Vikan - 22.06.1999, Page 61
OG FLUGI
Söngkonan og fagurgalinn Carly Simon hefur
átt erfitt ár en í fyrra upplýsti hún aö hún væri með,
brjóstakrabbamein. Á sama tíma ákvaö hún aö
gera breytingar á högum sínum og flutti frá
New York til Boston. Hún sagðist ekki hafa
efni á því að borga leiguna fyrir 11 her-
bergja lúxusíbúð sína við Central
Park. Hún keypti sér fjögurra hæða
hús fyrir rúmar 100 milljónir
króna og annað eins fór í endur-
bætur. Nú hefur hún ákveðið að
flytja aftur og húsið er falt fyrir
300 milljónir. Heimildir herma
að Carly hafi veriö farin að
fara i taugarnar á nágrönn-
um sínum. Hún var reglu-
lega með hljómsveitaræf-
ingar heima hjá sér og ná-
grannarnir voru farnir að
kvarta yfir hávaðanum.
Talsmaður söngkonunn-
ar segir ákvörðunina
um að flytja vera
"einkamál" sem
hafi hvorki með
nágranna né veik-
indi að gera. "Hún
er alveg laus við
krabbameinið,"
segir talsmaðurinn.
Leikkonan unga, Juliette
Lewis, er nú komin á fullt í
leiklistinni á ný eftir að hafa
fengist við eiturlyfjavandamál
undanfarna mánuði. Lewis kom
ung fram á sjónarsviðið og vakti at-
hygli í myndunum Cape Fear og Hus-
bands and Wives. Hún var líka kærasta
hjartaknúsarans Brad Pitt í fjögur en þau hættu
saman árið 1994 og stúlkan var sár lengi á eftir.
"Ég var mjög þunglynd og hleypti engum nálægt
mér," segir Lewis en hún segir ástarsorgina ekki
hafa hrakið sig út í eiturlyfin. "Sögur af dópneyslu
minni hófust löngu áður en ég byrj-
aði í dópinu. Þannig gengur þetta
fyrir sig í Hollywood." Hún var bara
16 ára þegar hún byrjaði með Pitt
en þau kynntust árið 1990 þegar
þau léku saman í myndinni Too
Young To Die? "Nú er ég 25 ára og
finn hversu rosalega ung ég var
þegar við byrjuðum saman. Hann
var níu árum eldri." Þrátt fyrir ald-
ursmuninn segir hún að þau hafi
verið farin að gera langtímaáætlanir
og ætluðu að kaupa sér hús saman.
"Nú er ekkert illt á milli okkar en
við tölumst samt ekki við og það
finnst mér skrítið," segir Lewis.
OLL LEYNDARMAUN
Söngvarinn samkynhneigði, George Michael, er ekki
ánægður með frænda sinn og fyrrum besta vin, Andreas
Giorgio. Frændinn segist tilbúinn að segja frá öllum leyndar-
málum söngvarans ef
einhver bókaútgefandi
sé tilbúinn að borga
honum 5 milljónir dala
fyrir öll subbulegu smá-
atriðin. Ekkert skal
dregið undan og Andre-
as lofar gómsætum
sögum af George, þ.á
m. nýjum upplýsingum
um handtöku hans í Los
Angeles og furðulegt
vinasamband hans við
Geri Halliwell, fyrrver-
andi Kryddpíu. Andreas
segir að frændinn sé í
raun harðstjóri en þeir
urðu ósáttir á síðast-
liðnu ári.
Vikan 61