Vikan

Útgáva

Vikan - 12.07.1973, Síða 45

Vikan - 12.07.1973, Síða 45
JoE/ifujlAl'. '' BffMNS Hann velti þvi fyrir sér. — Og hvaö geturðu fundið út úr þessu? — Það veit ég ekki, sagði ég. — Ekki enn. Rannsakaðirðu her- bergið hans Eddie Lang? — Já, og með stækkunargleri. Hreinasta lúsaleit. Og varð einsk- is visari. — Er þér sama þó ég fari þang- að og athugi það? — Til hvers? Helduröu, aö þú sjáir eitthvaö betur en við? — Nei, John, það á ég alls ekki viö, en ég hef fengizt við svo mörg og margvísleg mál, að ég veit, að alltaf getur manni yfirsézt um eitthvaö. Þetta getur engan skaö- að og hugsanlega getur það oröið að gagni. Hann hugsaði sig dálitið um, en seildist siöan að umslagi og tók úr þvi lykil, sem hann fleygði yfir boröið. — Þarna! Ég fékk hann hjá húsverðinum. Þetta er auka- lykill. Gat ekki fundið lykil Langs i vasa hans. Hann benti fingri á mig og bætti við: — Ég verö að fá fullkomna skýrslu frá þér, skil- urðu? — Sjálfsagt. Ég sá, aö augun i honum eltu mig út úr dyrum. Nafnið, sem þrykkt var á lykilinn var „Hotel Buxton”. Ég hóaði i bil og settist inn i hann. Ég fann það alveg á mér, aö eitthvaö mundi gerast, og það stóð lika heima. Þegar ég gekk gegnum forn- lega forsalinn I Buxton, datt mér i hug Gladys, sem sat alein i her- bergi sinu. Ég stillti löngun mina til að heimsækja hana aftur, og fór upp á sjöundu hæð. Ég fann herbergi Eddie Langs og notaði lykilinn. Ég gekk eitt skref fram en stirönaði þá upp i dyrunum og bllstraöi. Mér virtist eftir fráganginum á herberginú að dæma, að snyrti- leik heföi verið sleppt úr náms- skránni I lögregluskólanum. Þarna var allt á tjá og tundri. Skúffur höfðu verið tæmdar á gólfiö og föt Eddies lágu sitt á hvaö á rúminu. Ég byrjaði á fötunum og sneri öllum vösum. Svo lagðist ég á fjóra fætur og tók að róta i drasl- inu á gólfinu. Fingurnir á mér rákust i eitthvað og ég dró það fram. Það var einhvers konar bréfsefnaveski úr gerviskinni, með hólfum fyrir frimerki, pappir og umslög. 1 þvi voru nokkur gömul bréf, eitt frá um- boðsmanni i San Francisco, sem var að bjóða ráðning þar, eitt frá skólastelpu sem hafði séð hann I sjónvarpinu og fannst hann gagna næst Fred Astaire, og svo eitt póstkort frá Sviss, sem var árs- gamalt, og undirritað Victor frændi. Ég las kveðjuna og þá kom það. Fótatakið var hljóðlaust þegar þaö nálgaðist mig, en ég fann það samt. Höggið kom af heljarafli og liklega hefur hatturinn á mér bjargaðlifi minu. Mér fannst eins og eldingar blossa um allan heil- ann i mér. Ég greip um höfuðið og næsta högg haföi næstum brotiö þumalfingurinn á mér. Bareflið var reitt á loft til að ganga frá mér fyrir alvöru, þegar ég valt um hrygg og höggið lenti á öxl- inni, svo að handleggurinn varð alveg máttlaus. Ég skynjaöi ósjálfrátt tiöan andardrátt og snör handtök. Svo skall hurðin aftur. Ég reyndi aö standa upp en var þá gripinn velgjukennd og svima. Ég lá kyrr þangað til þetta var liðið hjá. Þá brölti ég á fætur og studdi mig viö stól. Skáphurðin stóð upp á gátt. Bréfið, sem ég haföi verið að lesa var horfið. Ég greip simann og hringdi i Nola. Þegar hann heyrði I mér vissi hann, að eitthvað var ekki i lagi, og spurði hvasst: — Hvað er að, Scott? — Einhver sló mig og var næst- um búinn aö brjóta á mér haus- inn. — Hvar ertu? — t herberginu hans Eddie Lang. — Sástu manninn? — Nei, hann hafði faliö sig I skápnum og kom aftan að mér. Nola bölvaöi I hljóöi. — Ertu ómeiddur? —- Já, ætli ekki það. Heyröu mig, John. Fundu mennirnir þinir nokkurt bréfaveski,. sem Lang átti? — Ég fann það sjálfur. Ég var með þeim. — Hvers vegna geymdirðu það ekki? — Af þvi að þetta var eitthvert gamalt rusl. Algerlega ósak- næmt. Hvað gengur að þér, drengur? — Þarna var bréf frá honum frænda hans, sagði ég með erfiðismunum! — Það er'horfið, en það gæti hæglega verið bend- ing. — Geröu þá nánar grein fyrir þvi og vertu ekki með neinar til- gátur, Scott. — Þaö get ég ekki. Ég las ekki bréfið, en það gerðir þú. Reyndu að rifja það upp fyrir þér. Hvað stóð I þvi? Simasambandiö hjá okkur var slæmt og eintómir smellir. Loks heyrði ég til hans: — Hlustaöu, Scott, þetta var skrifað fyrir heilu ári. Þessi náungi var blöðruselur, bálvondur og alltaf að tala um starfiö sitt og að plata tollgæzluna og hvað hún væri ómöguleg. Þú þekkir þessa mapntegund. Kjaft- askur og ekkert annað. — Já, sagöi ég hugsi. — Ég þekki tegundina. Ég tala við þig seinna, John. Hausmn á mér er alveg aö springa. Ég lagði sim- ann. Já, sannarlega, hugsaði ég gremjulega. Ég þekki tegundina. 28. TBL. VIKAN 45

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.