Vikan

Issue

Vikan - 12.07.1973, Page 48

Vikan - 12.07.1973, Page 48
ur i sætinu. — Herra Armagh, þér eruö algerlega trúlaus, er það ekki? Joseph var hljóður eitt andar- tak, svo sagði hann: — Jú, það er rétt, ég hef ekki trúað á neitt, nema mátt minn og megin, siðan ég var barn. Veröldin kenndi mér það, herra minn. Herra Chisholm kinkaði kolli. — Mig grunaði þaö, herra Armagh. Þér eigið eftir að koll- sigla einhvern daginn. Hann stóð upp. — Herra Armagh, ég held ég taki óskir yðar til greina. Þér get- iö veriö viss um það. Ég er ekkert næmur fyrir hótunum yðar gagn- vart mér og dóttur minni, ég kýs aöeins að sjá fyrir endann á þessu og vera alveg laus við yður. Ég vona að ég þurfi aldrei að sjá yður framar. Aldrei! Joseph gekk út og herra Chis- holm horfði á eftir honum. — Guð fyrirgefi okkur báðum, hugsaði hann. Herra Chisholm sagði viö dótt- ur slna, þegar hann kom heim: — Herra Armagh ætlar ekki eingöngu að eyðileggja okkur, heldur lika son sinn, nema við göngum að þessu. Hann hafði kallað hana inn á vinnustofu sína. Hann haföi líka sent boð eftir Bernhard Levin, sem var einka- ritari hans og trúnaðarmaöur. Svo hafði hann einfaldlega lagt fyrir þau plöggin, sem herra Armagh hafði fengið honum um morguninn. Aðeins einu sinni varð henni á, að hrópa upp yfir sig I angist. — Ó, pabbi! Mér þykir svo leiðin- legt, að ég skildi fara á bak við þig. Hún var orðin náföl. — Ég get ekki skilið að nokkur maður geti verið svona grimm- lyndur — að hafa I hótunum við okkur, sem ekkert höfum unnið saka. Og lika við sinn eigin son. Hans eigin son! Herra Chisholm gar varla af- borið að horfa á dóttur sina, sem hann elskaði svo heitt. Munnur hennar, sem venjulega var bros- andi, var nú afskræmdur af sálarkvöl. En hann sagði, eins ró- lega og honum var unnt: — Ég er hrædd um að hann meini fullkomlega það sem hann segir, Marjorie. Ég held ég vilji ekki hætta á aö reyna hvort hon- um er alvara. Joseph Armagh hefir það mikil völd, að hann get- ur komið I veg fyrir að Rory geti nokkurn tima skapað sér fram- tlðaratvinnu og ef hann myndi setja upp sina eigin lögfræðiskrif- stofu, mun hann ábyggilega sjá til, að enginn þurfi að leita til hans. Þung tárin runnu niöur kinnar Marjorie, án þess hún yröi þess vör. Svo sagði hún aö lokum: — Ég er dóttir þin, faðir minn, og ég vona að ég hafi erft eitthvaö af hugrekki þlnu. Ég ætla að skrifa Rory ikvöld. Þaö verður auöveld- ara en að segja honum þetta, aug- liti til auglitis. Um kvöldið settist hún við að skrifa og unga andlitiö var af- skræmt af sorg: Vinur minn! Ég hefi komizt að þvi, eftir mikla umhugsun, aö hjónaband okkar sé dauöadæmt og var þaö frá upphafi. Viö fórum bæöi á bak viö feöur okkar og kölluðum yfir okkur ógæfuna. Ég ætla ekki aö blekkja sjáifa mig eöa þig og segja aö ég hafi aldrei elskað þig, þaö væri ekki rétt, en ég verö aö viöurkenna aö ástin hefur dofnaö meö tlmanum. Ég hefi reynt aö láta þaö ekki henda mig, en þaö hefir ekki tek- izt. Ég ætla aö sækja um aö hjónaband okkar veröi gert ógilt —'það þarf enginn aö vita, aö viö höföum þessa fbúö I Cam- bridge. Ég mun alitaf minnast þln meö hlýjum hug. Reyndu ekki aö hitta mig. Ég biö þig llka aö skrifa mér ekki. Þaö getur ekkert breytt ákvöröun minni. Ef þú hef- ir einhverntima elskaö mig, þá biö ég þig, i nafni þeirrar ástar, aö gera þaö sem ég biö þig um nú, annað myndi aöeins veröa til þess aö valda okkur báöum sársauka. Hún fór svo til Cambridge, til litlu íbúðarinnar og lagði bréfiö á rúmið. En þá -var henni líka allri lokið. Hún fleygði sér ofan á rúm- iö, þrýsti koddanum aö hjarta sinu og lá svo grafkyrr og þögul, til að reyna að fá þrek, til að yfir- gefa þennan sælureit sinn að ei- lifu. Þegar Rory las bréfiö, sagöi hann viö sjálfan sig: — Þetta er lygi, þetta er allt lygi . . . Aðeins tveim dögum áöur, höfðu þau Marjorie