Vikan


Vikan - 27.07.1999, Síða 24

Vikan - 27.07.1999, Síða 24
Texti: Margrét V. Helgadóttir Myndir: Baldur Bragason og úr einkasafni Heimsókn í stóra r Aðdáendur bókanna um Linu Langsokk muna eflaust eftir Sjónarhóli, húsinu hennar Línu. Blaðamaður Vikunnar brá sér í Skerjafjörðinn einn eftirmiðdaginn og fann hús sem lítur út aiveg eins og Sjónarhóll. En þar var hvorki að finna Línu Langsokk né herra Níels. Hins vegar fann hann hjón sem búa ásamt þremur börnum sínum í húsinu og flesta daga njóta þau nærveru annarra þrjátíu barna. Þau reka barnaheimilið Skerjakot á fyrstu hæðinni í fallega gula húsinu við Bauganes númer þrettán. jónin Díana Sigurðar- dóttir og Kristinn Ingi Jónsson hljóta að búa yfir einstakri þolimæði því þau hafa búið í sama húsi og litli leik- skólinn í rúmlega 10 ár. Starfsemi leikskólans fer fram á fyrstu hæð- inni en heimili þeirra er á annarri og þriðju hæð hússins. Nú er svo komið að þau eru farin að hugsa sér til hreyfings og ætla sér að búa annars staðar og eftirláta leikskól- anum heimilið sitt. Á fyrstu hæðinni var aðeins þögnina að finna því öll börnin eru í sumarfríi. Listaverk og leik- föng minntu þó óneitanlega á hvers konar starfsemi færi þar fram. Á annarri hæð hússins er hins vegar að finna fallegt heimili. Díana tók hlýlega á móti blaðamanni. Hún er greinilega hugsjónakona og börnin eru henni afar hugleikin. Hvernig stóð á því að þau hjón- in fóru að reka leikskóla inni á heimilinu sínu? „Ég hef unnið með börnum allt frá því ég var átján ára og þekki því ekkert annað starf. Ég held að ég gæti ekki unnið neitt annað starf. Ég lauk námi frá fóstruskól- anum árið 1985 og starfaði í nokk- ur ár sem leikskólakennari. Mig langaði að stofna leikskóla og við fórum að leita að hentugu hús- næði fyrir siíka starfsemi. Söfnuð- ur Aðventista átti húsið og hér var rekinn skóli. Pegar við kom- um að skoða húsið og ég sá öll skólaborðin varð ég alveg heilluð. Ég sá strax fyrir mér að í þessu húsi gæti ég rekið leikskóla. Húsið ieit vægast sagt illa út og lóðin hérna í kring voru uppgjafa kart- öflugarðar og illgresi. Vinir og kunningjar vöruðu okkur við kaupunum og fólki fannst þetta fráleit hugmynd. Við vorum hins vegar alltaf harðákveðin í að vilja þetta hús. Mig langaði ekki til að vera dagmamma. Mér finnst mikill munur á því að vera dagmamma og reka leikskóla. Ég hefði kannski betur byrjað sem slík því það fór mikil vinna í að útvega leyfin til að fá að stofna leikskóia auk þess sem við þurftum að greiða alls kyns gjöld af starfsem- inni. Á endanum tókst þetta hjá okkur og við opnuðum Skerjakot. Ég var leikskólastjóri og Kristinn þurfti að fara á sjóinn til að fjár- magna framkvæmdirnar" segir Díana og hlær. Tölvuforrit í þróun „Við þurftum að sanna okkur eins og aðrir sem eru að hefja fyr- irtækjarekstur. Fólk notaði Skerjakot svolítið sem biðstöð áður en það fékk leikskólapláss hjá borginni. í dag er svo komið að stór hópur foreldra velur Skerjakot sem leikskóla fyrir börnin sín. Ég neita hiklaust að taka börn inn á biðlista sem eru líka á biðlista hjá borginni. Til okkar leita það margir sem vilja eingöngu Skerjakot að ég get ekki verið að nota plássin sem bið- stöð.“ Á tímabili vann Kristinn heil- mikið hérna með mér. Hann var kokkur og sá um öll matarinn- kaup auk þess sem hann sá um launamál starfsmanna. Núna er starfar hann hjá Tölvumyndum.11 Leikskólinn Skerjakot er fram- arlega í tölvumálum og Kristinn er greinilega einn af mörgum tölvugrúskurum. Mikil vinna hef- ur verið lögð í heimasíðu leikskól- ans. Hún er ákaflega frumleg og þar má finna málverkasýningu allra barna á leikskólanum auk mynda og upplýsinga um lista- mennina. í ljós kemur að þau Díana og Kristinn eru frumkvöðlar í margs konar skilningi. Þau hafa þróað ákveðið tölvuforrit fyrir leikskóla sem þau kalla „Leikskóli til fram- tíðar.“ Forritið er ýtarlegt upplýs- inga- og fagforrit sem nýtist við allan leikskólarekstur. Mennta- málaráðuneytinu leist vel á þetta þróunarstarf hjónanna og þau hafa tvisvar sinnum fengið styrk frá því til verkefnisins. Díana og Kristinn leituðu samstarfs við Tölvumyndir við forritun og þjón- ustu og tókst með þeim gott sam- starf sem tryggir áframhaldandi þróun á verkefninu. Hvernig gengur að kynna og „Ég sá hús í blaði sem var málað með þessum fallega gula lit og þá ákvað ég að mála húsið í sama lit. Það eru margir sem kalla húsið Sjónarhól og þegar við héldum nafnasam- keppni fyrir leikskólann stungu nokkrir upp á því heiti.“ selja forritð? „Pað hefur gengið mjög vel. Við lítum svo á að þetta sé mikil viðurkenning á okkar starfi. Tölvunefnd er búin að viður- kenna forritið sem er mjög já- kvætt því þeir eru strangir varð- andi allar persónuupplýsingar. Með forritinu er líka verið að koma í veg fyrir að alls kyns upp- lýsingar liggi hér og þar. Allar upplýsingar um barnið eru á ein- um stað og einn aðili sem hefur aðgang að þeim. Við erum farin að kynna forrit- ið fyrir leikskólastjórum og sveita- félögum og mér finnst fólk vera jákvætt gagnvart því.“ Hinn mikli áhugi Díönu á vel- ferð barna er aðdáunarverður. Mér finnst leikskólar oft van- metnir og það mikla starf sem þar fer fram. Á leikskólum læra börn- in undirstöðuatriðin í svo mörgu. Þau læra almenn félagsleg sam- skipti, að taka tillit og virða skoð- anir annarra o.s. frv. auk þess að tileinka sér rétt vinnubrögð við ýmis verkefni sem fyrir þau eru lögð. Mér finnst að öll börn eigi rétt á að komast á leikskóla, ekki endilega allan daginn, bara að fá tækifæri til að kynnast starfinu sem fram fer á leikskólanum. Það er mikið rætt um aga í þjóðfélaginu og margir líta á hann sem eitthvað neikvætt. Börnin þurfa aga. Þau þurfa að kynnast honum strax því hvað gerist þegar „Ég neita hiklaust að taka börn á biðlista sem eru lika á biðlista hjá borginni. Til okkar leita það margir sem vilja eingöngu senda börnin á Skerjakot að ég get ekki verið að nota plássin sem biðstöð.“ 24 Vikan

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.