Vikan


Vikan - 27.07.1999, Page 32

Vikan - 27.07.1999, Page 32
Heimatil- m ' • búnagjöfin stendur alltaf fyrir sínu. Fyrir þá J sem eiga auövelt með að nota nál og tvinna er upplagt að sauma út eitthvað með kross- saum eða jafnvel búa til bútateppi. Prjónakonur hafa alla tíð getað gefið fallegar gjafir og því er um að gera fyrir handlagna að nota hugmyndaflugið. Fal- legustu gjafirnar eru ekki alltaf til í búðunum. Klassísk tónlist hefur róandi áhrif á marga og þar eru börnin engin undantekning.Til er mjög skemmtileg útgáfa af klass- ískum tónverkum, bítlatónlist og sígildum ástar- lögum í útsetningu sem hljómar eins og spilað sé á spiladós. Sagan á bak við þessa sérstöku lagaútsetningu er sú að tónlistarmaður nokkur átti lítið barn sem var fremur óvært. Hann tók upp á því að spila klassísk lög á píanó til að reyna að róa barnið en ekkert gekk. Þegar hann fór að spila lög- in á háu nótunum og þá ró- aðist það. Tónlistarmaðurinn var ekki lengi að taka við sér. Hann útsetti nokkur lög í spiladósarstíl og fékk heila sinfóníuhljómsveit til að spila lögin og lét hljóðrita þau. Þar með var hann búinn að finna leið til að róa barnið sitt og í framhaldi af því voru fleiri verk unnin á sama hátt og þúsundir ungra barna hafa notið góðs af. Tónlistin er bæði til á hljóðsnældum og geisladiskum. Hún fæst í versluninni Þumalínu og fleiri barnavöruverslunum og kostar 1000-1300 kr í gegnum tíðina ^ ~ hafa barnastólar verið r til í mörgum stærðum og gerðum. ,,Ömmustólar“ njóta mikilla vinsælda í dag. Þessi stóll er bólstr- aður og því fer vel um litla krílið. Hægt er að stilla bakið á stólnum. Stólinn getur því verið flatur og barnið legið út af og svo er hægt að stilla bakið þannig að barnið situr nánast upp- rétt. Það er góð regla að festa börnin alltaf niður í stólana til að forðast slys þegar þau byrja að brölta. Þessi stóll er úr Ólavíu og Óliver og kostar 5890 kr. Sæti bangsinn sem fær að sitja í stólnum er úr sömu verslun og er reyndar líka spiladós. Bangsinn kostar 3450 kr. Myndarammar r—ilB gegna mikilvægu liH hlutverki i lífi ■ foreldraný- ■ fæddrabarna. Öllum foreldr- um finnst barnið sitt vera það fallegasta í heiminum og því ekki að leyfa þeim að monta sig? Mynd- arammarnir eru úr verslun Hans Petersen i Austurveri og kosta 1230-1825 kr. Texti: Margrét V. Helgadóttir Myndir: Hreinn Hreinsson Það er gamall og góður siður að færa nýfæddu barni gjöf. Margir kaupa falleg föt á krílið en svo eru aðrir sem sjá stafla af barnafötum fyrir sér og vilja gefa barninu eitthvað annað en fatnað. í barna- vöruverslunum má finna mikið úrval af fallegum og nytsamlegum barnavörum, Það má líka finna fallega sængurgjöf í bókaverslun- um, hjá úrsmiðum og í blómabúðum. Ekki má heldur gleyma heimatil- búnu sængurgjöfunum; þær eru einstakar.

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.