Vikan


Vikan - 27.07.1999, Qupperneq 10

Vikan - 27.07.1999, Qupperneq 10
Texti: Steingerdur Steinarsdóttir Myndir: David Kelly A ferð um Nýfundnaland íslendingar hafa verið við rækjuveiðar á Flæmska hattinum um árabil. Fyrir þann tíma vissu fáir ís- lendingar meira um Nýfundnaland en það að þar hefðu íslenskir víkingar eitt sinn haft vetursetu og að þaðan streymdu lægðir yfir hafið til íslands. Síðan veiðarnar hófust hefur mikill fjöldi íslenskra sjó- manna landað í Nýfundnalandi og fengið konurnar sínar í heimsókn þangað út. Þótt flestir eyði tíma sínum fyrst og fremst í búðunum í höfuðborginni St. John’s, líkt og íslendinga er siður eru þó nokkrir sem lagst hafa í ferðalög um eyna sem býr yfir sérstæðri og fallegri náttúru. Draugahúsið í Brigus Vr ANýfundnalandi eru kjöraðstæður lil að stunda siglingar. Líkt og á íslandi er þar sjaldan alveg logn og úti á flóunr og víkum er yfirleitt nægilega sterkur vindur til að fylla segl og skila skútum áfram á góðan skrið. íbúar eru frá fornu fari en þeir eru einnig miklir áhugamenn róður og siglingar. Róðrar- keppni á Quidi Vidi vatni er ár- legur viðburður og elsta róðrar- keppni í Norður-Ameríku. Við marga flóa hafa siglingaklúbbar aðstöðu og menn fara gjarnan eftir vinnu og sigla bátum sín- um í kvöldsólinni. Við Conception-flóa stendur þorpið Holyrood og þar hefur Bob Kelly aðstöðu fyrir skút- una sína, Walrus Too. Hann bauð í síðdegissiglingu niður til Brigus Bay sem er þekktur sögustaður. Pað er yndislegt að sigla í góðurn byr þegar slökkt er á vél skútunnar og ekkert hljóð heyrist annað en brakið í ránni og þyturinn í seglunum. Um Conception- flóa synda oft hvalir og höfrungar en í þessari ferð léku tvær hnísur listir sínar rétt við bátinn. í hárri kletta- borg utarlega í flóanum eiga skallaarnarhjón hreiður. Árlega verpa þau þarna og koma upp ungum sínum. Skallaörninn er sjaldgæfur orðinn eins og aðrar arnartegundir og í Norður-Am- eríku er hann alfriðaður. Þegar við sigldum fram hjá sat karlinn á klettasnös hátt í berginu og fylgdist vandlega með ferðum um flóann. Ha ha flól, Jómfrú- ararmur og Nefið á Jerry Brigus er lítið fiskimanna- þorp sem byggt er í lægð milli tveggja hárra hlíða. Staðhættir gera það að verkum að þarna er ákaflega skjólsælt og gróður í görðum íbúa er gróskumikill og fallegur. Mörg húsanna eru með lítið anddyri fyrir framan útidyrnar og þessi litla útbygg- ing er kennd við þorpið um allt Nýfundnaland og kallast Brigus-porch. Flestir fbúanna eru önnum kafnir við garðyrkju í sólskininu en allir gefa sér tíma til að líta upp. bjóða gott kvöld, spyrja hvaðan gestirnir komi og hvernig standi á ferð- um þeirra. Þetta er dæmigert fyrir vin- gjarnlegheit og gestrisni eyjar- skeggja. Að því leyti eru íslend- ingar og Nýfundnalandsbúar líkir að þeim er mikið í mun að gestum finnist þeir velkomnir. Jafnframt eru menn ekki alveg lausir við forvitni og geta sjald- an stillt sig um að spyrja ferða- Vikan Hér sést gatið í rúðunni sem draugurinn notaði Þar er
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.