Vikan


Vikan - 27.07.1999, Síða 59

Vikan - 27.07.1999, Síða 59
Kæra Stína Þú ert ekki of gömul til að vera með svokallaðar unglingabólur. Slík húð- vandamál geta verið þrálát og sumir eru með graftarbólur í andliti þótt komið sé fram á miðjan aldur. Þú ættir að leita til sérfræðings með þetta vandamál því húðsjúkdómalæknar eru best til þess fallnir að greina húð þína og leggja til hvers konar meðferð þú þurfir. Það er mjög skiljanlegt að þér skuli líða illa og margir eru í sömu sporum staddir. En hafðu hugfast að þetta er vandamál sem er hægt að leysa í samvinnu við lækni og með töluverðri þolinmæði. A meðan þú bíður þess að komast að hjá húðsjúk- dómalækni skaltu leggja kökumeikið til hliðar því afar líklegt er að það henti alls ekki þinni húðgerð og geri aðeins illt verra. Fáðu þér frekar litað dagkrem, drekktu mikið af vatni og líttu jákvæðum augum á lífið og tilver- una. Gangi þér vel! Kæri Póstur Ég var mjög ánægð að sjá að gamli góði Pósturinn væri kominn aftur í Vikuna og ég vona að þú svarir bréfinu mínu. Þannig er mál með vexti að mér semur illa við konu sem vinnur með mér á hverjum degi. Mér líkar að öðru leyti mjög vel í vinnunni þar sem ég hef starfað samfleytt í næstum tíu ár. Umrædd kona hóf störf fyrir u.þ.b. ári og hefur alltaf verið með leiðindi við mig. Hún gerir grín að klæðaburði mínum og eiginlega öllu sem viðvíkur útliti mínu. Hún lætur ekki svona við neinn annan á vinnustaðnum. Staðan er orðin þannig að mér finnst ég vera stressuð nálægt henni og klaufaleg. Ég þoli þetta ástand ekki lengur og vil mjög gjarnan fá góð ráð. Hildur Kæra Hildur Lýsing þín á samskiptunum við sam- starfskonu þína er dæmigerð fyrir ein- elti. Okkur hættir til að tengja hugtak- ið einelti við börn og unglinga en sann- leikurinn er hins vegar sá að fólk á öll- um aldri verður fórnarlömb eineltis. Þú þarft fyrst og fremst að reyna að rjúfa þennan vítahring þar sem þú ert skot- spónninn og komast hjá því að gefa færi á þér. Einelti á sér ávallt upptök hjá þeim aðila sem beitir því og rannsóknir hafa sýnt fram á að slíkir ein- staklingar hafa mjög lágt sjálfsmat. Þeir beina athyglinni frá sjálfum sér og sínum vandamálum yfir á aðra. Svona fólk er hvimleitt í umgengni. Eðlilegast væri að þú snerir þér til starfsmanna- stjóra og ræddir þessi mál við hann/hana og leitaðir ráða til að leysa málið. Hugsanlega væri hægt að færa konuna til innan fyrirtækisins og það er einnig alveg inni í myndinni að hún yrði rekin fyrir þessa framkomu. Þú þarft sjálf að reyna að brynja þig gagn- vart árásum hennar. Ef þú gerir þér grein fyrir að þessi kona á í raun bágt og líður fyrir mjög lélegt sjálfsmat, þá ertu betur í stakk búin til að verjast skotum hennar. Berðu höfuðið hátt og láttu athugasemdir hennar sem vind um eyru þjóta. Smám saman mun hún gefast upp. Það er nefnilega ekkert gaman að vera á stöðugum skotæfing- um ef árangurinn er enginn ... Spurningar má senda til „Kæri Póstur" Vikan, Seljavegi 2, 101 Reykjavík. Farið er með öll bréf sem trúnaðarmál og þau birt undir dulnefni. Netfang: vikan@frodi.is Vikan 59 Kæri Póstur Ég er sautján ára stelpa sem er mjög illa haldin af unglingabólum í andliti. Ég er búin að reyna allt mögulegt til að losna við þetta en ekkert gengur. Þetta hefur slæm áhrif á sálarlíf mitt því ég hugsa stöðugt um bólurnar og hvað ég sé óaðlaðandi. Ég reyni oftast að fela þetta með því að bera þykkt lag af kökumeiki á húðina og þá verð ég aðeins öruggari með mig, en finn samt að það er bara enn verra fyrir húðina. Hvað get ég gert? Er ég ekki vaxin upp úr því að vera með unglingabólur? Með fyrirfram þökk fyrir birtinguna, Stína.

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.