Vikan


Vikan - 27.07.1999, Qupperneq 19

Vikan - 27.07.1999, Qupperneq 19
lingar sögðu okkur frá sinni fyrstu reynslu af ástinni og hvaða áhrif hún hefur haft á líf þeirra. (Nöfnin eru tilbúin.) Sóley er þrjátíu og tveggja ára og ógift. „Ég var fimmtán ára þegar ég varð ástfangin í fyrsta sinn,“ segir hún. „Hann var átján ára og fallegasti karl- maður sem ég hafði séð. Hann var sá fyrsti sem ég svaf hjá og það var yndislegt. Hann var einstaklega nærgætinn og blíð- ur og eftir á var ég í sjöunda himni. Ég fékk ekki fullnæg- ingu en við komumst smátt og smátt upp á lag með það en þegar sambandi okkar, lauk nítján mánuðum seinna, var ég alveg niðurbrotin. Hann var að fara út í nám og vildi ekki vera bundinn kærustu hér heima. Við skrifuðumst samt á um tíma en svo fjaraði þetta út af sjálfu sér. Ég hef ekkert frétt af honum árum saman en nýlega gerði ég mér ljóst að öll ástarsambönd sem ég hef átt í síðan hef ég undir niðri borið saman við samband okkar. Ekki beinlínis að ég hafi borið mennina sam- an við hann heldur frekar að ég sé að leita að þessum tilfinn- ingum sem ríktu milli okkar. Mér fannst samband okkar einstakt og var viss um að eng- inn hefði nokkru sinni upplifað neitt í líkingu við það sem við áttum saman. Við værum nán- ari, betri við hvort annað og hamingjusamari en öll önnur pör. Ef ég var nálægt honum var allt svo miklu bjartara, skemmtilegra og fallegra en annars og hann var varla farinn út úr dyrunum þegar ég var farin að sakna hans og hlakka til að hitta hann aftur.“ Tveir klaufar að rekast á Adda systir Sóleyjar er átta árum eldri og búin að vera gift í tuttugu ár. Hún fussar yfir orðum systur sinnar. „Fyrsta ástin er alltaf klaufaleg. Maður veit ekkert hvað maður er að Ragnheiður Eiríksdóttir hjúkrunarfræðingur skrifar pistla um kynlíf í Dag. Hún bendir á að ást sé afstætt hugtak. „Flestir upplifa æskuástina á aldrinum fjórtán til fimmtán ára. Það fer eftir aldri og þroska hvernig upplifunin er. Hefur einstaklingurinn t.d. tilfinningalegan þroska til að meta hvort um ást er ræða eða hvort hann er einfaldlega upp- numinn yfir nýstárlegum tilfinningum sínum gagnvart öðrum? Rannsóknir sýna okkur að ungt fólk á íslandi er yfirleitt að upplifa sína fyrstu kynlífsreynslu á svipuðum aldri, og það er erfitt að greina á milli hvort tilfinningarnar snúast um líkamleg- ar nautnir eða um tilfinningar til annars einstaklings. Annars er það álitamál hvort við eigum að vera að spá í það að skilgreina hvað ást er. Hver hefur fullkomna skilgreiningu á henni? Skynsamlegt er að gefa ástinni rými og viðurkenna að það er til alls konar ást. Fyrsta ástin er oft öðruvísi en það sem á eftir kemur en margir verða ástfangnir oft um ævina og finnst þeir alltaf vera að upplifa ástina í fyrsta sinn. Aðrir verða fyrir ástarsorg og halda að þeir muni aldrei geta elskað aftur. For- senda þess að geta orðið ástfanginn er að vera sáttur við sjálfan sig. Þá er maður kominn með grunn til að byggja á. Ég hef stundum séð fólk sem bíður alla ævi eftir ástinni og kvelst vegna ástleysis en það er fyrst og fremst eigin innri ófullnægja sem kvelur það. Ástin finnst ef fyrst er leitað hið innra síðan hið ytra.“
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.