Vikan - 29.03.1999, Side 51
Úr myndasafni
Fróöa. Fyrir-
sætan á mynd-
inni tengist ekki
efni sögunnar.
„sonar míns“. Það var svo
margt sem passaði ekki inn
í mynstrið. Eg fór að for-
vitnast urn ættingja mömmu
hans og var fyrr en varði
kominn á fullt í einhvers
konar njósnastarfsemi að
því er mér fannst. Og það
stóð allt heima, þessi dreng-
ur gat varla verið sonur
okkar tveggja nema það
væri einhvers staðar gen
sem við þekktum ekki.
Ég barðist lengi við sjálf-
an mig. Atti ég að þegja og
halda áfram að vera pabbi
litla drengsins sem mér var
farið að þykja svo vænt um?
Var það honum til góðs að
vera rangfeðraður bara af
því að mér þótti vænl um
hann? Hvað nreð mig,- átti
ég að borga meðlag öll þessi
ár ef ég var ekki faðir hans?
Og hvað ef ég eignaðist
önnur börn seinna?
Ég ákvað að tala við
mömmu hans og segja
henni að ég vildi að það
yrðu teknar blóðprufur til
að kanna hvort drengurinn
væri rétt feðraður. Hún
sleppti sér alveg. Fyrst rak
hún mig á dyr og hótaði
mér að ég fengi aldrei að sjá
hann framar. Næsta skipti
grét hún og spurði hvernig
ég gæti gert barninu þetta
eftir öll þessi ár. Ég sagði
henni mína skoðun og að ég
héldi að það væri barninu
ekki til góðs að vera rang-
feðrað alla ævina. Ég sagði
henni líka að ef hún sam-
þykkti þetta ekki með góðu
þá myndi ég fara aðrar leið-
ir þótt ég vissi ekki einu
sinni sjálfur hvort þær væru
til. Eftir nokkra unrhugsun
samþykkti hún þetta og
blóðprufan var gerð á okk-
ur öllum þrem.
Biðin eftir niðurstöðunum
var mér rosalega erfið.
Stundum vonaði ég að þær
týndust, stundum vonaði ég
innilega að hann væri sonur
minn og stundunr bað ég
þess eins að niðurstaðan
mætti verða okkur til góðs
hvernig sem hún yrði.
En niðurstöðurnar komu
mér ekki á óvart þótt þær
væru ekki alveg klárar. Það
voru hverfandi líkur á að
drengurinn væri sonur
minn. Okkur var sagt að
það væri hægt að gera ná-
kvæmari blóðprufur erlend-
is og ég þáði það. Enn hófst
bið og sú var ekki skárri en
sú fyrri. Niðurstaðan úr
henni var skýr. Ég átti ekki
barnið.
Sú martröð sem á eftir
fylgdi var ólýsanleg. Ég var
uppfullur af einhverjum
undarlegum söknuði og ég
var ofboðslega reiður út í
konuna sem átti sök á
þessu, - mömmu hans. Hana
hlaut að hafa grunað allan
tímann að ég ætti ekki barn-
ið, hvernig gat hún gert
þetta? Var hægt að leyfa sér
að„velja“ föður að barni
sínu á þennan hátt?
Verst var samt að taka á
skilnaðinum við „son
minn“. Það varð að segja
honum frá þessu, hann var
orðinn það þroskaður. Það
var miklu betra að gera
þetta á þessu stigi en seinna
og það var ég sem tók að
mér þetta erfiða hlutverk.
Ég gleymi aldrei hvað það
var mér erfitt. Hann var hjá
mér um helgi og ég sagði
honum að ég væri ekki „al-
vöru“ pabbi hans, hann ætti
annan pabba en við mynd-
um samt alltaf vera vinir.
Hann vildi ekki skilja þetta
og sagði að ég væri víst al-
vöru pabbi sinn þótt ég ætti
ekki heima hjá honum. Rétt
áður en hann sofnaði tók
hann um hálsinn á mér og
sagði eins og til að hugga
mig: „Þú er samt pabbi
nrinn“. Ég grét sjálfur eins
og krakki þetta kvöld og
ákvað að láta aðskilnaðinn
lesandi segir
Jóhönnu
Harðardóttur
sögu sína
Vilt þú deila sögu þinni
með okkur? Er eitthvað !J
sem hefur haft mikil áhrif ý
á þig, jafnvel breytt lífi |
þínu? Þér er velkomið
að skrifa eða hringja til
okkar. Við gætum fyllstu
nafnleyndar.
gerast hægt.
Eftir þetta fækkaði þeim
skiptum sem við hittumst.
Ég tók hann áfram með
mér heinr stundum og
nokkrar helgar fékk hann
að vera hjá „pabba og
ömmu“ eins og hann kall-
aði okkur mæðginin. „Son-
ur minn“ óx svo frá mér á
tæpu ári. Mamma hans gift-
ist aftur þetta sama ár og
nýi maðurinn gekk honum í
föðurstað. Mér þótti samt
alltaf vænt um hann og við
héldum áfram að heilsast á
götu. Ég missti alveg af
honum í nokkur ár og hitti
hann fyrir nokkrum árunr í
flugvél á leið til Kaup-
mannahafnar, hann var þá
orðinn 18 ára gamall. Við
tókum leigubíl saman og þá
kynntunrst við eiginlega upp
á nýtt. Ég spurði hvort
hann væri búinn að fyrir-
gefa mér að hafa skilið
svona við hann. Hann játaði
því og svaraði mér einhvern
veginn á þennan hátt: „Ég
er feginn að þetta kom upp
nreðan ég var svona lítill, ég
hefði ekki vilja lenda í
þessu eftir að ég var byrjað-
ur í skólanum“.
Þetta er eitthvað það
besta sem hefur verið sagt
við mig urn dagana og mér
þykir ennþá nrjög vænt um
þennan dreng þótt ég eigi
nú önnur börn.
Mciiiiilisf'an}>ift cr: Vikan
- „Líf'srcvnslusai>a“, Scljavcinir 2,
101 Rcykjavík,
Ncfl'aiij*: vikaii@frodi.is