér leið vel með fjölskyldunni og vinnuálagið var hæfilegt. Ég setti lyfjaglasið inn í skáp - og 14
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.