legið hlið við hlið I þessu rúmi I ástriðufullri ástarsælu og Marjorie hafði sagt: — Þú mátt aldrei yfirgefa mig, Rory. Ég dey, ef ég missi þig! Marjorie hans, ástin hans: Marjorie, sem aldrei sagði ósatt orð — hún sagði ekki satt núna. Það hlaut að vera þessi skepna, þessi faðir hennar, sem hafði komið þessu til leiðar. En hann, — Rory, ætlaði ekki að láta það buga sig, hann ætlaöi að ná sambandi viö Marjorie, hvað sem það kost- aöi. t sex mánuði eftir þetta, réðist hann aftur og aftur á dyrnar I húsi herra Chisholms, sem alltaf voru harölæstar fyrir honum. I sex mánuði skrifaði hann herra Chis- holm ásökunarbréf. Hann skrif- aöi Marjorie eldheit ástarbréf á hverjum degi, en þau voru send aftur til hans, óopnuð. Hann varð bæði magur og fölur. Honum datt lika i hug, að leita ásjár föður sins, hann hlaut að geta ráöið við hinn hægláta og lágværa herra Chisholm. Svo var það einn daginn, að hann fékk innsiglað þykkt bréf, þar sem honum var tilkynnt að hjónaband hans og Marjorie Chisholm, heföi verið gert ógilt i einhverjum litlum réttarsal i lægu þorpi. Mér var ekki einu sinni stefnt fyrir rétt, sagði hann við sjálfan sig. Svo varð hann veikur og lá I rúminu I nokkra daga. Hann ósk- aöi þess innilega, aö hann fengi að deyja, honum kom jafnvel I hug, að svipta sig llfi. Ari slðar kvæntist hann Claudiu Worthington og fór hjónavigslan fram I einkakapellu sendiherr- ans. Þetta var mikil brúðkaup, mest um talaði atburður ársins. Þegar Claudia lá við hlið hans I hjónarúminu, hugsaði Rory: — ó, guö minn góður, Marjorie, ástin min. Elsku yndið mitt, Marjorie. Ari siðar fæddist fyrsti sonur hans, Daniel, næsta ár þar á eftir Joseph og tveim árum siðar tvíburarnir Rosemary og Claudette. Claudie Armagh var framúr- skarandi húsnóðir og allir töluði: um hve aðjaðandi hún væri.Hún varalltaf glæsilega búin og skart- gripir hennar voru nanálaðir. Hún stjórnaði meö myndugleik heimili sinu, hvort sem þau bjuggu i stórhýsunum i London eða New York, eöa þau dvöldu i Frakklandi eöa á Italiu, þar sem þau áttu einbýlishús. Þegar Rory var kjörinn á þing fyrir Pennsyl- vaniufylki, var Claudia eins og fiskur i vatni i Washington. Veizl- ur hennar og miðdegisverðarboð voru það skemmtilegasta sem menn höfðu upplifað. Einu sinni sagði hún við eigin- mann sinn: — Ég veit að eigin- menn eru ekki alltaf trúir hjú- skaparloforði sinu, en ég vildi óska að þú værir ekki alltaf svona — svona — hávær . . . Rory leitaði aö Marjorie I öllum ungum konum, sem urðu á leið hans, en fann ekkert sem minnti á hana. 1 september árið 1901 dó Harry Zeff skyndilega úr hjartaslagi i húsi sinu i Philadelphiu. Viku slð- ar var Charles Deveraux á leið heim til sln frá New York, þegar lestin, sem hann var með fór út af sporinu. Þrir menn létust, einn þeirra var Charles. I fyrsta sinn á ævinni drakk Joseph Armagh sig fullan. Joseph reyndi aö dvelja I Green Hills, að minnsta kosti eina viku I hverjum mánuði, til að hitta dótt- ur sina og Elisabeth, sem kom ekki svo oft til hans i New York eöa Philadelphiu og áöur. — Ég er aö verða sextug, sagði hún, — og ferðirnar geta orðið þreytandi. Hvorugt þeirra minntist nokk- urn tima á Courtney, þvi hann hafði gengið i klaustur I Amallfi og skrifaði móður sinni mjög sjaldan, og þá einungis til að þakka henni fyrir peningasend- ingar til klaustursins. En Joseph vissi um sálarkvöl hennar, vegna þess að það hafði aldr^i gróið um heilt milli þeirra mæðgina. Astriðan var að mestu leyfi horfin úr sambandi þeirra, en það var komið á það stig, að þau nutu innilega þess friðar, sem gagn- kvæmt traust skapaði. Þau gátu setið saman eða legið saman hljóö og hugsandi, haldizt i hend- ur og það voru einu friðarstund- irnar, sem Joseph hafði nokkurn tima þekkt. Framh. i næsta blaði. 48 VIKAN 28. TBL.

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.