Vikan


Vikan - 22.06.1999, Síða 20

Vikan - 22.06.1999, Síða 20
Amma eftir Oldu Sigurðardóttur, verðugur fulltrúi handverkshópsins Komin upp úr kjallaranum Handunnið veski úr hlýra- roði og barmnælur eftir Borgnýju Gunnarsdóttur, eina af Koltrufélögum. Ásta Kristinsdóttir með lopapcysu utanum pclann. Skalin er eftir Kristbjorgu Bjarnadóttur. APingeyri við Dýra- fjörð er starfandi hópur af handverks- fólki sem fer ört vaxandi. Frá því að Koltra var stofnuð 1995 af 14 félögum hefur félaga- fjöldinn sem og fjölbreytni handverksins aukist með hverju árinu sem líður. Nú er svo komið að fastur kjarni í Koltru eru 30-40 manns, kon- ur og tveir karlar. Þetta fólk er á aldrinum allt frá fimmtán ára að sjötugu. Handverkið frá þeim hefur farið víða, á sýningu í Perlunni, að Hrafna- gili og nú síðast á Skíðaviku ísfirðinga fyrir þrem árum síð- an. Þetta er kappsamur hópur sem hefur þanið sig úr hóf- sömu húsnæði, sem var kjall- ari grunnskólans upp í að koma sér fyrir í fyrrverandi skrifstofuhúsnæði Kaupfélags Þingeyringa. Til stendur að kaupa húsnæði undir starf- semina. Áður fyrr var hand- verkið sýnt á sumrin og tekið saman að sumarlokum en frá því að starfsemin var flutt í núverandi hús- næði hefur verið meira og minna opið allt árið. Koltra varð til eftir heimsókn atvinnuráð- gjafa sem kom í heimsókn til Þingeyr- ar og hvatti til stofn- unar hópsins. Með til- komu Koltru hefur gefist tækifæri til að veita fólki innsýn í frjóan jarðveg hand- verks af ýmsu tagi sem hentar til margs konar brúks eða til tækifærisgjafa. Mikil ásókn er- lendra sem innlendra ferðamanna hef- ur ýtt undir enn meiri áhuga á hand- verkinu, þó ekki sé enn kominn grundvöll- ur til að lifa af því einu saman. 20 Vikan Texti og myndir: Egill Egilsson

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.