Vikan

Eksemplar

Vikan - 12.07.1973, Side 20

Vikan - 12.07.1973, Side 20
Þeim hefur eflaust mörgum brugöið ónotalega i brún, sem fyrst litu augum umslagið utan um nýjustu plötu Edgar Winter. Hann litur út eins og uppmeikuð kerling með barta. Sjálfur hefur hann sagt, ,,ég trúi tæplega að þetta sé ég sjálfur”, og eftir aö hafa boriö saman myndir af honum trúa honúm vist flestir. Edgar hefur nú gengiö i gegn- um róttækt breytingartimabil, það þriðja i sögu sinni. Hann vakti fyrst athygli 1969, þegar hann, ásamt bróöur sinum, Johnny, söng Tobacco Road. Eftir stutt timabil með bróöur sinum, stofnaði hann hljómsveitina White Trash, sem varö ein af þessum marg- umtöluðu súpergrúppum, þau þrjú ár sem hún starfaði. Hljóm- sveitin hætti störfum á miðju s.l. ári, þegar Edgar Winter dró sig út úr hljómsveitinni, sem hann hafði stofnað. Það leiö þó ekki á löngu, þar til Jerry La Croix, einn meðlima White Trash, haföi safn- að saman leifunum og stofnað nýja hljómsveit. Edgar hóf hins vegar mikil ferðalög um þver og endilöng Bandarikin. Hann sást á hljómleikum hvar sem hann fór. Hann var að leita að nýjum mannskap i nýja hljómsveit. 1 sex mánuði leitaði hann og stofnaöi Dan Hartman Ronnir Montrose Chuck Ruft Edgar Winter svo að lokum Edgar Winter Group með þeim Dan Hartman, Ronnie Montrose og Chuck Ruff.Dan leikur á bassa og sem- ur. Hann er 22ja ára gamall. Ronnie er 25 ára gamall ög leikur á gitar. Hann strauk að heiman, þegar hann var 16 ára gamall og lifði svo að segja á götunni. En hann kom sér áfram. Þegar hann hafði náö 24ra ára aldri, hafði han leikið með Van Morrisson. Chuck er 21 árs og leikur á trommur og semur litillega. Edgar Winter Group er nokkuö ööruvisi hljómsveit, en White Trash, en sú hljómsveit lék að mestu það sem kallað er gospel rokk. 1 hljómsveitinni voru átta manns og voru blástúrshljóö- færi mikið notuð. 1 Edgar Winter Group eru hins vegar aðeins fjórir meölimir, týpisk rokk- hljómsveit. Hann hefur gjörsam- lega breyttum stil siðan hann var i White Trash. Nú er að finna áhrif úr country/western músik og svo bregður fyrir ballöðum, sem hingað til hefur verið talið mjög svo ólikt honum. Annað sem hefur breytst i fari hans er framkoman. Það var einu sinni haft eftir honu'm, að hann myndi aldrei leika sina músik, sem númer eitt músikant, nema hann gæti verið i skyrtu meö bindi. Nú er þvi hins vegar ekki haldið til streitu lengur. Hann er mjög skrautlegur i klæðaburöi, svo og hinir þrir. Á hljómleikum er svið- ið oft á tiðum myrkt svo aðeins sjást fosfórlitaðir fingur hans, dansandi eftir tónboröi synthesizersins, sem hann hefur i ól yfir öxl sér, eins og gitar. Flutningur hans á nýjasta topp- laginu sinu, Frankenstein, þykir meö afbrigöum skemmtilegur og spennandi, svo ekki sé meira sagt, og þykir sviösframkoma White Trash hér áður fyrr aöeins barnaleikur til samanburðar. Lagið Frankenstein er að finna á nýju L.P. plötu Edgar Winter Framhald á bls. 36 20 VIKAN 28. TBL.

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.