Vikan


Vikan - 22.06.1999, Qupperneq 25

Vikan - 22.06.1999, Qupperneq 25
Tíu ráð til að gera daginn fullkominn! Hentu vekjaraklukkunni. Ef þú þarft á slíkri klukku að halda bendir það til þess að þú fáir of lítinn svefn. Áður en Edison fann upp ljósaperuna svaf fólk oftast tíu tíma nætursvefn en í dag meg- um við teljast heppin ef við náum sjö tímum samfleytt. Það er lík- amanum nauðsynlegt að fá a.m.k. átta tíma svefn. Ef þú neyðist til að nota vekjaraklukku þá skaltu ekki stóla á „snústakkann" til að fá að sofa örlítið lengur heldur skaltu frekar stilla vekjaraklukk- una þannig að hún hringi hálftíma seinna en venjulega og þá vaknar þú endurnærð eftir samfelldan svefn. Gerðu teygjuæfingar. Áður en þú ferð á fætur skaltu setjast ró- lega upp í rúminu, færa þig að rúmbríkinni og teygja á hrygg þannig að höfuð þitt og handlegg- ir hangi máttlausir í átt að gólfinu. Ef þig verkjar í mjóbakið er gott að leggjast á bakið í rúminu, láta handleggina liggja beint út frá öxl- um, draga hné að brjóstum og sveigja síðan fætur til skiptist á vinstri og hægri hlið án þess að mjaðmir fylgi með. Þessi teygja framkallar mikla vellíðunartilfinn- ingu. Stuð í sturtunni! Á meðan tært íslenskt vatnið fossar niður eftir bakinu á þér, stilltu þá vatnskran- ann til skiptis á heitt og kalt vatn. Þetta kemur hressilegri hreyfingu á blóðrásina og morgunslenið er á bak og burt. Gefðu þér góðan tíma til þess að njóta morgunverðar. Fyrsta máltíð dagsins á að vera upp- spretta orku sem á að endast langt fram eftir degi. Ef þú ert búin að fá leið á hefðbundnu morgun- korni eða jógúrt, prófaðu þá að setja hnetusmjör á ristað brauð til tilbreytingar. Nýlegar rannsóknir benda til þess að hnetusmjör dragi úr kólesterólmyndun og við- haldi HDL sem er „góða" kól- esterólið. Borðaðu heilsusamlegan auka- bita eins og epli eða banana. Hentu vekjara- klukkunni. Ef þú þarft á slíkri klukku að halda bend- ir það til þess að þú fáir of lítinn svefn. Reyndu að hafa hemil á sykur- löngun því þó að sykur gefi orku og kraft þá er það skammvinn sæla sem endar með því að þú verður slöpp og jafnvel syfjuð. Settu þér raunsæ markmið sem eru auðveld í framkvæmd. Skrif- aðu hjá þér eitthvað sem hefur verið að ónáða þig undanfarið en slepptu því alveg að skrifa langa lista. Hreinsaðu til í ruslaskúff- unni, borgaðu einn reikning sem er fallinn í gjalddaga eða skrifaðu bréf sem þú varst búin að lofa að gera í fyrra. Það mun koma þér á óvart hversu vel þér líður á eftir. Dekraðu við sjálfa þig. Kauptu rósavönd í uppáhaldslitnum þín- um; handa sjálfri þér. Það er talið að blóm í nánasta umhverfi manns minnki spennu, dragi úr neikvæðri orku og auki á ánægju og jákvæðni. Gefðu hinu enda- lausa aðhaldi í matarræði frí í einn dag, farðu á spennandi veitinga- hús og pantaðu það sem þig virki- lega langar í. Slepptu því bara að heilsa upp á vigtina næstu tvo daga. Það er enginn skaði skeður með þessu. Hækkaðu tónlistina þína í botn. Rétta tónlistin getur aukið endor- fínflæði, dregið úr sársauka og komið þér í mikið stuð. Með hátt stilltri tónlist getur þú látið gamm- inn geysa og tekið villt dansspor á stofugólfinu. Slepptu sjónvarpinu í einn dag. Samkvæmt rannsóknum hafa at- hafnir sem ekki krefjast nokkurr- ar hreyfingar eða einbeitingar, eins og að horfa á sjónvarp, slæm áhrif á lífsgleði fólks. Farðu í gott bað. Heitt bað er dásamleg leið til að ná góðri slök- un og innri ró. Tilvalið er að setja 2 lavenderolíu út í baðvatnið þar g. sem hún dregur úr spennu, pirr- $ ingi og höfuðverk. Þurrkið húðina “ vel á eftir, berið gott rakakrem á g allan líkamann, farið í þægileg náttföt og skríðið upp í rúm með i góða bók. Ekki sakar að vera ný- c búin að skipta á rúminu með rúm- « fötum sem hafa hangið til þerris úti á snúru allan daginn. Vikan 25
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.