Vikan


Vikan - 22.06.1999, Qupperneq 8

Vikan - 22.06.1999, Qupperneq 8
Texti: Margrét V. Helgadótir Myndir: Hreinn Hreinsson ífinu núna o siöunda him Þeir eru margir sem reka upp stór augu þegar þeir taka bensín í Shellstöðinni í Borgarnesi. Þar stendur engin önnur við dæluna en Unnur Halldórs dóttir, einn ötulasti talsmaður foreldra fyrir bættum skóla. Hún hóf sitt sjötta líf síðastlið ið haust þegar hún flutti ásamt sínum heittelskaða í sveitasæluna og sér ekki eftir því. Sagan á bak við flutning- inn í Borgarfjörð er ekki löng. Eiginmaður Unn- ar, Hjörtur Árnason, var rekstrarstjóri hjá Shell um árabil og þekkti því bensín- stöðvarnar á landsbyggðinni vel. Hann tók við rekstrinum fyrir tveimur árum en Unnur var ekki tilbúin að flytja strax með honum. Hún þurfti að ljúka verkefnum fyrir Heimili og skóla auk þess sem yngsta barnið var ennþá í framhalds- skóla. Síðastliðið haust fluttu foreldrarnir endanlega að heiman, eins og þau segja sjálf. Þau yfirgáfu börnin sín, en ekki börnin hreiðrið, eins og gerist hjá flestum öðrum. Börnin eru fjögur, á aldrin- um 20-27 ára. Unnur og Hjörtur er ekki ennþá búin að fá það virðingarhlutverk að vera amma og afi en tvær kan- ínur eru næstar því að teljast til barnabarna. Unnur gaf sér tíma til að setjast niður með kaffi og súkkulaði í örskamma stund og segja lesendum Vikunnar frá viðburðaríku lífi sínu. Það er ekki úr vegi að spyrja fyrst um það hlutverk sem Unnur er þekktust fyrir. Hver er saga samtakanna Heimili og skóli og af hverju fór hún að starfa með samtök- unum? „Svavar Gestsson, fyrrver- andi menntamálaráðherra, vildi efla foreldrahreyfinguna í landinu. Hann hafði þá kenningu að ef foreldrarnir myndu rísa upp og krefjast betri skóla fyrir börnin sín, þá yrðu stjórnmálamenn að setja peninga í skólamálin. Til að foreldrar gætu risið upp yrðu þeir að sameinast og fylkja liði. Við vorum nokkur sem vorum send í hringferð um landið til að kanna jarðveginn fyrir stofnun landssamtaka. Eg var svo lánsöm á þeim tíma að geta hrint þessum draumi í framkvæmd og eiga þátt í að móta samtökin en þau byggjast á einstaklingsað- ild, eins og Neytendasamtök- in. Við stofnuðum Heimili og skóla 1992 og ég var formaður og framkvæmdarstjóri fyrstu fjögur árin. Jónína Bjartmars tók við formennskunni árið 1996 en ég sat sem fram-
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.