Vikan


Vikan - 29.03.1999, Blaðsíða 56

Vikan - 29.03.1999, Blaðsíða 56
Hverju svarar lœknirinn ? I’orsK'iim Njálssoii heiinilislæknir Er ég með asma? Kœri Þorsteinn Ég er 13 ára stelpa og æfi mikið íþróttir. Ég er alveg sannfærð um að ég sé með asma því ég á stund- um mjög erfitt með önd- un, sérstaklega þegar ég er að hlaupa í fótbolta sem er aðaláhugamálið mitt. Ég þarf ekki að hlaupa nema smá stund þá á ég strax erfitt með að anda. Þetta gerist helst þegar ég er að hlaupa úti. Hvað á ég að gera?? Hvernig get ég fengið að vita hvort ég sé með asma? Ég hef heyrt að ef maður þvær sér mjög mikið geti það leitt til asma. Er það satt?? 13 ára kvk. Kœra 13 ára Áreynsluasmi er þónokk- uð algengur, en eins og orð- ið bendir til stafar hann af áreynslu. Asmi er mjög al- gengur og oft erfitt að átta sig á því hvað hefur sett hann af stað. Hægt er að fá asma við að skokka, taka á í íþróttum og jafnvel í sundi. Fjöldi asmatilfella fer vax- andi í heiminum og stafar það líklega af vaxandi mengun, líka á Islandi. Við asma dragast berkjurnar í lungunum saman og það verður erfiðara fyrir loftið að komast að og frá lungun- um. Þú verður þá fljótt móð og þreytt og heyrir jafnvel hvæs við öndunina. Meðferð er nokkuð ár- angursrík við áreynslu- bundum asma, sk. púst eða innsogslyf sem læknir ávísar 'ém fyrir þig. Ég ráðlegg þér að leita læknis til að fá með- ferð við þessum einkennum þínum sem benda til áreynslubundins asma. Þú átt ekki að gefast upp á íþróttunum. Kveðja Þorsteinn Þarf alltaf að standa í vinnunni Kœri lœknir Ég er kona sem er að verða fimmtug. Ég á mjög erfitt með að sofa á nóttunni vegna verkja í fótunum. Þessir verkir leiða upp að hnjám. Þar sem ég vinn er lítið sest niður, en ef ég fer í sund eða heita potta þá nærri hverfa verkirnir. Ég hef stundum sett púða undir fæturna á nóttunni og þá finn ég ekki eins fyrir verkjunum. Ég finn ekkert fyrir verkjunum á daginn. Hvað er til ráða? Ein nieð verki Sœl Fótaverkir eru mjög al- gengt vandamál. Þeir eru al- gengir á nóttunni og eru ástæður ekki alltaf augljós- ar, en langar stöður og setur gera ástandið verra. Stöður á hörðu gólfi eru slæmar og kyrrstaða líka. Oft er ráð- lagt að prófa að standa á mjúku, t.d. gúmmímottu, eða skipta öðru hverju um skó í vinnunni. Öll hreyfing er af hinu góða, göngutúr eftir vinnu eða í hádeginu getur dregið úr einkennum. Stundum stafa fótaverkir af sink- og fólínsýruskorti og þá er gott að taka þau vítamín inn. Einnig er oft mælt með því að taka kalk og magnesíum fyrir svefn, allt að 1000 milligrömm af kalki og 500 til 1000 milligrömm af magnesíum. Ráðlegt er að draga verulega úr eða hætta að neyta koffíndrykkja (kaffi, te, gos- drykkir). Þá er ráðlagt að hætta öllum reykingum ef þú ert með fóta- verki, en reykingar hafa slæm áhrif á blóðflæði til fótanna. Það er sjaldgæft að nokkur lyf virki á fótaverki, helst eru það þó parkinson- lyf, róandi lyf og almenn verkjalyf. Ef ekkert af þessu virkar á þig er rétt að leita læknis. Stundum eru fóta- verkir einkenni annarra sjúkdóma, sykursýki, skjald- kirlilsvandamála, nýrna- sjúkdóma eða gigtarsjúk- dóma. Gangi þér vel Þorsteinn Spurningar má senda til „Hverju svarar læknirinn?“ Vikan, Seljavegi 2, 101 Reykjavík. Farið er með öll bréf sem trúnaðarmál og þau birt undir dulnefni. 56 Vikan
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.