Vikan


Vikan - 27.07.1999, Page 56

Vikan - 27.07.1999, Page 56
Texti: Halla Bára Gestsdóttir Myndir: Gunnar Sverrisson geta lært að sofa Valgerður litla, dóttir Sifjar Gylfadóttur og Haraldar Sigurjóns- sonar á Akureyri, átti við svefnvandamál að stríða fram að ellefu mánaða aldri. Allar hugsanlegar aðferðir voru reyndar til að hjálpa henni með svefninn, en ekkert gekk fyrr en þýska bók rak á fjörur for- eldranna, með aðferð sem átti eftir að breyta öllu fyrir þau. rá fæðingu átti Val- gerður erfitt með svefn og fyrstu þrjá mánuðina var svefnvanda- málið rakið til magakveisu. Fjórði mánuðurinn var í sama dúr, og sá fimmti og ekkert breyttist. Grét lengst í þrjá klukkutíma Það var þá sem Sif leitaði til Örnu Skúladóttur hjúkr- unarfræðings á Sjúkrahúsi Reykjavíkur en hún hefur sérhæft sig í hlutum sem þessum. „Arna hjálpaði okkur mikið og ráðlagði okkur ýmislegt en ekkert dugði,“ segir Sif. „Meðal þess sem hún talaði um var að leggja Valgerði niður í rúmið, horfa á hana og strjúka henni, ekki taka hana upp og ekki gefa henni 56 Vikan að drekka ef hún færi að gráta. Við fórum eftir þess- um ráðum en lengst horfði ég á hana gráta í þrjá klukkutíma en þá lognaðist hún út af.“ Foreldrunum þótti erfitt að horfa á litla dóttur sína gráta svona mik- ið og lengi og treystu sér ekki til að halda þessari að- ferð áfram. Svefnvandamálið héldu því áfram hjá Valgerði. Flún svaf ágætlega yfir daginn, í um einn og hálfan tíma, en á nóttunni náði hún aldrei samfelldum svefni. Ef hún sofnaði þá var hún að vakna allt upp í sautján sinnum yfir nóttina, svefninn varði því aldrei lengur en í um hálf- tíma í mesta lagi en þá vakn- aði hún, fór að gráta og vildi láta halda á sér. „Valgerður varð yfirkeyrð af þreytu og náði ekki að slaka á sem og við foreldrarnir. Það endaði með því að ég talaði við Mikael Clausen barnalækni á Fjórðungssjúkrahúsinu, sem tók Valgerði í rann- sóknir og lagði hana inn í tvær nætur. Það kom ekkert óeðlilegt út úr þeim og stelpan hraust og heilbrigð. Þar sem ekkert breyttist á

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.