Vikan


Vikan - 22.06.1999, Side 56

Vikan - 22.06.1999, Side 56
Nú fer að líða að þeim tíma ársins sem við njótum gróðursins í garðinum eða á svölun- um hvað mest. Margar leiðir má finna til þess að koma plöntunum fallega fyrir, hvort heldur þær eru í blómabeðum eða í pottum og hvers kyns kerjum á svölum, stéttum eða tröppum. Það sem mestu skiptir er að beita hugmyndafluginu og reyna að finna nýjar aðferðir til þess að plönturnar njóti sín nógu vel og séu okkur til sem mestrar ánægju. Mikið er til af fallegum kerjum undir blóm í verslunum. Við birtum hér mynd af einu slíku keri með eins konar „vös- um" utan á sem einmitt eru ætlaðir til þess að stinga í blómum. Þá vaxa blómin ekki aðeins upp úr kerinu heldur líka út úr hliðum þess. Þetta ker rákumst við á í Gróðurvörum og kostar það milli tvö og þrjú þúsund krónur. Mosfellsbæingar og aðrir þeir sem leið hafa átt um Mos- fellsbæ undanfarin ár hafa fengið tækifæri til að dást að blómstr- andi stjúpmæðrum sem mætt hafa þeim á hringtorgum bæjarins. Stjúp- mæðrunum hefur verið komið fyrir í einhverju sem mest hefur líkst tunnum þöktum í blómum allt umkring. Ein leið til þess að búa til slíka „tunnu" er að fá sér hænsnanet og búa til úr því hæfilega víðan sívalning. Innan í netið má svo strengja striga og síðan er sí- valningurinn fylltur með mold. Þessu næst eru smágöt stungin á strigann með hæfilegu millibili og í þessi göt stingum við loks plöntunum sem við ætlum að hafa í þessu óvenjulega blómakeri. Sé plöntunum stungið nægilega þétt í gegnum strigann og netið á hvergi að þurfa að sjást í það sem undir er þegar blómin taka að blómstra. En það þarf ófáar stjúpur til þess að vel fari að minnsta kosti ef þið hafið kerið mjög stórt. Að sjálfsögðu er hægt að hafa það í þeirri hæð og af þeim sverleika sem hverjum þykir henta í því um- hverfi sem því er ætlað að prýða. Eng- inn segir heldur að ekki megi nota aðr- ar plöntur en stjúpur. Nú er um að gera að hefjast handa og gera tilraun heima hjá sér áður en það er orðið of seint á þessu sumri. Og loks er það jarðarberjatunnan sem við sáum í erlendu blaði. Hana mætti búa til ef þið fengjuð einhvers staðar plasttunnu sem þið gætuð stungið göt á. Tunnan þyrfti auðvitað ekkert frekar að vera undir jarðarberjaplöntur en aðrar plöntur; tilvalið er að nota plöntur sem eru viljugar að blómstra og gaman er að láta vefja sig utan um tunnuna. Sagt er í auglýsingu um þessa tunnu að hægt sé að koma fyrir í henni 44 plöntum, sem sagt hún er með 44 götum. Hún er 75 sentímetrar á hæð og rúmir 50 sentímetrar í þvermál. 56 Vikan

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.