Vikan


Vikan - 22.06.1999, Side 26

Vikan - 22.06.1999, Side 26
Texti: Margrét V. Helgadóttir Myndir: Hreinn Hreinsson Bjössaróló fcllur vel inn í fagurt umhverH Borgarness. Á bak við kletta og hús í Borgarnesi má finna óvenjulegan og athyglisverðan róluvöll. Fyrir stressaða fjöl- skyldufeður sem að öllu jöfnu bruna bara í gegnum Borgarnes, er upp- lagt að taka sér hvíld frá akstrinum og leita að Bjössa- róló. Nestið og góða skapið geta gert kraftaverk á þess- um einstaka stað. Leiktækin eru harla óvenjuleg enda óhætt að fullyrða að Bjössaróló sé óhefðbundinn róluvöllur. agan á bak við Bjössaróló er sú að Björn Guðmundsson, hugsjónamaður með meiru, hóf að smíða öðruvísi leik- tæki. Hann gaf bænum leik- tækin og þeim var komið fyrir á Vesturnesinu í Bogar- nesi. Eftir að Bjössi fór á elli- heimili hélt hann áfram að smíða leiktæki og eru ein- hver þeirra einmitt fyrir utan elliheimilið. Til að komast að Bjössar- óló þarf að aka í gegnum bæinn. Aðalgatan heitir Borgarbraut og síðan tekur Brákarbraut við af henni. Tekin er hægri beygja af Brákarbrautinni inn götu sem heitir Skúlagata og hún ekin eins langt og hægt er. Eftir að bílnum hefur verið lagt tekur nokkrar mínútur að komast á róluvöllinn en merkingar eru góðar og heimamenn vita að sjálf- sögðu allir hvar Bjössaróló er að finna. I næstu Borgarnesferð er upplagt að leita róluvöllinn uppi og leika sér. Bjössaróló er bæði fyrir börn og full- orðna. 26 Vikan

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.