Vikan - 22.06.1999, Page 29
Við ákváðum að borða
saman á hótelinu og ég stað-
hæfi að það sé ekki til róm-
antískari né fallegri staður í
heiminum en Þingvellir á
fögru haustkvöldi í þoku.
Eftir matinn gengum við
niður að vatninu og héld-
umst í hendur eins og það
væri eðlilegasti hlutur í
heimi. Við kysstumst á smá-
bátabryggjunni og snerum
aftur upp á hótel til að taka
okkur herbergi. Nóttin var
yndisleg og sömuleiðis næsti
dagur. Við eyddum mestum
tíma uppi á herbergi en þess
á milli reikuðum við um
þennan fallega stað í sælu-
vímu.
Það kann að hljóma und-
arlega í eyrum margra en ég
leiddi aldrei hugann að
manninum mínum og börn-
unum. Ég gat ekki hugsað
um annað en hann og
hversu vel okkur leið sam-
an. Mér þótti allt sem hann
gerði og sagði aðlaðandi og
gat ekki fengið nóg af hon-
um. Hann er sá blíðasti og
tillitssamasti maður sem ég
hef kynnst um ævina.
Á sunnudagskvöld héld-
um við í bæinn aftur og ég
keyrði hann út á flugvöll á
mánudagsmorguninn. Ég
grét alla leiðina heim og
varð hvað eftir annað að
keyra út í vegkantinn þegar
grátköstin urðu of yfirþyrm-
andi. Þegar maðurinn minn
kom heim var ég enn að
reyna að jafna mig. Fyrstu
vikurnar var ég fyrtin og
leiðinleg við hann en hann
tók það á sig og bað mig af-
sökunar á hversu lítið hann
hefði sinnt mér og fjölskyld-
unni. Hann lofaði bót og
betrun og sagði að héðan í
frá skyldi hann sjá til þess að
vinnan hefði ekki algjöran
forgang. Ég sagði honum að
Lesandi segirfrá
þetta væri ekki eingöngu
honum að kenna heldur
bættist líka við óánægja mín
með aðgerðarleysið.
Ég dreif mig síðan í nám í
fagi sem ég hef alltaf haft
áhuga á og fékk upp úr því
ágæta vinnu. Börnin uxu úr
grasi og Bretinn, vinur
minn, varð ekki annað og
meira en fjarlæg minning
sem ég tók fram að ylja mér
við af og til. Fyrir nokkrum
árum missti ég svo manninn
minn og þá vaknaði forvitni
mín að vita hvað hefði orðið
um manninn sem gaf mér
svo mikið á sínum tíma. Ég
ákvað að fara í ferðalag til
Englands með vinkonu
minni og nota tækifærið til
að leita hann uppi.
Ég mundi heimilisfangið
og bað vinkonu mína að
bíða á kaffihúsi í bænum
meðan ég færi með leigubíl
að húsinu sem var í útjaðri
bæjarins. Ég hringdi bjöll-
unni og kona á svipuðum
aldri og ég kom til dyra. Ég
spurði eftir manninum og í
Ijós kom að hann bjó þarna
enn. Ég fékk mikinn hjart-
slátt og skalf öll meðan ég
beið þess í dyrunum að
hann kæmi fram. Þegar
hann loks birtist létti mér
mikið. Gamli neistinn var
slokknaður. Hann var að
vísu enn aðlaðandi og kurt-
eis maður en engar ástríður
kviknuðu. Hann þekkti mig
strax, bauð mér inn og
kynnti mig fyrir seinni konu
sinni sem hafði komið til
dyra. Við áttum jafnmargt
sameiginlegt og áður og
gekk eins vel að spjalla sam-
an og forðum. í dag eru
þessi hjón vinafólk mitt og
ég og minn gamli elskhugi
erum í skemmtilegu bréfa-
sambandi hvort við annað.
Minningin um helgina okkar
er jafnbjört en það er eins
og það hafi verið annar
maður og önnur kona en við
tvö sem þá gistu á hótel Val-
höll."
lesandi segir
Steingeroi
Steinarsdóttur
sögu sína
Vilt þú deila sögu þinni
meö okkur? Er eitthvað
sem hefur haft mikil áhrif
á þig, jafnvel breytt lífi
þínu? Þér er velkomiö
að skrifa eða hringja til
okkar. Við gætum fyllstu
nafnleyndar.
I leiniilislanj>iO cr: Vikan
- „Lílsreynslusaga", Seljavt‘í>ur 2,
101 Kcykjarík,
Netfang: vikan@írodi.is