Vikan


Vikan - 27.07.1999, Síða 50

Vikan - 27.07.1999, Síða 50
Texti: Þórunn Stefánsdóttir ÍTÖTTUGUi ÞESS AÐ Það er laugardagskvöld og þú ert al- ein. Þú situr og starir á símann og veltir því fyrir þér hvort þú eigir að hringja í einhverja vinkonu þína. Hvers vegna hikar þú? Það er vegna þess að þú veist að hún mun spyrja þig hvort þú ætlír ekki að hitta Gumma í kvöld. Þú getur ekki hugsað þér, rétt einu sinni enn, að segja nei, þú ætlir ekki að hítta hann í kvöld. Staðreyndin er nefnilega sú að þú átt kærasta en ert þrátt fyrir það ákaf- lega eínmana. Þú verður að horfast í augu við það að fyndni, blíðf, spenn- andi, en jafnframt víðsjáli maðurinn, sem þú telur vera kærastann þinn, meinar kannski alls ekki neítt með sambandinu. Gummi heldur þér í ákveðinni fjar- lægð vegna þess að hann er nýkom- inn úr erfiðu sambandi. Hann er ekki tilbúinn að binda sig strax aftur en hefur alls ekkert á móti því að skemmta sér svolítið meðan hann sleikir sárin. Samband eins og þetta getur verið mjög gefandi og náið meðan það var- ir. Kynlífið er frábært. Naumt skammtaðir ástarmolarnir sem falla af borðum hans verða vanabindandi. Þess vegna heldur þú þetta út. Þú trúir því í raun og veru að einn góðan veðurdag opnist augu hans og hann sjái að þú ert hin eina sanna. Þú þurfir bara að sýna þolinmæði. En það er betra fyrir þig að horfast í augu við raunveruleíkann. Það er öllu líklegra að hann fari með þolinmæð- ina þína, ásamt bindinu sem þú gafst honum, beint i fangið á næstu konu. A L V A R A Hér koma nokkrar vísbendingar um að sambandið sé í raun og veru ferðalag eftir langri blindgötu. Ef þú kannast við fleiri en þrjár þeirra skaltu flýta þér að bakka úr sambandinu. Vertu heiðarleg - það er enginn að fylgjast með. 1> Þú ert með honum á föstudögum eða laugardögum. Aldrei alla helg- ina. Karlmaður sem elskar þig og girnist hagar sér ekki þannig, þó ekki væri nema hormónanna vegna! 2. Þú hefur aldrei hitt fjölskyldu hans jafnvel þótt hann tali stöðugt um hana. Það er svo sem ekkert at- hugavert við það að hann vilji halda þér og fjölskyldunni aðskildri að svo komu máli. En hvers vegna alltaf að vera að tala um hana? Það er vegna þess að með því er hann að segja: Hingað og ekki lengra. Þið eruð í nánu sambandi en að hans mati eruð þið ekki nógu náin til þess að hann sjái ástæðu til þess að kynna þig fyrir fjölskyldunni. 3. Þér finnst indælt hvað hann hefur mikinn áhuga á því að vita hvernig þú verð tíma þínum þegar þið eruð ekki saman. Það er hinn mesti mis- skilningur. Hann er einfaldlega feg- inn því að þú hangir ekki alltaf yfir honum. 4. Hann segir að gjafir eins og blóm og ilmvatn séu lítillækkandi fyrir konur. 5. Það er fimmtudagskvöld og ennþá hefur þú ekki hugmynd um hvort þú kemur til með að hitta hann um helgina. Hann er ekki að reyna að koma þér skemmtilega á óvart. Hann er einfaldlega að halda öllum möguleikum opnum. 6. Þú ert alltaf að segja vinum þínum hvað hann vinni mikið og hvað það sé frábært að vera með rnanni sem veitir þér svo mikið sjálfstæði. Bull og vitleysa. Þú ert einfaldlega að af- saka hann. Þú getur blekkt vini þína. En þú getur aldrei blekkt sjálfa þig. 7« Vinur þinn spyr þig hvort það hafi aldrei hvarflað að þér kærastinn þinn sé í raun og veru giftur maður. Nei, stamar þú, auðvitað er hann ekki giftur. Hann hefur bara svo mikið að gera. 8. Honum er boðið í brúðkaup í fjöl- skyldunni og býður þér ekki með. Kannski getur hann ekki hugsað sér að mæta öllum forvitnisaugun- um. En ef þið hafið verið saman í meira en þrjá mánuði - komdu þér í burtu sem allra fyrst. 9. Hann þegir þunnu hljóði yfir af- mælisdeginum þínum sem nálgast óðfluga. Hann gæti svo sem verið að skipuleggja partí, en á hinn bóg- inn ... 10. Hann kynnir þig sem vinkonu sína fyrir fólki. 11 > Hann tekur ekki annað í mál en að þið sofið í sitt hvoru herberginu þegar þið heimsækið foreldra hans í sveitina. 12. Þú kynnir hann ekki fyrir vinum þínum vegna þess að þú veist að þeir myndu ekki leggja blessun sína yfir hann. Hvers vegna ekki? Ef þú ert ánægð eru vinir þínir ánægðir. Þú verður að viðurkenna að þú hef- 50 Vikan

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.