Vikan


Vikan - 29.03.1999, Page 41

Vikan - 29.03.1999, Page 41
Texti: Halla Bára Gestsdóttir Myndir: Gunnar Sverrisson _____________________ 1 Æ'tí _ Guðrún Jóhannesdóttir prjónar ýmislegt fleira en sokka og vettlinga Þeir sem eru duglegir að prjóna, langar að breyta að- eins til og snúa sér að öðru en peysum, hosum og vettlingum, ættu að líta á nýjasta verk Guðrúnar. Hún tók sig til og prjónaði hús- ganginn um buxurnar, vest- ið, brókina og skóna og setti upp í fallega 11 mr Guðrún með barnabarnið Guðmund Örn. í stað þess að gefa bókina í leikskóla, og láta börnin læra húsgang- inn, þá lenti hún upp í hillu því hún þótti of fín fjrir litla fíngur. I dag eru það barna- börnin sem fá ! að skoða bók- ina hjá ömmu. 'pphaflega ætlaði ég mér að gefa verkið til leikskóla svo að krakkarnir gætu flett bók- inni og lært þennan hús- gang, en hún þótti of fín fyr- ir margar litlar hendur, þannig að hún er komin upp í bókahillu hjá mér,“ segir Guðrún sem í dag sýn- ir barnabörnunum afrakstur verks síns. Guðrún fékk hugmyndina að prjónuðum húsgangi fyr- ir mörgum árum þegar hún var að læra að vefa. Þá lang- aði hana til að vefa vísu í teppi, en það var hægara sagt en gert, og erfitt að finna til húsgang sem rúm- ast gæti sem mynstur í teppi. Hún prófaði því að prjóna teppi og festa utan á það prjónuð föt skv. vísunni og hugmyndin gekk upp þó Guðrún væri ekki alveg nógu ánægð með verkið. Það blundaði því alltaf í henni að koma vísunni frá sér og í vetur lét hún verða að því. „Ég ákvað að prjóna fötin sem nefnd eru í vísunni, setja þau upp á harðspjöld og láta bindaþau inn af bókbindara. Ég hafði enga fyrirmynd þegar ég byrjaði á verkinu, þetta var eitt- hvað sem ég spann upp úr mér og ég prjónaði úr því garni sem ég átti til. Svona eftir á að hyggja þá er ég bara ánægð með hvernig til tókst,“ segir Guðrún sem áreiðanlega reynir að finna sér annan húsgang að prjóna en vísuna: Buxur, vesti, brók og skór, bœtta sokka nýta, húfutetur, húlsklút þó, háleistana hvíta. Húsgangurinn kem- ur vel út í bók og hver veit nema ann- ar prjónaður hús- gangur eigi eftir að líta dagsins ljós inn- . an tíðar. Hér eru sýnishorn úr bókinni hennar Guðrúnar. Vikan 41

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.