Vikan


Vikan - 22.06.1999, Síða 41

Vikan - 22.06.1999, Síða 41
I d a r a r Ef brjóstin eru sigin þurfa þau mestan stuðning neðan frá. Veljið brjóstahaldara úr stífu efni eða ineð tvöföldum skála- botni. Ef brjóstin vísa mikið út á hlið er nauð- synlegt að þau fái mestan stuðning til hliðanna. Brjóstin eiga alltaf að vera meira fram- stæð en annað á kvcnlíkam- anum til að minna beri á maganum. LÍFIÐ ER EKKI Kapphlaup Gerðu ekki lítið úr sjálfri þér með því að bera þig saman við aðra. Það sem aðgreinir okkurfrá öðrum gerir okkur einmitt sérstök. Láttu aðra ekki setja þér markmið í lífinu. Þú ein veist hvað þér erfyrir bestu. Líttu aldrei á það sem þér er kærast sem sjálfsagðan hlut. Haltu fast í það — annars tapar lífið tilgangi sínum. Vertu ekki svo upptekin af fortíðinni að þú njótir ekki dagsins í dag. Efþú nýtur hvers einasta dags nýturðu alls lífsins. Ekki gefast upp á meðan þú hefur eitthvað að gefa. A meðan þú hefur baráttuvilja er von. Óttastu ekki að taka áhættu. Það er eina leiðin til að öðlast hugrekki. Útilokaðu ekki ástina úr lífi þínu með því að segja að hún sé vandfundin. Fljótlegasta leiðin til að öðlast ást er að elska. Auðveldasta leiðin til að glata ástinni er að halda offast í hana. Og besta aðferðin til að halda í ástina er að gefa henni vængi. Taktu drauma þína alvarlega. Efþú átt þér ekki draum áttu þér enga von. Efþú átt þér enga von hefur lífþitt engan tilgang. Farðu ekki svo hratt í gegn um lífið að þú gleymir hvar þú hefur verið og hvert þú ert að fara. Lífið er ekki kapphlaup heldur ferðalag. Njóttu hvers einasta skrefs sem þú tekur. Höfundur ókunnur Þýðing: Jónína Leósdóttir Vikan 41

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.