Vikan


Vikan - 27.07.1999, Blaðsíða 45

Vikan - 27.07.1999, Blaðsíða 45
Eftir Gloriu Murphy. Þórunn Stefánsdóttir pýddi. upp á könnuna. Ég ætla að ná í bolla handa okkur. Hún kom með kaffið og settist við hliðina á honum í sófanum. Segðu mér nú hvað er að angra þig, sagði hann. Þegar ég fór heim í gær- kvöldi virkuðu bremsurnar á bílnum ekki. Hann leit undrandi á hana. Hvað gerðist? Þú ert vonandi ekki meidd? Nei. Ég keyrði inn í runna í almenningsgarðinum. Hún roðnaði. Ég mundi eftir því að reyna að skipta gírunum niður, en mundi ekki eftir því að nota handbremsuna. Aumingja þú, sagði hann. Það er ekkert skrýtið að þú hafir orðið hrædd. Þetta er ekki allt, sagði hún alvarleg í bragði. Þegar ég var búin að jafna mig svolítið skoðaði ég bílinn. Ég var með algjöra bíladellu á sínum tíma, svo ég hef svolítið vit á bílum. Ég upp- götvaði að einhver hafði fiktað við bílinn. Ég er búin að hringja á verkstæði og þeir lofuðu að sækja bílinn og skoða hann. En ég er viss um að þeir komast að sömu niðurstöðu og ég. Rusty gekk að glugganum. Hún fór á eftir honum og stóð þögul við hlið hans. Loks sagði hann: Venju- lega les maður um svona at- burði í blöðunum og gleymir þeim jafnóðum. Hann sneri sér að henni. En allt í einu er þetta fólk sem ég þekki; Bobby, Carol, Pepelope, þú, jafnvel Sam; ég gleymdi að athuga hvort hann er kom- inn heim. Ertu að segja að það sé eitthvert samhengi þarna á milli? Og það hafi eitthvað með þig að gera? Hann kinkaði kolli. Ég er farinn að halda það. Burtséð frá því að Penelope passar ekki alveg inn í myndina. Ég þekki hana reyndar, en við hittumst mjög sjaldan. Hann strauk henni um vangann. Ég verð að fara. A ég að líta við hjá þér þegar ég er bú- inn að vinna? Þú getur kom- ið heim með mér og borðað kvöldmat með okkur Carol. Þá getum við talað betur saman. Mikið er huggulegt hérna hjá ykkur, sagði Rae. Rusty leit í kringum sig. Það er ekki mér að þakka, sagði hann. Carol hefur gaman af að punta í kring- um okkur með blómum, teppum og púðum. Hann brosti breitt. En það var ég sem valdi þessi flottu eld- húsgluggatjöld. Rae hló. Má ég spyrja þig að svolitlu? Endilega. Hvers vegna brá þér svona þegar þú sást konuna á kaffihúsinu? Áttu við Viktoríu? Rae kinkaði kolli. Ég veit það svei mér ekki, sagði hann hikandi. Ein- hverra hluta vegna fæ ég gæsahúð þegar ég sé hana. Hún gretti sig, tók púða úr sófanum og þóttist vera að skoða hann. Ég held að hún sé hrifin af þér, sagði hún. Heldurðu það? En þú, ert þú hrifin af mér? Við vorum að tala um Viktoríu, ekki mig. Ég er að tala um þig. Hann losaði um hárspenn- una í hárinu á henni. Hvað ertu að gera? Mig langaði til þess að sjá hárið á þér. Það er svo fal- legt. Þú líka. Hann hallaði sér að henni, horfði í augun á henni og kyssti hana. Hún tók utan um hálsinn á hon- um ... Ég er komin heim, kallaði Carol glaðlega um leið og hún opnaði dyrnar. Ó, af- sakið, sagði hún og þóttist verða vandræðaleg. Ekki láta mig trufla ykkur. Rae var eldrauð í kinnun- um en Rusty hló. Hæ, sagði hann við systur sína. Þú manst eftir Rae, er það ekki? Auðvitað man ég eftir henni. Sæl Rae. Sæl. Rae tók hárspennuna upp af gólfinu og tók hárið saman í hnakkanum. Ég þarf að segja ykkur svolítið, sagði Carol. Fleiri símhringingar? spurði Rusty kvíðinn. Carol hristi höfuðið. Nei, sem betur fer. Manstu eftir Millý. Hún var í klíkunni þinni, ég man ekki eftirnafn- ið hennar. Carton, sagði Rusty. Það passar! Hún er horfin. Hún hefur alla vega ekki mætt í leikskólann. Byrjaðu nú frá byrjun. Um hvaða leikskóla ertu að tala? Millý er forstöðumaður leikskóla í miðbænum, litla systir hennar Fannýar er í þessum leikskóla. Dag nokkurn í síðustu viku mætti hún ekki í vinnuna og eng- inn hefur heyrt frá henni. Hún býr á annarri hæð í sama húsi og leikskólinn er, bíllinn hennar stendur fyrir utan húsið en enginn hefur séð haus né sporð af henni sjálfri. Hefur lögreglan verið lát- in vita? Já. Foreldrar hennar hringdu og tilkynntu að hún væri horfin en þeir gerðu ekki svo mikið sem að lyfta fingri. Rusty gekk að bókahill- unni og tók fram bók. Út- skriftarbókin frá árinu 1981, sagði hann við Rae. Það er kannski ekki svo vitlaus hugmynd að blaða í gegnum hana. Vikan 45
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.