Vikan


Vikan - 22.06.1999, Page 24

Vikan - 22.06.1999, Page 24
24 Vikan Þegar ekið er eftir Óshlíðinni í áttina til Bolungarvíkur er ekki laust við að hroll setji að manni við þá tilhugsun að skriða færi skyndilega af stað úr hinum ógnandi hlíðum sem teygja sig langt upp eftir himinfestingunni. Þegar nær dreg- ur Bolungarvík hverfur hrollurinn með öllu þegar staðnæmst er nálægt Ósvör, en þar fyrir neðan, í flæðarmálinu, gefur að líta mjög óvenjulegt sjóminjasafn. Fyrir safninu, alklæddur í föt frá nítjándu öld, í brók og stakk, fer safnvörðurinn Geir Guð- mundsson. Hann hefur verið safnvörður frá því að safnið var byggt á árunum 1989-1990. Eftir að hafa rölt með mig um og sýnt mér öll verkfærin sem notuð voru á tímum árabátanna, tyllum við okkur á grasbrún og hverfum á vit sögunnar innan um torfklædd húsin, fjarri sið- menningu nútímans. Safnið er byggt af Bolungarvíkurkaupstað. Þetta er sjóminja- safn og er megnið af mununum úr Bolungarvfk. Tilgangurinn með þessu safni er að segja sögu verstöðvanna alveg frá því á landsnámstíð og fram til síðustu aldamóta. Attæringuinn sem er hérna var smíðaður fyrir Byggðasafn Vestfjarða af Jóhanni Bjarnasyni árið 1945, en hann var útvegsbóndi og formaður. Báturinn var síðan varðveittur í Byggðasafninu þangað til hann var fluttur hingað. „Það hvílir á herðum mínum öll leiðsögn um safnið enda gjörþekki ég öll áhöld því ég réri á svipuðum bát þegar ég var 11 ára gamall. Alla þessa reynslu og verkkunnáttu hef ég upplif- að, þannig að ég fer ekki með neitt fleipur þegar ég fræði menn um safnið. Frásögnin miðast við að fræða fólk um liðna atvinnu- hætti, sjósókn á þessum tíma. Bolungarvík er elsta verstöðin sem vitað er um á landinu," segir Geir. „ Fötin sem ég klæðist eru úr segldúk. Þegar girt er með reipi þá er það kallað að klofbinda. Fötin frá þessum tíma voru úr rakaðri rollugæru sem síðan var lýsi borið á. Oft þoldu menn ekki lýsislyktina og brugðu því á það ráð að leggja kopar í vatn og lögurinn af koparnum var borinn á gallann." „Það hefur orðið mikil aukning milli ára hvað varðar aðsókn að safninu. Ósvör er orðin þekkt bæði hér heima og erlendis, mest þó í Þýskalandi. Öllum þessum hlutum sem eru hérna hef ég safnað í gegnum tíðina, alveg frá því að ég var unglingur. Mig langar að geta þess að hér er oft mikil um- ferð ferðamanna og það er alveg aðdáunar- vert hversu vel er gengið um hérna af þessurn hópum. Hvað tekur við þeg- ar ég hætti veit ég ekki. En það væri vonandi að einhver gæfi sig fram til að halda áfram að uppfræða fólk. í sjálfu sér væri ekkert verra að hafa aðstoð- armann, það er alltof stíft að standa í þessu einn þegar umferðin er mest." „Fötin sem ég klæðist eru úr segldúk. Þegar girt er með reipi er það kallað að klof- binda." Texti og myndir: Egill Egilsson

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.