Vikan

Útgáva

Vikan - 12.07.1973, Síða 9

Vikan - 12.07.1973, Síða 9
Dougal með þvl að slá til hans með sporöinum. Sá fylgdi þeim eftir allan tlmann og óx stöðugt kjarkur. Fleiri dagar, fleiri nætur, meiri stormur, meiri austur. Þjáning- arnar héldu áfram. Ekkert lát virtist ætla að verða á þorstanum, kuldanum, örvæntingunni og krampanum. „En þú verður að leyfa mér að nudda þig, æfa þig, hreyfa þig. . þvo þér...” „Nei. . .NEI!” Stöku sinnum rifust þau. Það var óhjákvæmileg afleiðing hræöilegs og endalauss tauga- álags. Bitrar og særandi orða- sennur milli manns og konu og þeim lyktaði oft með orðinum: „Lyn, ef þú hættir ekki þessu rifrildi, fer ég frá þér og á sjó- inn”. „Fábjáninn þinn. Þú ERT á sjónum!” „Ó, hættið þið þessu!” hrópaði Sandy litli upp yfir sig. „Ég er að gefast upp”. Dougal og Douggie gerðu ráð fyrir aö ná landi daginn eftir og þeir lögðu á ráðin um að róa slð- asta spölinn til lands. Sólin var að setjast 38. daginn. Þau höfðu siglt 750 mllur á flekanum og I bátnum. Enn voru 290 mllur eftir áður en þau sæju til lands. Þau luku við að eta kvöldmat- inn. Þurrkað skjaldbökukjöt, sem þau hrærðu saman við fisk, vætt- an I sjó. Kjöt og fiskur, sem veiðzt hafði um morguninn, hékk til þerris. „Ég átti erfitt með að þola þaö. Blóöið og fitan láku niður I hárið á okkur. Ég var að ljúka við að nudda tvlburana og þeir voru að koma sér fyrir undir nóttina. Ég hélt á Sandy I fanginu til þess að reyna að hlýja honum. Honum hafði ekki komið blundur á brá og ég var mjög áhyggjufull út af honum. Hann var byrjaður að hósta og ég var að hugsa um, hvort hann myndi lifa nóttina af, þegar ég sá að Dougal rýndi út yfir hafflötinn likt og hann tryði ekki eigin augum. Svo sagði hann: „Skip, þarna er skip”. Við höfðum orðið vör við skip áður. Þaö var sjöunda daginn á flekanum. Þá sendum við upp blys, en skipverjar sáu okkur ekki. Nú áttum við ekki nema þrjú blys eftir og við gátum ekki verið viss um að geta vakiö at- hygli á okkur. „Ssss. . . blðið, hægan”, sagði ég við tvlburana, „það er óvíst að þeir sjái okkur”. Ekki hreyfa ykkur!” hrópaði Dougal. „Bátn- um má alls ekki hvolfa núna!” „Ó, guð”, sagði ég, þegar hann skaut upp fyrsta blysinu. „Ó guð, láttu þá sjá okkur”. • Og þarna nálgaðist skipið okkur hægt i rökkrinu. Það liktist mest stórum, hvitum fugli þar sem það klauf öldurnar. Dougal sagöi mjög lágt: „Raunum okkar er lokið”. Skelkuð, vantrúuð andlit horfðu á þau og þau heyrðu hræðsluóp á erlendri tungu, þegar skipverjar sáu að börn voru I bátnum. Gæta varö ýtrustu varúðar, þegar skip- ið sigldi upp að Ednamair, þvi að hættan á þvi að hún ylti var mikil og hákarlarnir biðu. Reipi var kastað til þeirra, en Dougal varð aö halda jafnvægi bátsins um leið og hann batt þvl utan um tviburana. Síðan voru þau dregin hvert af öðru um borð I skipið. Þau höfðu þurrar viðarþiljur undir fótum og hjálpandi hendur. umföðmuðu þau. Skipið hét Toka Maru II., japanskt túnfiskveiði- skip, 300 tonn að stærð. Enginn af áhöfninni talaöi ensku, en .það kom ekki að sök. Sex hraktir og örmagna llkam- ar klæddir lörfum, andlit þeirra brosandi, hlæjandi og grátandi I senn, sögðu allt sem með þurfti og meðaumkunin I tilliti Japananna veitti þeim næg svör. \ „Þeir voru I þann veginn að skera Ednamair frá skipinu, þeg- Skipstjóri Toka Maru ber Neii frá borði i Panama ar þeir sáu a andliti Dougals, að hana gátum við ekki misst. Edna- mair var lika lyft yfir borðstokk- inn. Viö gátum varla gengið og sát- um á þiljunum, nema Dougal, sem staulaðist niður I skipið með skipstjóranum til þess að skrá okkur. Þegar hann kom aftur sagði ég tvíburunum að þakka pabba sinum fyrir. Þeir skildu mig og gerðu eins og ég bað þá. Þá sá ég að augu Douglas fylltust tárum. Okkur var gefinn appelslnusafi, sem rann niður kverkarnar og skolaði saltinu og óhreinindunum burtu. Við vorum sett I himnesk sápuböð og klædd I hrein föt. Fiskimennirnir fengu okkur sln eigin föt. Þeir tóku Neil og Sandy fyrsta, böðuöu þá, þvoðu þeim og greiddu. Þegar við komum til þeirra aftur, sátu þeir brosandi hlið við hlið milli Japana, sem struku þeim yfir hárið. Þeir færðú^okkur stóran bakka, hlaðinn nýju brauöi og smjöri og stóra könnu af heitu ilmandi kaffi. Við þorðum^varla að trúa eigin augum. Skipverjar bjuggu okkur hvllu og loksins gátum við lagst Ut af og teygt úr okkur. En okkur varð hálf ómótt af s o skyndilegum þægindum og öryggi og við fórum út á þilfarið til þess að reyna fæt- urna. Skipverjar komu sam- stundis til að gæta að hvort þeir gætu gert eitthvað fyrir okkur. Þeir færðu okkur heitan drykk með nautakjötsbitum, ágæta og seöjandi máltíð. Þeir gáfu okkur kjötstykki og þegar þeir sáu, að tviburarnir gátu ekki skorið sjálfir, mötuðu þeir þá. öll þessi góðmennska snart mig djúpt og ég gat ekki að m,ér gert að fara að snökta. Toka Maru var á leið til Panama. Allar mmningar um dagana fjóra á leið til hafnar eru tengdar gæöum þessara japönsku sjómanna. Þeir sáu fyrir öllum okkar þörf- um. Það rann enn vilsa úr augum litlu drengjanna. Þeir komu meö augndropa. ökklarnir á mér voru mjög bólgnir. Þeir nudduðu þá meö ollu. Þeir önnuðust okkur eins og kornabörn. Hver og einn þeirra var okkur eins og elskandi foreldri. Þeir voru svo einstak- lega góðir”. Framhald á bls. 39 28. TBL. VIKAN 9

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.