Vikan


Vikan - 23.07.1998, Page 44

Vikan - 23.07.1998, Page 44
Björn þór Viðtal: Þórunn Stefánsdóttir Myndir: Reynir Lyngdal B L Ó M L E G l/ R í BARCELONA Þeir ótalmörgu íslendingar sem hlusta á morgunútvarp Rásar 2 hafa eflaust saknaö þess aö heyra ekki rólega og yfir- vegaöa rödd Björns Þórs Sigbjörns- sonar undanfarna mánuöi Hlustendur komust að því að hann var farinn úr landi, alla leið til Spánar, þegar hann fór að senda vikulega pistla heim til íslands frá Myllu- torgi í Barcelona. En hvað er hann að gera þar? „Okkur hjónin langaði nú bara ein- faldlega að breyta til, prófa að búa einhvers staðar ann- ars staðar en á íslandi. Við ákváðum svo að fara hingað til Barcelona, það kom eng- inn annar staður til greina eftir fyrri kynni okkar af borginni. Barcelona er ynd- isleg borg, stórborg miðað við Reykjavík, en lítil borg miðað við t.d. París og London og vinaleg eftir því. Fólkið hérna finnst mér af- skaplega gott og það er ein- faldlega frábært að vera hérna.” Það hljóta að vera mikil viðbrigði fyrir morgunhana sem er vanur að vakna eldsnemma morguns að flytja til lands þar sem eng- um heiðvirðum manni dettur í hug að opna augun fyrr en langt er liðið morguns. Björn viðurkennir að það hafi tek- ið sinn tíma að venjast því. „Það verður nú að segjast al- veg eins og er að ég var svo- lítinn tíma að venjast því að sofa út. Ég er vanur því að vakna kl. 4:30 alla morgna, líka í sumarfríum, þá vakna ég eldsnemma til að fara á sjó til að veiða þorsk. Fyrst í stað hafði ég mikið sam- viskubit að sofa lengur á morgnana, fannst ég alltaf vera að sofa yfir mig. En eft- ir svona 2-3 vikur fannst mér nú orðið bærilegt að vakna svona seint. Nú lifi ég eins og Spánverji, siestan er tekin mjög hátíðlega, ég legg mig á daginn, fer seint að sofa og nýt þess afskaplega vel.” Sú spurning leitar á hugann hvort Björn hlusti grannt á útvarp þeirra heimamanna og komi ef til vill með hug- myndir þaðan þegar hann sest aftur við hljóð- nemann á Islandi. „Ég hlusta nú ekki mikið á útvarp hérna, alla vega ekki morgunútvarp, á þeim tíma er ég aldrei þessu vant steinsofandi! Önnur ástæða er auðvitað sú að ég skil þá ekki. En á daginn hlusta ég á tónlistarrás sem leikur tónlist svipaða þeirri sem leikin er á Rás 2. Auðvitað verð ég fyrir einhverjum áhrifum, en hversu lengi þau vara veit ég ekki. Hlustendur taka örugg- lega eftir því fyrstu vikurnar, og jafnvel mánuðina og von- andi árið, að ég hafi verið í burtu, tekið mér frí og kynnst annars konar mann- lífi.” Björn Þór segist oft hugsa til íslands en geti ekki sagt að hann sakni þess beint. „Ég sakna Ríkisútvarpsins, en það er gott að fá tækifæri til að komast í burtu og breyta til. Vinnuveitendur mínir gáfu mér 5 mánaða leyfi og ég er þeim ákaflega þakklátur fyrir það. Ég hlakka til að byrja aftur að þeim tíma liðnum. Það er gott að vinna á útvarpinu með öllu því góða og hæfi- leikaríka fólki sem starfar þar.” Tveir Islendingar sem sitja saman á dimmu sumarkvöldi í Barcelona renna óhjá- kvæmilega huganum heim til bjartra sumarnótta á Islandi. „Þetta er auðvitað fáránleg- ur tími til að vera burtu frá íslandi. Ég sakna þess að komast ekki á sjóinn frá Hjalteyri með ömmu, eins og ég hef gert í hverju sumarfríi hingað til. Næst þegar ég kem til Barcelona verður það að hausti til. Vonandi verður það strax á næsta ári.” 44

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.