Vikan - 29.03.1999, Page 7
Texti: Halla Bára Gestsdóttir Myndir: Gunnar Sverrisson
Ebba Særún
Brynjarsdóttir
(173 sm) er sautján ára. Ebba er frá
Akureyri og er í 1. bekk í Mennta-
skólanum þar. Áhugamál hennar
snúast um handbolta en Ebba spilar
með meistaraflokki KA. Það er fé-
lagsskapurinn sem heillar hana mest
í sambandi við þátttöku í fegurðar-
samkeppninni og hún er ekki í vafa
um að eitthvað muni hún hafa upp
úr þessu. „Sjálfstraustið eykst,“ segir
hún, ...“og við lærum heilmikið um
heilbrigt líferni sem kemur sér vel
fyrir mig í sambandi við íþróttirnar."
Keppnisskapið er ekki það sama í
þessari keppni og í handboltanum
hjá Ebbu, hér segist hún ekki fá rauð
spjöld, það sé kostur. „Ég er ekki
með hugann við það að ég ætli að
vinna eins og hugsunin er í hand-
boltanum," segir hún með áherslu.
Erla Jóna
Einarsdóttir
(168,5 sm) er frá Húsavík. Hún verður tvítug á
árinu og mun útskrifast sem stúdent frá
Menntaskólanum á Akureyri í vor. Aðspurð um
áhugamál segist hún teikna mikið og lesa.og
svo er ég að reyna að dútla eitthvað á snjó-
bretti. Ég geri nú lítið annað en detta enn sem
komið er,“ segir hún hlæjandi. Erla hefur aldrei
haft sérstakan áhuga á að taka þátt í fegurðar-
samkeppni eingöngu vegna þess að ...“tilhugs-
unin um hrökkbrauð og kotasælu var ekki heill-
andi.“ Möguleikar Erlu á að vinna keppnina fel-
ast í því.hvað hún ber sig vel,“ kalla stelp-
urnar fram í meðan spjallið við Erlu fer fram.
„Nei, frekar í því hvað ég er skemmtileg," kallar
hún til þeirra á móti. „Mér þykir aldrei leiðinlegt
að vera ein með sjálfri mér.“
Myndatakan fór fram í Vaxtarræktinni á Akur-
eyri, stúlkurnar voru farðaðar af Maríu Þórs-
dóttur og Guðbjörgu Erlingsdóttur með förð-
unarvörum frá Body Shop Colourings og fat-
aðurinn sem þær klæðast er frá Sportveri á
Akureyri.
Freydís Helga
Arnadóttir
(170,5 sm) er Akureyringur og útskrifast
sem stúdent frá Menntaskólanum 17. júní.
Hún er 21 árs og aldursforsetinn í hópn-
um. „Mér finnst það furðulegt því ég er
rétt tilbúin í það núna að taka þátt í þess-
ari keppni. Ég er að klára skólann í vor og
það er ekkert sérstakt fram undan hjá mér
en mér finnst aðeins þurfa að hugsa um
það þegar maður ákveður að vera með í
keppni sem þessari." Áhugamái Freydísar
eru líkamsrækt og ferðalög. „Ég hef líka
mikinn áhuga á öllu tengdu börnum og
langar að verða leikskólakennari eða Ijós-
móðir. En kannski ég verði bara flugfreyja
þar sem mig langar að leggjast í ferða-
lög!“ Hvað skyldu dómararnir í keppninni
eiga að hafa í huga þegar þeir velta Frey-
dísi fyrir sér? Það er létt yfir henni þegar
hún svarar: „Ég er svo falleg frá náttúr-
unnar hendi."
Vikan 7