Vikan


Vikan - 29.03.1999, Qupperneq 7

Vikan - 29.03.1999, Qupperneq 7
Texti: Halla Bára Gestsdóttir Myndir: Gunnar Sverrisson Ebba Særún Brynjarsdóttir (173 sm) er sautján ára. Ebba er frá Akureyri og er í 1. bekk í Mennta- skólanum þar. Áhugamál hennar snúast um handbolta en Ebba spilar með meistaraflokki KA. Það er fé- lagsskapurinn sem heillar hana mest í sambandi við þátttöku í fegurðar- samkeppninni og hún er ekki í vafa um að eitthvað muni hún hafa upp úr þessu. „Sjálfstraustið eykst,“ segir hún, ...“og við lærum heilmikið um heilbrigt líferni sem kemur sér vel fyrir mig í sambandi við íþróttirnar." Keppnisskapið er ekki það sama í þessari keppni og í handboltanum hjá Ebbu, hér segist hún ekki fá rauð spjöld, það sé kostur. „Ég er ekki með hugann við það að ég ætli að vinna eins og hugsunin er í hand- boltanum," segir hún með áherslu. Erla Jóna Einarsdóttir (168,5 sm) er frá Húsavík. Hún verður tvítug á árinu og mun útskrifast sem stúdent frá Menntaskólanum á Akureyri í vor. Aðspurð um áhugamál segist hún teikna mikið og lesa.og svo er ég að reyna að dútla eitthvað á snjó- bretti. Ég geri nú lítið annað en detta enn sem komið er,“ segir hún hlæjandi. Erla hefur aldrei haft sérstakan áhuga á að taka þátt í fegurðar- samkeppni eingöngu vegna þess að ...“tilhugs- unin um hrökkbrauð og kotasælu var ekki heill- andi.“ Möguleikar Erlu á að vinna keppnina fel- ast í því.hvað hún ber sig vel,“ kalla stelp- urnar fram í meðan spjallið við Erlu fer fram. „Nei, frekar í því hvað ég er skemmtileg," kallar hún til þeirra á móti. „Mér þykir aldrei leiðinlegt að vera ein með sjálfri mér.“ Myndatakan fór fram í Vaxtarræktinni á Akur- eyri, stúlkurnar voru farðaðar af Maríu Þórs- dóttur og Guðbjörgu Erlingsdóttur með förð- unarvörum frá Body Shop Colourings og fat- aðurinn sem þær klæðast er frá Sportveri á Akureyri. Freydís Helga Arnadóttir (170,5 sm) er Akureyringur og útskrifast sem stúdent frá Menntaskólanum 17. júní. Hún er 21 árs og aldursforsetinn í hópn- um. „Mér finnst það furðulegt því ég er rétt tilbúin í það núna að taka þátt í þess- ari keppni. Ég er að klára skólann í vor og það er ekkert sérstakt fram undan hjá mér en mér finnst aðeins þurfa að hugsa um það þegar maður ákveður að vera með í keppni sem þessari." Áhugamái Freydísar eru líkamsrækt og ferðalög. „Ég hef líka mikinn áhuga á öllu tengdu börnum og langar að verða leikskólakennari eða Ijós- móðir. En kannski ég verði bara flugfreyja þar sem mig langar að leggjast í ferða- lög!“ Hvað skyldu dómararnir í keppninni eiga að hafa í huga þegar þeir velta Frey- dísi fyrir sér? Það er létt yfir henni þegar hún svarar: „Ég er svo falleg frá náttúr- unnar hendi." Vikan 7
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.