Vikan


Vikan - 08.08.2000, Blaðsíða 36

Vikan - 08.08.2000, Blaðsíða 36
Ágústa Ragnarsdóttir fékk uppskriftina að innbökuðu lúðunni hjá vinkonu sinni fyr- ir nokkrum árum og eldar þennan gómsæta rétt nokk- uð oft þegar hún fær gesti í mat. Ágústa býr í Hafnarfirði og er heimavinnandi hús- móðir með mann og fimm börn. „Yngsta barnið mitt, einkasonurinn, er fjögurra mánaða en elsta dóttirin er 23 ára. Við vorum samstíga, mæðgurnar, því við eignuð- umst báðar drengi á þessu ári,“ segir Ágústa. Alltaf er nóg að gera á stóru heimili og Ágústa er alsæl yfir að vera heima að hugsa um börn og bú. „Ég hef heyrt að mynd- arlegar húsmæður þurfi að kunna þrennt! Þær þurfa að geta gert heimatilbúinn ís, frómas og bernaise sósu,“ segir hún brosandi. „Ég er fín í ísnum og sósunni en mér finnst frómas ekki góður eft- irréttur þannig að mig langar ekki einu sinni að læra að búa hann til.“ Ágústa segir að vin- kona hennar matbúi lúðurétt- inn stundum í einhverju magni og frysti í smáum skömmtum sem alltaf sé gott að grípa til. Innbökuð lúða f. 4-6 1 1/2 kg smálúðuflök, roðdregin og beinhreinsuð 1 pk. smjördeig (þetta með tveimur plötum í) 1 tsk. tímían börkur af einni sítrónu (geymið safann) 2 stilkar fersk steinselja 1 laukur, saxaður Smjördeigið er flatt út og mótað í tvo fiska. Gætið þess að móta fiskana ekki of stóra því þeir verða að passa á ofn- plötuna. Helmingur lúðu- flakanna er settur ofan á ann- an smjördeigsfiskinn og krydd, sítrónubörkur og lauk- ur koma þar ofan á og afgang- urinn af fiskinum síðast. Þessu er lokað með hinum smjördeigsfiskinum. Deigið er klipið saman með gaffli og hreisturmynstur gert með skeið. Bakið í 20-25 mínútur á ofnplötu við 180-200 gráðu hita. NÓI SÍRÍUS Berið fram með hollandaise sósu, hrís- grjónum og salati. Hollandaise sósa 5 eggjarauður 250 g smjör (lítill pakki afsmjöri) 1 tsk. kjötkraftur 1 tsk. salt slatti af sítrónusafa (eftir smekk) Bræðið smjörið og þeytið eggjarauð- urnar. Setjið brætt smjörið mjög hægt og varlega saman við rauðurnar (alls ekki allt smjörið í einu, þá eyðileggst sósan) og síðan krydd og sítrónusafa eftir smekk. Ágústa niótar smjördeigið eins og fisk utan uin lúðuna og býr til hreisturniynstur með skeið. 36 Vikan
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.