Vikan


Vikan - 22.06.1999, Page 37

Vikan - 22.06.1999, Page 37
Get ég fengið uppskriftina? Freistandi fiskisúpa Anna Sóley Sveinsdóttir gaf Vik- unni uppskrift að gómsætri fiski- súpu sem er mjög góð og matar- mikil. Hún hentar sem forréttur en það er alls ekki síðra að hafa hana sem aðalrétt. Við þökkum Önnu Sóleyju fyrir og að launum fær hún konfektkassa frá Nóa-Sír- íusi. i stór laukur i hvítlauksrif i stór gulrót (mega vera fleiri) 2-3 stönglar sellerí 1 grœn paprika 50 g olía 1 dós hvítlauks- tómatpúrre frá Heinz (u.þ.b. i40g) 2 lárviðarlauf 3 meðalstórar kartöflur 1/2-1 tsk. basilíkum 1 tsk. salt 71/2 dl vatn og 2 grœnmetisteningar 700-800 g fiskur (lúða, skötuselur, rœkja, hörpuskel eða súrímí) 1 peli rjómi eða kaffirjómi Brytjið laukinn smátt. Skerið sellerí- stöngla, gulrót og papriku í bita og fínsaxið hvítlaukinn. Látið krauma í olíunni þar til allt er orðið mjúkt. Blandið síðan tómat- púrre, lárviðarlaufum, basilíkum og salti saman við og látið krauma í eina mínútu. Því næst eru kartöflurnar afhýddar og skornar í teninga og þær settar út í ásamt vatninu og grænmetisteningunum. Lok er sett yfir pottinn og þetta er látið sjóða í 10 mínútur. Fiskurinn er skorinn í munnbita- stærð, látinn út í og látinn sjóða í gegn. Að síðustu er rjómanum bætt út í og hitað vel. Hrærið varlega í á meðan. Berið súpuna fram með hvítlauksbrauði. Vikan 37

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.