Vikan


Vikan - 08.08.2000, Page 36

Vikan - 08.08.2000, Page 36
Ágústa Ragnarsdóttir fékk uppskriftina að innbökuðu lúðunni hjá vinkonu sinni fyr- ir nokkrum árum og eldar þennan gómsæta rétt nokk- uð oft þegar hún fær gesti í mat. Ágústa býr í Hafnarfirði og er heimavinnandi hús- móðir með mann og fimm börn. „Yngsta barnið mitt, einkasonurinn, er fjögurra mánaða en elsta dóttirin er 23 ára. Við vorum samstíga, mæðgurnar, því við eignuð- umst báðar drengi á þessu ári,“ segir Ágústa. Alltaf er nóg að gera á stóru heimili og Ágústa er alsæl yfir að vera heima að hugsa um börn og bú. „Ég hef heyrt að mynd- arlegar húsmæður þurfi að kunna þrennt! Þær þurfa að geta gert heimatilbúinn ís, frómas og bernaise sósu,“ segir hún brosandi. „Ég er fín í ísnum og sósunni en mér finnst frómas ekki góður eft- irréttur þannig að mig langar ekki einu sinni að læra að búa hann til.“ Ágústa segir að vin- kona hennar matbúi lúðurétt- inn stundum í einhverju magni og frysti í smáum skömmtum sem alltaf sé gott að grípa til. Innbökuð lúða f. 4-6 1 1/2 kg smálúðuflök, roðdregin og beinhreinsuð 1 pk. smjördeig (þetta með tveimur plötum í) 1 tsk. tímían börkur af einni sítrónu (geymið safann) 2 stilkar fersk steinselja 1 laukur, saxaður Smjördeigið er flatt út og mótað í tvo fiska. Gætið þess að móta fiskana ekki of stóra því þeir verða að passa á ofn- plötuna. Helmingur lúðu- flakanna er settur ofan á ann- an smjördeigsfiskinn og krydd, sítrónubörkur og lauk- ur koma þar ofan á og afgang- urinn af fiskinum síðast. Þessu er lokað með hinum smjördeigsfiskinum. Deigið er klipið saman með gaffli og hreisturmynstur gert með skeið. Bakið í 20-25 mínútur á ofnplötu við 180-200 gráðu hita. NÓI SÍRÍUS Berið fram með hollandaise sósu, hrís- grjónum og salati. Hollandaise sósa 5 eggjarauður 250 g smjör (lítill pakki afsmjöri) 1 tsk. kjötkraftur 1 tsk. salt slatti af sítrónusafa (eftir smekk) Bræðið smjörið og þeytið eggjarauð- urnar. Setjið brætt smjörið mjög hægt og varlega saman við rauðurnar (alls ekki allt smjörið í einu, þá eyðileggst sósan) og síðan krydd og sítrónusafa eftir smekk. Ágústa niótar smjördeigið eins og fisk utan uin lúðuna og býr til hreisturniynstur með skeið. 36 Vikan

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.