Vikan


Vikan - 22.06.1999, Page 47

Vikan - 22.06.1999, Page 47
Eftir Gloriu Murphy. Þórunn Stefánsdóttir þýddi. Þú ættir nú að gefa Elaine tækifæri, sagði Gena um leið og hún rétti honum tólið. Hún er alveg vitlaus í þig og þið eruð svo sæt saman. Hann svaraði ekki en tók af henni tólið. Rusty? Þetta er ég. Carol, sagði hann hissa. Hvar ertu? Heima. Er eitthvað að? Nei, ekki beint. Það var ekkert gaman í partíinu svo við Fanný ákváðum að fara heim. Má hún sofa hérna í nótt? Nei. Gerðu það Rusty. Við skulum vera hljóðar eins og mýs. Ég þekki nú allt mitt heimafólk. Þið getið gleymt þessu. En ég þori ekki að vera ein heima. Ég er hrædd. Hrædd? Við hvað ertu hrædd? Hún stundi. Ég ætlaði ekki að segja þér frá því, en þegar ég fór að heiman í kvöld var bíll fyrir utan hús- ið hjá okkur. Ég hugsaði ekkert út í það fyrr en áðan þegar Fanný keyrði mig heim og ég sá sama bílinn. Ég held allavega að það hafi verið sami bíllinn. Þegar Fanný stansaði til þess að hleypa mér út stansaði hinn bíllinn líka, aðeins ofar í götunni. Þannig að Fanný kom með mér inn. Er bíllinn þarna ennþá? Bíddu aðeins.. Hann heyrði hana segja eitthvað við vinkonu sína og stuttu seinna kom hún aftur í símann. Fanný kíkti út um gluggann og hún kemur ekki auga á bílinn. Má hún vera hjá mér í nótt? Gott og vel. En hún verð- ur að hringja heim og láta mömmu sína vita. Ég kem fljótlega. Rusty var órólegur þegar hann lagði á. Fyrst upp- hringingarnar og nú þetta. Hann fór fram á ganginn, náði í jakkann sinn, kvaddi og fór. Rusty! Elaine kom hlaup- andi á eftir honum. Hvert ertu að fara? Heim. Hún tók utan um hálsinn á honum. Vertu svolítið lengur, gerðu það. Nóttin er ung. Mér þykir það leiðinlegt, en ég verð að fara. Má ég koma með þér? Hann leit rannsakandi á hana og sagði svo: Segðu mér Elaine, hefur þú verið að hringja heim til mín og lagt á þegar litla systir mín svarar í símann? Augu hennar urðu dökk af reiði. Farðu til fjandans Rusty, sagði hún. Viktoría lá á rúminu með brúðuna við hlið sér og horfði á myndina í inn- bundnu bókinni. Svo lokaði hún augunum og lét hugann reika. Eins og venjulega sá hún Elaine fyrst fyrir sér. Elaine, sem hún hataði mest af öllum. Það var skiljanlegt að mamma hennar hafi boðið þeim í veisluna. Rósalía tal- aði svo oft um krakkana í klíkunni að mamma hennar hélt að þau væru vinir henn- ar. Þar sem Rósalía hafði staðið í þeirri trú að hún myndi, eins og venjulega, halda upp á afmælið með mömmu sinni, frú Mills, og nokkrum vinkonum mömmu sinnar hafði hún farið í hallærislega, bleika blúndukjólinn sem mamma hennar hafði keypt handa henni. Elaine var sú fyrsta sem hún sá þegar þegar hún kom niður í leikherbergið. Hin stóðu á bak við hana. Mamma hennar var yfir sig glöð að hafa komið henni á óvart og brosti út undir eyru. Nú getur þú skemmt þér með vinum þínum með- an ég baka pizzuna. Rósalía varð ein eftir með öllum þessum fjandsamlegu augum. En hvað þú ert í fallegum kjól, sagði Elaine. Saumaði mamma þín hann? Rosalía svaraði ekki. Segðu eitthvað Rósalía. Hér erum við komin til þess að halda upp á afmælið þitt og þú segir ekki eitt einasta orð. Henni svelgdist á. Ég ætl- aði ekki að vera dónaleg. Þakka ykkur fyrir að koma. Hún heyrði hvað þetta hljómaði ömurlega. Fyrir hvað ertu að þakka okkur? Hún fann hitann í andlit- inu. Aftur svelgdist henni á. Fyrir að koma í afmælið mitt. Elaine sneri sér að hinum krökkunum. Heyrið þið það krakkar, hún er að þakka okkur fyrir að koma í af- mælið sitt. Hún sneri sér aft- ur að Rósalíu. Áttu ein- hverjar plötur? Rósalía kinkaði kolli. Náðu þá í þær! Það veitir ekki af því að hleypa smá fjöri í þetta samkvæmi! Þegar Rósalía var að ná í plöturnar í skápnum heyrði hún Roxönnu segja við Elaine: Ég get ómögulega skilið hvað við erum að gera hér. Treystu mér. Þetta verður gaman. Hvenær eigum við að gefa henni gjafirnar? Ekki alveg strax. Hvar er Rusty? Hann þurfti að passa litlu systur sína, en hann kemur á eftir. Rusty ... Hann ætlaði sem sagt að koma. Meintu þau þetta? Vildu þau virkilega vera vinir hennar? Vikan 47

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.